Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 17:01 Tvær íslenskar stúlkur og palestínskur piltur hlutu áverka í stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt. Vísir/Ívar Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. Fréttastofa hefur upplýsingar um að fórnarlambið sem er af erlendum uppruna sé piltur frá Palestínu. Hann hafi verið í bíl ásamt þremur öðrum, tveimur íslenskum stúlkum og öðrum pilti sem einnig er frá Palestínu, þegar meintur gerandi, íslenskur piltur á sautjánda aldursári, veittist að þeim. Stúlkurnar særðust báðar í árásinni og annar drengjanna sem voru í bílnum. Stúlkan sem særðist hvað mest í árásinni er enn í lífshættu en hin tvö sem voru stungin hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Aðspurður segist Grímur ekki geta tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar, inntur eftir því hvort málið sé rannsakað sem hatursglæpur. „Í þessu tilfelli er ekkert sérstaklega horft til þess að ásetningur varði hatursglæp,” segir Grímur. Hann bendir þó á að rannsóknin standi enn yfir og á meðan svo er geti hlutirnir breyst. „Við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerðist,” segir Grímur, sem staðfestir einnig að bifreið tengist rannsókn málsins. Hann geti þó ekki sagt til um með hvaða hætti bifreiðin tengist málinu. Líkt og fram hefur komið hefur meintur gerandi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst og er vistaður á Hólmsheiði í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs. Öll þrjú fórnarlömb árásarinnar eru einnig undir 18 ára aldri. Fjallað verður um árásina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem rætt verður við föður palestínska drengsins sem særðist í árásinni. Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Fréttastofa hefur upplýsingar um að fórnarlambið sem er af erlendum uppruna sé piltur frá Palestínu. Hann hafi verið í bíl ásamt þremur öðrum, tveimur íslenskum stúlkum og öðrum pilti sem einnig er frá Palestínu, þegar meintur gerandi, íslenskur piltur á sautjánda aldursári, veittist að þeim. Stúlkurnar særðust báðar í árásinni og annar drengjanna sem voru í bílnum. Stúlkan sem særðist hvað mest í árásinni er enn í lífshættu en hin tvö sem voru stungin hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Aðspurður segist Grímur ekki geta tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar, inntur eftir því hvort málið sé rannsakað sem hatursglæpur. „Í þessu tilfelli er ekkert sérstaklega horft til þess að ásetningur varði hatursglæp,” segir Grímur. Hann bendir þó á að rannsóknin standi enn yfir og á meðan svo er geti hlutirnir breyst. „Við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerðist,” segir Grímur, sem staðfestir einnig að bifreið tengist rannsókn málsins. Hann geti þó ekki sagt til um með hvaða hætti bifreiðin tengist málinu. Líkt og fram hefur komið hefur meintur gerandi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst og er vistaður á Hólmsheiði í „viðeigandi úrræði“ sökum ungs aldurs. Öll þrjú fórnarlömb árásarinnar eru einnig undir 18 ára aldri. Fjallað verður um árásina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir þar sem rætt verður við föður palestínska drengsins sem særðist í árásinni.
Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira