Heimamenn náðu forystunni á 37. mínútu þegar Marcus Tavernier skoraði með skoti af stuttu færi eftir góðan undirbúning Antoines Semenyo sem vann boltann og gaf svo fyrir.
Gestirnir sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og á 76. mínútu jafnaði Anthony Gordon fyrir þá. Harvey Barnes átti þá fyrirgjöf frá vinstri yfir á fjærstöng þar sem Gordon fékk boltann og skoraði.
Fleiri urðu mörkin og lokatölur á suðurströndinni því 1-1.
Bournemouth er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á tímabilinu en Newcastle fjögur.