Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:02 Davíð Smári á hliðarlínunni í dag. Vísir/Anton Brink Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. Vestri tapaði að lokum 3-1 en var Davíð upplitsdjarfur í leiks lok þrátt fyrir það er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst liðið mitt leggja sig 100 prósent fram í verkefnið og börðust fyrir hvort annað allt til loka til að fá eitthvað útúr leiknum. Leikplaninu var svolítið kastað útum gluggann hjá okkur þegar við fáum rautt spjald eftir fimm mínútna leik.“ „Vestra liðið var frábært í dag. Vorum frábærir í því sem við vorum að gera, auðvitað vorum við lítið með boltann en við vorum að verjast. Við vorum skipulagðir og að berjast fyrir hvorn annan allt til enda,“ sagði Davíð. Blaðamaður hóf næstu spurningu á orðunum, „þetta byrjaði á afturfótunum hjá ykkur“ en Davíð greip orðið strax og sagði: „Ég ætla að leiðrétta þig þarna, þetta byrjar ekki á afturfótunum hjá Vestra. Það er náttúrulega galin ákvörðun að leikmaðurinn fái rautt spjald. Stundum erum við bara með menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu og það virðist vera svolítið trekk í trekk hjá ákveðnum aðilum. Ég ætla að reyna að tjá mig sem minnst um það,“ sagði Davíð og bætti við um fleiri vafaatriði leiksins. „Svo er auðvitað rangstöðumark þarna sem Jónatan Ingi er kolrangstæður en dómarinn vill meina að þar sem minn leikmaður er að verjast og tækla boltann þá er komin nýtt augnablik. Ef ég skil þetta rétt þá bara á ég ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu.“ „Mér finnst þetta bara ofboðslega sorglegt. Erum með lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér finnst þetta galin ákvörðun þetta rauða spjald. Varnarmaðurinn minn er búinn að taka sér stöðu þegar þetta gerist og að senda hann útaf með rautt spjald finnst mér mjög dýrt.“ Davíð var sammála því að Vestri hefði leikið vel heilt yfir í leiknum og talaði sitt lið upp. „Við spiluðum að hugrekki og vorum skipulagðir. Það er erfitt að fá svona högg á fyrstu fimm mínútunum en eins og ég segi þá fannst mér Vestra liðið stórkostlegt í dag. Hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum verið 11 á 11.“ Vestri mætir Fylki í fallslag næstu umferðar og er engan bilbug á Davíð að fá fyrir framhaldinu. „Það er bara áfram gakk.Þetta er gott veganesti fyrir okkur. Þrátt fyrir að þetta sé tap þá skiptir máli hvernig maður tapar og mér fannst við spila þennan leik til enda. Mér fannst við spila fyrir hvort annan alveg fram á síðustu mínútu.“ sagði Davíð Smári að lokum Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira
Vestri tapaði að lokum 3-1 en var Davíð upplitsdjarfur í leiks lok þrátt fyrir það er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst liðið mitt leggja sig 100 prósent fram í verkefnið og börðust fyrir hvort annað allt til loka til að fá eitthvað útúr leiknum. Leikplaninu var svolítið kastað útum gluggann hjá okkur þegar við fáum rautt spjald eftir fimm mínútna leik.“ „Vestra liðið var frábært í dag. Vorum frábærir í því sem við vorum að gera, auðvitað vorum við lítið með boltann en við vorum að verjast. Við vorum skipulagðir og að berjast fyrir hvorn annan allt til enda,“ sagði Davíð. Blaðamaður hóf næstu spurningu á orðunum, „þetta byrjaði á afturfótunum hjá ykkur“ en Davíð greip orðið strax og sagði: „Ég ætla að leiðrétta þig þarna, þetta byrjar ekki á afturfótunum hjá Vestra. Það er náttúrulega galin ákvörðun að leikmaðurinn fái rautt spjald. Stundum erum við bara með menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu og það virðist vera svolítið trekk í trekk hjá ákveðnum aðilum. Ég ætla að reyna að tjá mig sem minnst um það,“ sagði Davíð og bætti við um fleiri vafaatriði leiksins. „Svo er auðvitað rangstöðumark þarna sem Jónatan Ingi er kolrangstæður en dómarinn vill meina að þar sem minn leikmaður er að verjast og tækla boltann þá er komin nýtt augnablik. Ef ég skil þetta rétt þá bara á ég ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu.“ „Mér finnst þetta bara ofboðslega sorglegt. Erum með lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér finnst þetta galin ákvörðun þetta rauða spjald. Varnarmaðurinn minn er búinn að taka sér stöðu þegar þetta gerist og að senda hann útaf með rautt spjald finnst mér mjög dýrt.“ Davíð var sammála því að Vestri hefði leikið vel heilt yfir í leiknum og talaði sitt lið upp. „Við spiluðum að hugrekki og vorum skipulagðir. Það er erfitt að fá svona högg á fyrstu fimm mínútunum en eins og ég segi þá fannst mér Vestra liðið stórkostlegt í dag. Hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum verið 11 á 11.“ Vestri mætir Fylki í fallslag næstu umferðar og er engan bilbug á Davíð að fá fyrir framhaldinu. „Það er bara áfram gakk.Þetta er gott veganesti fyrir okkur. Þrátt fyrir að þetta sé tap þá skiptir máli hvernig maður tapar og mér fannst við spila þennan leik til enda. Mér fannst við spila fyrir hvort annan alveg fram á síðustu mínútu.“ sagði Davíð Smári að lokum
Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira