Hvað er fram undan? Reynir Böðvarsson skrifar 27. ágúst 2024 07:00 Ég gerði traust að umtalsefni í síðasta pistli eða öllu heldur aukið vantraust innan samfélagsins vegna aukins markaðsvæðingar á því sem áður var í höndum hins opinbera. Ég held að það hafi verið Ernst Wigforss frekar en Tage Erlander sem sagði „Þið þurfið ekkert að óttast. Við munum einungis ríkisvæða það sem þið viljið ekki gera sjálfir, eins og skóla og heilbrigðiskerfi og aðra samfélagslega þjónustu” þegar fjármagnseigendur lýstu áhyggjum sínum yfir stöðugt meiri umsvifum ríkisins. Fjármagnseigendur voru hræddir um bankana sína, að þeir yrðu ríkisvæddir ásamt ýmissi annari ábatasamri starfsemi, til dæmis tryggingafélög, með nánast beinan aðgang í pyngju almennings. Ríkið hafði hins vegar einbeitt sér að því sem kapítalistarnir höfðu ekki enn fundið leiðir til þess að háfa inn skjótfenginn gróða frá, sem sagt skóla, heilbrigðisþjónustu og annari samfélagsþjónustu. Nú hafa tímarnir breyst, það nægir ekki lengur fyrir auðmenn að halda sig eingöngu við þessi hefðbundnu svið, gróðinn hefur verið svo yfirgengilegur undanfarna áratugi að það vantar fjárfestingarmöguleika á nýjum sviðum. Reyndar hefur þrýstingurinn frá fjármagnseigendum, á að minka yrði umsvif ríkisins, alltaf verið til staðar en hefur aukist umtalsvert og orðið skipulagðari síðan Nýfrjálshyggjan hóf innreið sína á Vesturlöndum. Hugveitur, með hugmyndafræði lengst út á hægri kantinum voru stofnaðar víðs vegar um heim sem höfðu það hlutverk að boða fagnaðarerindi nýfrjálshyggjunnar. Þessar hugveitur hafa samstarf sín á milli, þar á meðal gegnum Atlas Network, eru óþreytandi í að dæla út áróðri, sem er að mestu öfga hægri, sem flæðir síðan um alla fjölmiðla á Vesturlöndum. Fjármagnið á bak við þessar hugveitur er svo gífurlegt að það er nær ómögulegt fyrir venjulegar ritstjórnir fjársveltra fjölmiðla að verjast, enginn hefur burði til þess að grafast fyrir um raunverulegar staðreyndir mála nema í undatags tilfellum. Þekkt er meðal annars að olíufélagið ExxonMobil hefur ausið fjármunum gegnum þetta netverk til þess að dreifa falsfréttum varðandi hlýnun jarðar. Hverju er hægt að treysta í nútíma samfélagi nýfrjálshyggjunnar spyr maður sig og því miður held ég að svarið sé, nánast engu. Það er ótrúlegt fyrir okkur sem ólumst upp áður en sjónvarp kom til sögunnar að horfa upp á þessa gífurlegu þjóðfélagsbreytingu sem orðið hefur síðan gamla Gufan var nánast eina röddin úr hinum stóra heimi. Lygin í formi auglýsinga og markaðssetningar á allskonar drasli eða upplifun yfirgnæfir nú allt annað. Áreitið frá þessu ásamt samfélagsmiðlum, sem líka eru hlaðnir lyginni, er svo yfirgengilegt að geðheilsa manna er í hættu og fólk brennur út. Hér áður fyrr þegar spurt var ef eitthvað þótti ótrúlegt þá nægði svarið að hafa heyrt það í útvarpinu, fólk treysti því sem það heyrði þar. Það var kannski ekki alltaf rétt að gera það þá heldur en traustið var þar, fólk var sæmilega öruggt um sig og hafði oftast ástæðu ti að treysta því sem það heyrði og það vissi alveg að Þjóðviljinn, Tíminn og Morgunblaðið voru kannski lituð en Gufunni var hægt að treysta. Neysluþjóðfélag nýfrjálshyggjunnar er ósjálfbært bæði fyrir manneskjur og umhverfi og verði ekkert að gert þá endar það bara á einn veg, með ósköpum. Við horfum upp á algjöra hnignun hins vitiborna samfélags þar sem ekkert nema skamtíma gróði fárra fær að ráða örlögum flestra sem þýðir að flestir sjá ekki fram á jafn góð eða betri afkomu en foreldrakynslóðin. Samtímis er gengið á náttúruauðlindir og þeim í raun stolið af framtíðar kynslóðum. Ungt fólk treystir sér síður í barneignir þar sem traustið í samfélaginu er horfið, þegar hvergi er fastur punktur og hvergi hægt að finna viðráðanlegt húsnæði með þau launakjör sem í boði eru. Hverskonar framtíð er það þegar ungt fólk vill ekki lengur eignast börn? Hverskonar geðveiki er það þegar allir hvatar í þjóðfélaginu ýta á meiri neyslu þegar vitað er að það er hræðilegt fyrir komandi kynslóðir? Þessum spurningu verður að svara og þeim verður einungis svarað á fullnægjandi hátt með raunverulegum breytingum á þjóðfélaginu, breytingum í átt að minni neyslu, minni lygi og meira trausti. Sósíalisminn er eina færa leiðin inn í framtíðina. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég gerði traust að umtalsefni í síðasta pistli eða öllu heldur aukið vantraust innan samfélagsins vegna aukins markaðsvæðingar á því sem áður var í höndum hins opinbera. Ég held að það hafi verið Ernst Wigforss frekar en Tage Erlander sem sagði „Þið þurfið ekkert að óttast. Við munum einungis ríkisvæða það sem þið viljið ekki gera sjálfir, eins og skóla og heilbrigðiskerfi og aðra samfélagslega þjónustu” þegar fjármagnseigendur lýstu áhyggjum sínum yfir stöðugt meiri umsvifum ríkisins. Fjármagnseigendur voru hræddir um bankana sína, að þeir yrðu ríkisvæddir ásamt ýmissi annari ábatasamri starfsemi, til dæmis tryggingafélög, með nánast beinan aðgang í pyngju almennings. Ríkið hafði hins vegar einbeitt sér að því sem kapítalistarnir höfðu ekki enn fundið leiðir til þess að háfa inn skjótfenginn gróða frá, sem sagt skóla, heilbrigðisþjónustu og annari samfélagsþjónustu. Nú hafa tímarnir breyst, það nægir ekki lengur fyrir auðmenn að halda sig eingöngu við þessi hefðbundnu svið, gróðinn hefur verið svo yfirgengilegur undanfarna áratugi að það vantar fjárfestingarmöguleika á nýjum sviðum. Reyndar hefur þrýstingurinn frá fjármagnseigendum, á að minka yrði umsvif ríkisins, alltaf verið til staðar en hefur aukist umtalsvert og orðið skipulagðari síðan Nýfrjálshyggjan hóf innreið sína á Vesturlöndum. Hugveitur, með hugmyndafræði lengst út á hægri kantinum voru stofnaðar víðs vegar um heim sem höfðu það hlutverk að boða fagnaðarerindi nýfrjálshyggjunnar. Þessar hugveitur hafa samstarf sín á milli, þar á meðal gegnum Atlas Network, eru óþreytandi í að dæla út áróðri, sem er að mestu öfga hægri, sem flæðir síðan um alla fjölmiðla á Vesturlöndum. Fjármagnið á bak við þessar hugveitur er svo gífurlegt að það er nær ómögulegt fyrir venjulegar ritstjórnir fjársveltra fjölmiðla að verjast, enginn hefur burði til þess að grafast fyrir um raunverulegar staðreyndir mála nema í undatags tilfellum. Þekkt er meðal annars að olíufélagið ExxonMobil hefur ausið fjármunum gegnum þetta netverk til þess að dreifa falsfréttum varðandi hlýnun jarðar. Hverju er hægt að treysta í nútíma samfélagi nýfrjálshyggjunnar spyr maður sig og því miður held ég að svarið sé, nánast engu. Það er ótrúlegt fyrir okkur sem ólumst upp áður en sjónvarp kom til sögunnar að horfa upp á þessa gífurlegu þjóðfélagsbreytingu sem orðið hefur síðan gamla Gufan var nánast eina röddin úr hinum stóra heimi. Lygin í formi auglýsinga og markaðssetningar á allskonar drasli eða upplifun yfirgnæfir nú allt annað. Áreitið frá þessu ásamt samfélagsmiðlum, sem líka eru hlaðnir lyginni, er svo yfirgengilegt að geðheilsa manna er í hættu og fólk brennur út. Hér áður fyrr þegar spurt var ef eitthvað þótti ótrúlegt þá nægði svarið að hafa heyrt það í útvarpinu, fólk treysti því sem það heyrði þar. Það var kannski ekki alltaf rétt að gera það þá heldur en traustið var þar, fólk var sæmilega öruggt um sig og hafði oftast ástæðu ti að treysta því sem það heyrði og það vissi alveg að Þjóðviljinn, Tíminn og Morgunblaðið voru kannski lituð en Gufunni var hægt að treysta. Neysluþjóðfélag nýfrjálshyggjunnar er ósjálfbært bæði fyrir manneskjur og umhverfi og verði ekkert að gert þá endar það bara á einn veg, með ósköpum. Við horfum upp á algjöra hnignun hins vitiborna samfélags þar sem ekkert nema skamtíma gróði fárra fær að ráða örlögum flestra sem þýðir að flestir sjá ekki fram á jafn góð eða betri afkomu en foreldrakynslóðin. Samtímis er gengið á náttúruauðlindir og þeim í raun stolið af framtíðar kynslóðum. Ungt fólk treystir sér síður í barneignir þar sem traustið í samfélaginu er horfið, þegar hvergi er fastur punktur og hvergi hægt að finna viðráðanlegt húsnæði með þau launakjör sem í boði eru. Hverskonar framtíð er það þegar ungt fólk vill ekki lengur eignast börn? Hverskonar geðveiki er það þegar allir hvatar í þjóðfélaginu ýta á meiri neyslu þegar vitað er að það er hræðilegt fyrir komandi kynslóðir? Þessum spurningu verður að svara og þeim verður einungis svarað á fullnægjandi hátt með raunverulegum breytingum á þjóðfélaginu, breytingum í átt að minni neyslu, minni lygi og meira trausti. Sósíalisminn er eina færa leiðin inn í framtíðina. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun