„Ótrúlegri hlutir hafa gerst en þeir sem við erum að trúa á“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:40 Jónatan Ingi átti góðan leik fyrir Val í dag. Vísir/Anton Brink Jónatan Ingi Jónsson var frábær í sigri Vals á Vestra í Bestu deildinni. Hann lagði upp eitt mark og skoraði annað í 3-1 sigri Valsara sem reyna að halda í við efstu sætin í deildinni. Hann var kátur eftir leik er Vísir ræddi við hann og viðurkenndi að það væri léttir að hafa náð í sigurinn eftir erfiða byrjun. „Gott að fá þrjú stig. Vestri er sterkt lið. Vissum alltaf að þetta yrði erfitt í dag en vorum klaufar að vera komnir undir, einum fleiri. Það er ekki nógu gott að okkar hálfu.Við sýndum karakter að hengja ekki haus og skapa fleiri færi. Hefðum átt að vera búnir að skora fleiri. Tökum þessum þremur stigum fagnandi.“ Vestri komst yfir eftir 10 mínútna leik og sagði Jónatan það hafa verið snúna stöðu að vera komnir í, einum manni fleiri. „Það er mjög erfitt en þú horfir samt á klukkuna og hugsar það eru 80 mínútur eftir. Við rífum okkur í gang. Þetta getur verið dýrt, sem betur fer var það ekki í dag en verðum að læra af þessu.“ Eins og áður segir var Jónatan frábær í dag og skóp sigur Vals með einstaklingsframmistöðu sinni. Hann var sáttur en vildi samt meira. „Frammistaðan var fín en hefði getað skorað fleiri mörk. Það var alvöru færi í byrjun seinni þegar hann ver á línu. Veit ekki afhverju ég ákvað að skjóta með hægri þar, ekki beinlínis betri fóturinn minn. Gott að skora og vinna leikinn,“ sagði Jónatan og bætti við um framhaldið hjá Val. „Þurfum bara að halda áfram. Fótbolti er bara þannig að það hafa ótrúlegri hlutir gerst en þeir sem við erum að trúa á. Við þurfum að hafa trú á þessu og taka einn leik í einu. Megum ekki pæla í hvað hin liðin eru að gera. Þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvar við stöndum eftir 27 leiki.“ Túfa tók við þjálfum Vals fyrir nokkrum vikum og virðist Jónatan vera ánægður með hann. Hvaða breytingar hefur hann komið með inní þetta? „Bara jákvætt. Það eru nýjar áherslur og öðruvísi sýn á hlutina. Það verður spennandi að vinna áfram með honum,“ sagði Jónatan að lokum. Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira
Hann var kátur eftir leik er Vísir ræddi við hann og viðurkenndi að það væri léttir að hafa náð í sigurinn eftir erfiða byrjun. „Gott að fá þrjú stig. Vestri er sterkt lið. Vissum alltaf að þetta yrði erfitt í dag en vorum klaufar að vera komnir undir, einum fleiri. Það er ekki nógu gott að okkar hálfu.Við sýndum karakter að hengja ekki haus og skapa fleiri færi. Hefðum átt að vera búnir að skora fleiri. Tökum þessum þremur stigum fagnandi.“ Vestri komst yfir eftir 10 mínútna leik og sagði Jónatan það hafa verið snúna stöðu að vera komnir í, einum manni fleiri. „Það er mjög erfitt en þú horfir samt á klukkuna og hugsar það eru 80 mínútur eftir. Við rífum okkur í gang. Þetta getur verið dýrt, sem betur fer var það ekki í dag en verðum að læra af þessu.“ Eins og áður segir var Jónatan frábær í dag og skóp sigur Vals með einstaklingsframmistöðu sinni. Hann var sáttur en vildi samt meira. „Frammistaðan var fín en hefði getað skorað fleiri mörk. Það var alvöru færi í byrjun seinni þegar hann ver á línu. Veit ekki afhverju ég ákvað að skjóta með hægri þar, ekki beinlínis betri fóturinn minn. Gott að skora og vinna leikinn,“ sagði Jónatan og bætti við um framhaldið hjá Val. „Þurfum bara að halda áfram. Fótbolti er bara þannig að það hafa ótrúlegri hlutir gerst en þeir sem við erum að trúa á. Við þurfum að hafa trú á þessu og taka einn leik í einu. Megum ekki pæla í hvað hin liðin eru að gera. Þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvar við stöndum eftir 27 leiki.“ Túfa tók við þjálfum Vals fyrir nokkrum vikum og virðist Jónatan vera ánægður með hann. Hvaða breytingar hefur hann komið með inní þetta? „Bara jákvætt. Það eru nýjar áherslur og öðruvísi sýn á hlutina. Það verður spennandi að vinna áfram með honum,“ sagði Jónatan að lokum.
Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira