Norska félagið einum leik frá að lágmarki fjórum milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 12:00 Verða þeir gulu glaðir? Patrick Berg og félagar í Bodö/Glimt geta orðið fyrsta norska liðið í sautján ár til að komast í Meistaradeildina. Getty/Kent Even Grundstad/ Það er mikið undir hjá mörgum félögum í Evrópufótboltanum í þessari viku enda kemur þá í ljós hvaða lið komast í Meistaradeildina, Evrópudeildina og Sambandsdeildina. Víkingar eru í frábærum málum í sínu einvígi í umspili Sambandsdeildarinnar en það er miklu hærri peningaupphæð undir hjá norska félaginu Bodö/Glimt. NRK segir frá. Bodö/Glimt á möguleika á því að komast í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Meistaradeildin gæti verið á leiðinni norðar en nokkurn tímann fyrr því Bodö/Glimt er með heimavöll sinn nyrst í Noregi. Liðið spilar í bænum Bodö sem er fyrir norðan heimskautsbauginn. Norska liðið vann 2-1 sigur á Rauðu Stjörnunni í fyrri leik liðanna í umspilinu en þau mætast aftur í Belgrad annað kvöld. Bodö/Glimt var líka í þessari stöðu fyrir tveimur árum. Liðið vann þá króatíska félagið Dinamo Zagreb 1-0 í fyrri leiknum en tapaði seinni leiknum í Króatíu eftir framlengingu. Þá dó draumurinn en nú er annað tækifæri. Með því að komast í Meistaradeildina þá væri Bodö/Glimt öruggt með 27,26 milljónir evra af sjónvarpspeningunum eða 4,18 milljarða íslenskra króna. Í viðbót getur liðið hækkað þessa upphæð með góðum úrslitum í Meistaradeildinni. Fyrir hvern sigur fær félagið 318 milljónir króna og hvert jafntefli gefur liðinu 106 milljónir. Þá fær liðið pening fyrir að ná ákveðnu sæti þar sem síðasta sætið gefur 42 milljónir króna. Takist Bodö/Glimt að komast í Meistaradeildina þá verður það fyrsta norska félagið til að komast þangað síðan Rosenborg var í Meistaradeildinni tímabilið 2007-08. Norski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira
Víkingar eru í frábærum málum í sínu einvígi í umspili Sambandsdeildarinnar en það er miklu hærri peningaupphæð undir hjá norska félaginu Bodö/Glimt. NRK segir frá. Bodö/Glimt á möguleika á því að komast í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Meistaradeildin gæti verið á leiðinni norðar en nokkurn tímann fyrr því Bodö/Glimt er með heimavöll sinn nyrst í Noregi. Liðið spilar í bænum Bodö sem er fyrir norðan heimskautsbauginn. Norska liðið vann 2-1 sigur á Rauðu Stjörnunni í fyrri leik liðanna í umspilinu en þau mætast aftur í Belgrad annað kvöld. Bodö/Glimt var líka í þessari stöðu fyrir tveimur árum. Liðið vann þá króatíska félagið Dinamo Zagreb 1-0 í fyrri leiknum en tapaði seinni leiknum í Króatíu eftir framlengingu. Þá dó draumurinn en nú er annað tækifæri. Með því að komast í Meistaradeildina þá væri Bodö/Glimt öruggt með 27,26 milljónir evra af sjónvarpspeningunum eða 4,18 milljarða íslenskra króna. Í viðbót getur liðið hækkað þessa upphæð með góðum úrslitum í Meistaradeildinni. Fyrir hvern sigur fær félagið 318 milljónir króna og hvert jafntefli gefur liðinu 106 milljónir. Þá fær liðið pening fyrir að ná ákveðnu sæti þar sem síðasta sætið gefur 42 milljónir króna. Takist Bodö/Glimt að komast í Meistaradeildina þá verður það fyrsta norska félagið til að komast þangað síðan Rosenborg var í Meistaradeildinni tímabilið 2007-08.
Norski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira