Kæra meintar aðdróttanir um mútuþægni til lögreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 09:48 Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. vísir Forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa sent kæru til lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur einstaklingi sem stofnunin segir hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar þar sem segir að tilefni kærunnar sé skoðanagrein sem birtist á Vísi þann 16. júlí. „Í greininni segir að starfsfólk stofnunarinnar skaki sér í skrifstofustólum svo skrjáfi í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafi stungið í vasa þeirra um leið og þeir skrifi upp á rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,” segir í tilkynningu MAST. Þar er jafnframt tekið fram að stofnunin vinni faglega að umsóknum um rekstrarleyfi til fiskeldis og veiti tilskilin leyfi ef umsóknir uppfylli skilyrði. „Forstjóri stofnunarinnar og starfsmenn sem komu að meðferð og útgáfu rekstrarleyfisins telja að með framkominni aðdróttun sé alvarlega vegið að heiðri og æru þeirra og því verði ekki komist hjá öðru en að kæra skrifin til lögreglu,” segir ennfremur í tilkynningunni. Greinin um „glyðrugang eftirlitsstofnanna“ Einstaklingurinn sem MAST hefur kært til lögreglu er ekki nafngreindur í tilkynningu stofnunarinnar. Ætla má að greinin sem um ræðir sé innsend skoðanagrein eftir Ester Hilmarsdóttur sem birtist á Vísi þann 16. júlí undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Greinina skrifar Ester í tilefni af því að Matvælastofnun hafði veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi, sem hafi verið í trássi við mat Samgöngustofu sem hafi metið sem svo að óheimilt væri að veita leyfi á hluta umrædds svæðis. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á,” segir meðal annars í grein Esterar. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ester vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum hennar þegar þau fást. Fréttin hefur verið uppfærð. Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar þar sem segir að tilefni kærunnar sé skoðanagrein sem birtist á Vísi þann 16. júlí. „Í greininni segir að starfsfólk stofnunarinnar skaki sér í skrifstofustólum svo skrjáfi í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafi stungið í vasa þeirra um leið og þeir skrifi upp á rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,” segir í tilkynningu MAST. Þar er jafnframt tekið fram að stofnunin vinni faglega að umsóknum um rekstrarleyfi til fiskeldis og veiti tilskilin leyfi ef umsóknir uppfylli skilyrði. „Forstjóri stofnunarinnar og starfsmenn sem komu að meðferð og útgáfu rekstrarleyfisins telja að með framkominni aðdróttun sé alvarlega vegið að heiðri og æru þeirra og því verði ekki komist hjá öðru en að kæra skrifin til lögreglu,” segir ennfremur í tilkynningunni. Greinin um „glyðrugang eftirlitsstofnanna“ Einstaklingurinn sem MAST hefur kært til lögreglu er ekki nafngreindur í tilkynningu stofnunarinnar. Ætla má að greinin sem um ræðir sé innsend skoðanagrein eftir Ester Hilmarsdóttur sem birtist á Vísi þann 16. júlí undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Greinina skrifar Ester í tilefni af því að Matvælastofnun hafði veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi, sem hafi verið í trássi við mat Samgöngustofu sem hafi metið sem svo að óheimilt væri að veita leyfi á hluta umrædds svæðis. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á,” segir meðal annars í grein Esterar. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ester vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum hennar þegar þau fást. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira