Átti erfitt með að kalla sig þolanda Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 20:02 Heiða er ekki í vafa um það að ef metoo byltingin hefði verið farin af stað þegar brotið var á henni þá hefði hún auðveldara með opna sig um atburðinn. Samsett „Ég get ekki ímyndað á hvaða stað ég væri í dag ef ég hefði ekki leitað til Stígamóta á sínum tíma. Sjálfsmyndin mín væri þá líklega ennþá svo brengluð, ég væri örugglega ennþá föst í þeirri hugsun að líkami væri bara sjálfsagður til afnota fyrir aðra,“ segir Heiða Valdís Ármann. Heiða varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu vinar síns, kvöld eitt árið 2014, en átti lengi vel erfitt með að viðurkenna að brotið hefði verið á henni. Hún segir það hafa breytt öllu að hafa leitað aðstoðar hjá Stígamótum á sínum tíma. Síðastliðinn laugardag tók Heiða þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnaði áheitum til styrktar Stígamótum. „Stígamót hafa mjög persónuleg og þýðingarmikil gildi fyrir mig þar sem þau gripu mig fyrir að verða tíu árum og hjálpuðu mér. Þessi stuðningur reyndist mér vera ómetanlegur þar sem ég þurfti meir á honum að halda á þeim tíma en ég gerði mér grein fyrir.“ Var í leiðslu Kvöld eitt, árið 2014, gisti Heiða heima hjá strák sem hún fram að því kallað vin. Þau höfðu eytt kvöldinu í Heiðmörk þar sem þau voru að grilla og skemmta sér. Hvorugt þeirra undir áhrifum áfengis þetta kvöld. „Ég bað síðan um að fá að gista hjá honum. Þegar við komum heim til hans þá kysstumst við, en svo sagði ég við hann að ég vildi ekki gera neitt meira. Ég veit í raun ekki enn í dag hvort ég hafi sofnað eða ekki. En á einhverjum tímapunkti rankaði ég við mér. Ég reyndi að klemma saman lærin en hann ýtti þeim í sundur. Á einhverjum tímapunkti fór hann út úr herberginu og kom svo aftur og hélt áfram. Morguninn eftir bauðst hann til að skutla mér heim. Hann sagði við mig, í einhverju gríni: „Á ég að skutla þér heim eða á ég kannski að skutla þér upp á neyðarmóttöku?“ Og svo hló hann. Ég var í einhverju móki, í einhverskonar leiðslu, og var að reyna að átta mig á öllu. Ég fór inn og fór í langa sturtu og fór síðan ekki í sturtu í tvær vikur eftir það." Heiða fer ekki leynt með það að Stígamót hafi bjargað henni á sínum tíma.Aðsend Metoo byltingin breytti öllu Heiða lýsir því hvernig misnotkunin átti eftir að hafa langvarandi áhrif á líðan hennar. Hún sökk niður í djúpt þunglyndi. „Ég byrjaði að drekka miklu meira og endaði yfirleitt ælandi og grenjandi á djamminu. Það vissu allir í kringum mig að eitthvað hefði gerst af því að ég var búinn að segja öllum að ég vildi ekki tala við eða hitta þennan strákar framar.“ Þetta var árið 2014, nokkrum árum áður en metoo byltingin fór af stað á samfélagsmiðlum og konur um allan heim stigu fram og greindu frá kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Heiða er ekki í vafa um það að ef byltingin hefði verið farin af stað þegar brotið var á henni þá hefði hún auðveldara með opna sig um atburðinn. „Ég held að ég hefði þá kannski verið óhræddari við að segja fólkinu mínu frá þessu. Ég hefði kannski átt auðveldara með að viðurkenna fyrir sjálfri mér, og öðrum, að það hefði verið brotið á mér. Það er að segja að, að ég hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Maður var ennþá með þessa ímynd í hausnum af því að nauðgun væri bara einhver ókunnugur maður sem ræðst á konu í húsasundi. Metoo byltingin breytti þessum hugsunarhætti að svo mörgu leyti. Mér fannst ég heldur ekki geta kallað þetta nauðgun, af því að ég hafði jú kysst gerandann og gist hjá honum. Gerandinn fór ekki yfir þessa „línu“, typpið á honum fór ekki inn í mig, en hann gerði nánast allt annað. Þess vegna fannst mér fannst eins og ég mætti ekki kalla mig þolanda. Ég opnaði mig um þetta við eina vinkonu mína á sínum tíma, og hún brást við með að segja mér að þetta hefði ekki verið nauðgun, af því að ég ýtti honum ekki frá mér. En, eins og ráðgjafinn hjá Stígamótum sagði mér seinna meir þá á ég að sjálfsögðu ekkert minni rétt til þess en hver annar. Eins og hún sagði: ,,Þetta er ekki keppni í því hverjum var nauðgað mest.“ Ómetanlegt að fá viðurkenningu Þegar rúmir þrír mánuðir voru liðnir frá atburðinum hafði vinkona Heiðu frumkvæði að því að hún leitaði sér hjálpar hjá Stígamótum. „Hún sá að þetta var éta mig upp að innan og sagði hreinlega „hingað og ekki lengra.“ Hún tók hreinlega af skarið og keyrði mig á staðinn þar sem Stígamót eru til húsa. Þegar við komum þangað inn kom síðan í ljós að við þurftum að panta tíma fyrirfram. Ef ekki hefði verið fyrir þessa vinkonu mína þá hefði ég örugglega guggnað á öllu saman og aldrei pantað tíma. En hún sá til þess að ég fengi tíma og skutlaði mér síðan aftur daginn sem tíminn var bókaður. Hún var hörð við mig, og það var nákvæmlega það sem ég þurfti. Ég á henni endalaust mikið að þakka. Þetta var ofboðslega hlýlegt og notalegt andrúmsloft þar sem við sátum þarna inni í fyrsta tímanum, ég og ráðgjafinn. Hún var með hundinn sinn með sér og það var kveikt á kertum og hún var svo vinaleg og indæl. Hún sagði mér að ég réði algjörlega ferðinni, og ég þyrfti ekki einu sinni að tala ef ég vildi það ekki, ég stjórnaði tímanum alveg. Mér var líka eitthvað svo mikið öryggi i því að vita að það væri ekkert skráð niður eða neitt, það var mjög traustvekjandi. Ég sagði við hana að það sem ég þyrfti í raun væri að koma orðum yfir það sem hefði gerst. Af því að það var það sem var angra mig. Ég þurfti að heyra það frá einhverjum öðrum að það hefði verið brotið á mér, ég þurfti einhvers konar viðurkenningu á því. Þegar ég var síðan loksins búin að buna öllu út mér þá sagði hún mér einfaldlega: „Það var brotið á þér. Það var farið yfir mörkin þín og þú og þinn líkami nýttur eins og þú ættir hann ekki. Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti að heyra. Að heyra þetta frá annarri manneskju, manneskju sem þekkir mig ekki neitt, það var svo mikið „validation“ í því. Þetta var svo mikil viðurkenning á öllum þessum óteljandi skrítnu og flóknu tilfinningunum sem ég var búin að vera upplifa.“ Stuttu eftir fyrsta viðtalið hjá Stígamótum tók Heiða upp samband við mann sem er barnsfaðir hennar í dag. „Og stuttu seinna sagði ég honum frá öllu. Hann greip þetta alveg strax; Ókei, eigum við ekki að vinna með þetta? Ég fór í einhvern flæming en hann hvatti mig endalaust áfram af því að hann vissi að mér hafði liðið svo vel eftir þetta fyrsta skipti. Það var honum að þakka að ég fór aftur niður í Stígamót og fór í fleiri viðtöl. Það breytti ótrúlega miklu, sérstaklega af því að núna var ég kominn í nýtt samband og ég þurfti leiðsögn; tækla hvernig ég ætti að finna nánd og öryggi í nýju sambandi eftir þetta atvik. Ég og barnsfaðir minn erum ekki lengur saman í dag en sambandið okkar hefur alltaf verið einstaklega gott og hann hefur verið mér ómetanlegur.“ Gerandinn viðurkenndi brotið „Ég hitti hann, gerandann, í eitt skipti á djamminu eftir þetta, þar sem hann var blindfullur og reyndi að nálgast mig. Hann tók utan um mig og ég man að ég kúgaðist þegar ég fann lyktina af honum. Á þessum tíma var ég ekki kominn á þann stað að ég gat „confrontað“ hann með þetta allt saman,“ segir Heiða. Heiða fékk skilaboð frá gerandanum daginn eftir þar sem hann sagðist meðal annars „skammast sín“ fyrir að hafa komið illa fram við hana og játaði að hafa brotið á henni. Hún lokaði á hann á samfélagsmiðlum og hefur ekki verið í neinum samskiptum við hann eftir þetta. „En hann veit hvað hann gerði, og ég veit að hann hefur viðurkennt þetta fyrir öðrum líka, fólki sem við þekkjum bæði. Það blundar alltaf í mér að „confronta“ hann. Mig langar að hann viti hvaða snjóboltaáhrif þetta kvöld hafði á mig og allt líf mitt. Ég vil að hann viti að ég á eftir að vera í sjálfsvinnu allt mitt líf út af þessu. En ég veit líka að hann á ekkert inni hjá mér. Hann er búinn að taka nóg frá mér.“ Heiða er ein af þeim sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu um síðastliðnu helgi og safnaði áheitum fyrir Stígamót.Aðsend Engin pressa Heiða er á góðum stað í lífinu í dag; orðin tveggja barna móðir og er að fara á þriðja árið í leikskólakennarafræði í HÍ. Hún fer ekki leynt með það að Stígamót hafi bjargað henni á sínum tíma. „Um daginn ræddi ég við stelpu sem var á leiðinni á sinn fyrsta fund hjá þeim og var frekar stressuð. Ég sagði henni það sem ég vissi, að hún myndi ráða ferðinni og að það væri enginn pressa á hana að tala. Það er það sem ég myndi segja við alla í þessum sporum; þér á alltaf eftir að líða betur eftir á, sama hvað tíminn snýst um,“ segir hún. „Það sem hjálpaði mér svo mikið á sínum tíma var að ræða við hlutlausan einstakling, þessi manneskja var ekki vinkona mína og hafði í rauninni hefur engar tilfinningar gagnvart mér, heldur hlustaði einfaldlega á mig og hjálpar mér að koma hlutunum í orð. Hér má heita á á Heiðu og styðja við starfsemi Stígamóta. Kynferðisofbeldi Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Heiða varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu vinar síns, kvöld eitt árið 2014, en átti lengi vel erfitt með að viðurkenna að brotið hefði verið á henni. Hún segir það hafa breytt öllu að hafa leitað aðstoðar hjá Stígamótum á sínum tíma. Síðastliðinn laugardag tók Heiða þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnaði áheitum til styrktar Stígamótum. „Stígamót hafa mjög persónuleg og þýðingarmikil gildi fyrir mig þar sem þau gripu mig fyrir að verða tíu árum og hjálpuðu mér. Þessi stuðningur reyndist mér vera ómetanlegur þar sem ég þurfti meir á honum að halda á þeim tíma en ég gerði mér grein fyrir.“ Var í leiðslu Kvöld eitt, árið 2014, gisti Heiða heima hjá strák sem hún fram að því kallað vin. Þau höfðu eytt kvöldinu í Heiðmörk þar sem þau voru að grilla og skemmta sér. Hvorugt þeirra undir áhrifum áfengis þetta kvöld. „Ég bað síðan um að fá að gista hjá honum. Þegar við komum heim til hans þá kysstumst við, en svo sagði ég við hann að ég vildi ekki gera neitt meira. Ég veit í raun ekki enn í dag hvort ég hafi sofnað eða ekki. En á einhverjum tímapunkti rankaði ég við mér. Ég reyndi að klemma saman lærin en hann ýtti þeim í sundur. Á einhverjum tímapunkti fór hann út úr herberginu og kom svo aftur og hélt áfram. Morguninn eftir bauðst hann til að skutla mér heim. Hann sagði við mig, í einhverju gríni: „Á ég að skutla þér heim eða á ég kannski að skutla þér upp á neyðarmóttöku?“ Og svo hló hann. Ég var í einhverju móki, í einhverskonar leiðslu, og var að reyna að átta mig á öllu. Ég fór inn og fór í langa sturtu og fór síðan ekki í sturtu í tvær vikur eftir það." Heiða fer ekki leynt með það að Stígamót hafi bjargað henni á sínum tíma.Aðsend Metoo byltingin breytti öllu Heiða lýsir því hvernig misnotkunin átti eftir að hafa langvarandi áhrif á líðan hennar. Hún sökk niður í djúpt þunglyndi. „Ég byrjaði að drekka miklu meira og endaði yfirleitt ælandi og grenjandi á djamminu. Það vissu allir í kringum mig að eitthvað hefði gerst af því að ég var búinn að segja öllum að ég vildi ekki tala við eða hitta þennan strákar framar.“ Þetta var árið 2014, nokkrum árum áður en metoo byltingin fór af stað á samfélagsmiðlum og konur um allan heim stigu fram og greindu frá kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Heiða er ekki í vafa um það að ef byltingin hefði verið farin af stað þegar brotið var á henni þá hefði hún auðveldara með opna sig um atburðinn. „Ég held að ég hefði þá kannski verið óhræddari við að segja fólkinu mínu frá þessu. Ég hefði kannski átt auðveldara með að viðurkenna fyrir sjálfri mér, og öðrum, að það hefði verið brotið á mér. Það er að segja að, að ég hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Maður var ennþá með þessa ímynd í hausnum af því að nauðgun væri bara einhver ókunnugur maður sem ræðst á konu í húsasundi. Metoo byltingin breytti þessum hugsunarhætti að svo mörgu leyti. Mér fannst ég heldur ekki geta kallað þetta nauðgun, af því að ég hafði jú kysst gerandann og gist hjá honum. Gerandinn fór ekki yfir þessa „línu“, typpið á honum fór ekki inn í mig, en hann gerði nánast allt annað. Þess vegna fannst mér fannst eins og ég mætti ekki kalla mig þolanda. Ég opnaði mig um þetta við eina vinkonu mína á sínum tíma, og hún brást við með að segja mér að þetta hefði ekki verið nauðgun, af því að ég ýtti honum ekki frá mér. En, eins og ráðgjafinn hjá Stígamótum sagði mér seinna meir þá á ég að sjálfsögðu ekkert minni rétt til þess en hver annar. Eins og hún sagði: ,,Þetta er ekki keppni í því hverjum var nauðgað mest.“ Ómetanlegt að fá viðurkenningu Þegar rúmir þrír mánuðir voru liðnir frá atburðinum hafði vinkona Heiðu frumkvæði að því að hún leitaði sér hjálpar hjá Stígamótum. „Hún sá að þetta var éta mig upp að innan og sagði hreinlega „hingað og ekki lengra.“ Hún tók hreinlega af skarið og keyrði mig á staðinn þar sem Stígamót eru til húsa. Þegar við komum þangað inn kom síðan í ljós að við þurftum að panta tíma fyrirfram. Ef ekki hefði verið fyrir þessa vinkonu mína þá hefði ég örugglega guggnað á öllu saman og aldrei pantað tíma. En hún sá til þess að ég fengi tíma og skutlaði mér síðan aftur daginn sem tíminn var bókaður. Hún var hörð við mig, og það var nákvæmlega það sem ég þurfti. Ég á henni endalaust mikið að þakka. Þetta var ofboðslega hlýlegt og notalegt andrúmsloft þar sem við sátum þarna inni í fyrsta tímanum, ég og ráðgjafinn. Hún var með hundinn sinn með sér og það var kveikt á kertum og hún var svo vinaleg og indæl. Hún sagði mér að ég réði algjörlega ferðinni, og ég þyrfti ekki einu sinni að tala ef ég vildi það ekki, ég stjórnaði tímanum alveg. Mér var líka eitthvað svo mikið öryggi i því að vita að það væri ekkert skráð niður eða neitt, það var mjög traustvekjandi. Ég sagði við hana að það sem ég þyrfti í raun væri að koma orðum yfir það sem hefði gerst. Af því að það var það sem var angra mig. Ég þurfti að heyra það frá einhverjum öðrum að það hefði verið brotið á mér, ég þurfti einhvers konar viðurkenningu á því. Þegar ég var síðan loksins búin að buna öllu út mér þá sagði hún mér einfaldlega: „Það var brotið á þér. Það var farið yfir mörkin þín og þú og þinn líkami nýttur eins og þú ættir hann ekki. Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti að heyra. Að heyra þetta frá annarri manneskju, manneskju sem þekkir mig ekki neitt, það var svo mikið „validation“ í því. Þetta var svo mikil viðurkenning á öllum þessum óteljandi skrítnu og flóknu tilfinningunum sem ég var búin að vera upplifa.“ Stuttu eftir fyrsta viðtalið hjá Stígamótum tók Heiða upp samband við mann sem er barnsfaðir hennar í dag. „Og stuttu seinna sagði ég honum frá öllu. Hann greip þetta alveg strax; Ókei, eigum við ekki að vinna með þetta? Ég fór í einhvern flæming en hann hvatti mig endalaust áfram af því að hann vissi að mér hafði liðið svo vel eftir þetta fyrsta skipti. Það var honum að þakka að ég fór aftur niður í Stígamót og fór í fleiri viðtöl. Það breytti ótrúlega miklu, sérstaklega af því að núna var ég kominn í nýtt samband og ég þurfti leiðsögn; tækla hvernig ég ætti að finna nánd og öryggi í nýju sambandi eftir þetta atvik. Ég og barnsfaðir minn erum ekki lengur saman í dag en sambandið okkar hefur alltaf verið einstaklega gott og hann hefur verið mér ómetanlegur.“ Gerandinn viðurkenndi brotið „Ég hitti hann, gerandann, í eitt skipti á djamminu eftir þetta, þar sem hann var blindfullur og reyndi að nálgast mig. Hann tók utan um mig og ég man að ég kúgaðist þegar ég fann lyktina af honum. Á þessum tíma var ég ekki kominn á þann stað að ég gat „confrontað“ hann með þetta allt saman,“ segir Heiða. Heiða fékk skilaboð frá gerandanum daginn eftir þar sem hann sagðist meðal annars „skammast sín“ fyrir að hafa komið illa fram við hana og játaði að hafa brotið á henni. Hún lokaði á hann á samfélagsmiðlum og hefur ekki verið í neinum samskiptum við hann eftir þetta. „En hann veit hvað hann gerði, og ég veit að hann hefur viðurkennt þetta fyrir öðrum líka, fólki sem við þekkjum bæði. Það blundar alltaf í mér að „confronta“ hann. Mig langar að hann viti hvaða snjóboltaáhrif þetta kvöld hafði á mig og allt líf mitt. Ég vil að hann viti að ég á eftir að vera í sjálfsvinnu allt mitt líf út af þessu. En ég veit líka að hann á ekkert inni hjá mér. Hann er búinn að taka nóg frá mér.“ Heiða er ein af þeim sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu um síðastliðnu helgi og safnaði áheitum fyrir Stígamót.Aðsend Engin pressa Heiða er á góðum stað í lífinu í dag; orðin tveggja barna móðir og er að fara á þriðja árið í leikskólakennarafræði í HÍ. Hún fer ekki leynt með það að Stígamót hafi bjargað henni á sínum tíma. „Um daginn ræddi ég við stelpu sem var á leiðinni á sinn fyrsta fund hjá þeim og var frekar stressuð. Ég sagði henni það sem ég vissi, að hún myndi ráða ferðinni og að það væri enginn pressa á hana að tala. Það er það sem ég myndi segja við alla í þessum sporum; þér á alltaf eftir að líða betur eftir á, sama hvað tíminn snýst um,“ segir hún. „Það sem hjálpaði mér svo mikið á sínum tíma var að ræða við hlutlausan einstakling, þessi manneskja var ekki vinkona mína og hafði í rauninni hefur engar tilfinningar gagnvart mér, heldur hlustaði einfaldlega á mig og hjálpar mér að koma hlutunum í orð. Hér má heita á á Heiðu og styðja við starfsemi Stígamóta.
Kynferðisofbeldi Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira