Segir Arnór búa yfir snilligáfu Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Arnór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu gegn Oxford United. Hann kveðst í enn betra formi núna en á síðustu leiktíð. Getty/Lee Parker Arnór Sigurðsson þurfti ekki langan tíma til að skora sitt fyrsta mark í ensku B-deildinni í fótbolta um helgina. Þjálfari hans hrósar íslenska landsliðsmanninum í hástert. Arnór kom inn á og skoraði sigurmark Blackburn í 2-1 sigri gegn Oxford United á laugardag, og þar með hefur Blackburn náð í sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum og er í 3. sæti deildarinnar. Snoturt mark Arnórs, í stöng og inn, má sjá hér að neðan. 🎙️ "𝙒𝙝𝙖𝙩 𝙖 𝙜𝙤𝙧𝙜𝙚𝙤𝙪𝙨 𝙛𝙞𝙣𝙞𝙨𝙝!"🧊 @arnorsigurdsson fired in off the post to win it late on!#Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/elnhKwG8OE— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 „Siggy [Arnór Sigurðsson] er með þessa snilligáfu, þennan smáklassa sem þarf til að skora svona og við erum himinlifandi fyrir hans hönd,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, við heimasíðu félagsins. „Hann hefur þetta og við sjáum það á æfingum. Hann finnur þessi góðu svæði á vellinum og nýtt líkamann virkilega vel til að geta snúið að markinu,“ sagði Eustace. Arnór missti af síðustu mánuðum síðustu leiktíðar eftir skelfilega tæklingu Ísraelans Roy Revivo í undanúrslitum EM-umspilsins í mars. Það gladdi Eustace því enn frekar að sjá Íslendinginn aftur upp á sitt besta: „Þetta hefur verið svolítið erfitt fyrir hann eftir að hann sneri aftur. Hann meiddist í lok síðustu leiktíðar og hefur lagt óhemju hart að sér á undirbúningstímabilinu. Það er afskaplega ánægjulegt fyrir bæði hann og alla aðra að hann skyldi skora sigurmarkið,“ sagði Eustace. 🗣️ "𝙄𝙩 𝙧𝙚𝙖𝙡𝙡𝙮 𝙢𝙚𝙖𝙣𝙨 𝙖 𝙡𝙤𝙩, 𝙨𝙘𝙤𝙧𝙞𝙣𝙜 𝙖𝙣𝙙 𝙬𝙞𝙣𝙣𝙞𝙣𝙜 𝙞𝙣 𝙛𝙧𝙤𝙣𝙩 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝘽𝙡𝙖𝙘𝙠𝙗𝙪𝙧𝙣 𝙀𝙣𝙙."📺 Watch match-winner @arnorsigurdsson's full interview on our YouTube channel ⬇️#Rovers 🔵⚪️— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 Arnór var að sjálfsögðu á sama máli. „Eftir erfið meiðsli í lok síðustu leiktíðar þá hefur það mikla þýðingu fyrir mig að koma til baka og skora sigurmarkið, sérstaklega fyrir framan Blackburn End. Við erum að byrja þetta tímabil vel, mér líður mjög vel og er í betra formi en á síðustu leiktíð,“ sagði Arnór. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Arnór kom inn á og skoraði sigurmark Blackburn í 2-1 sigri gegn Oxford United á laugardag, og þar með hefur Blackburn náð í sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum og er í 3. sæti deildarinnar. Snoturt mark Arnórs, í stöng og inn, má sjá hér að neðan. 🎙️ "𝙒𝙝𝙖𝙩 𝙖 𝙜𝙤𝙧𝙜𝙚𝙤𝙪𝙨 𝙛𝙞𝙣𝙞𝙨𝙝!"🧊 @arnorsigurdsson fired in off the post to win it late on!#Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/elnhKwG8OE— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 „Siggy [Arnór Sigurðsson] er með þessa snilligáfu, þennan smáklassa sem þarf til að skora svona og við erum himinlifandi fyrir hans hönd,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, við heimasíðu félagsins. „Hann hefur þetta og við sjáum það á æfingum. Hann finnur þessi góðu svæði á vellinum og nýtt líkamann virkilega vel til að geta snúið að markinu,“ sagði Eustace. Arnór missti af síðustu mánuðum síðustu leiktíðar eftir skelfilega tæklingu Ísraelans Roy Revivo í undanúrslitum EM-umspilsins í mars. Það gladdi Eustace því enn frekar að sjá Íslendinginn aftur upp á sitt besta: „Þetta hefur verið svolítið erfitt fyrir hann eftir að hann sneri aftur. Hann meiddist í lok síðustu leiktíðar og hefur lagt óhemju hart að sér á undirbúningstímabilinu. Það er afskaplega ánægjulegt fyrir bæði hann og alla aðra að hann skyldi skora sigurmarkið,“ sagði Eustace. 🗣️ "𝙄𝙩 𝙧𝙚𝙖𝙡𝙡𝙮 𝙢𝙚𝙖𝙣𝙨 𝙖 𝙡𝙤𝙩, 𝙨𝙘𝙤𝙧𝙞𝙣𝙜 𝙖𝙣𝙙 𝙬𝙞𝙣𝙣𝙞𝙣𝙜 𝙞𝙣 𝙛𝙧𝙤𝙣𝙩 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝘽𝙡𝙖𝙘𝙠𝙗𝙪𝙧𝙣 𝙀𝙣𝙙."📺 Watch match-winner @arnorsigurdsson's full interview on our YouTube channel ⬇️#Rovers 🔵⚪️— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 Arnór var að sjálfsögðu á sama máli. „Eftir erfið meiðsli í lok síðustu leiktíðar þá hefur það mikla þýðingu fyrir mig að koma til baka og skora sigurmarkið, sérstaklega fyrir framan Blackburn End. Við erum að byrja þetta tímabil vel, mér líður mjög vel og er í betra formi en á síðustu leiktíð,“ sagði Arnór.
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira