Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 10:51 Ferðin var ekki betur skipulögð en svo að talið var í tæpan sólarhring að tveir ferðamenn væru ófundnir undir ísfarginu. Í ljós kom að talning ferðaskrifstofunnar stóðst ekki. Vísir/vilhelm Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. Scott Stevens er búsettur í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann lýsir því í viðtali við CNN hvernig aðeins hafi munað nokkrum mínútum að hann og tíu ára dóttir hans hefðu orðið undir ísveggnum. Stevens var að taka myndir af dóttur sinni inni í hellinum. Hann segist hafa velt því fyrir sér að skipta um linsu á myndavélinni sem hefði þýtt nokkrar mínútur í viðbót á hættulegum stað. Vildi ekki tefja fyrir öðrum „Ég var meðvitaður um annan hóp fyrir aftan mig og ég vildi ekki tefja fyrir öllum hinum, því við vorum eiginlega í einfaldri röð,“ segir Stevens sem var meðal ferðamanna í hópnum á undan þeim sem landar hans sem urðu fyrir ísveggnum tilheyrðu. „Mér fannst það vera frekar dónalegt að neyða alla til að standa kyrr á meðan ég skipti um linsu. Þannig að ég hætti við það og svo gengum við út úr hellinum,“ segir Stevens. Um mínútu eftir að þau voru komin út úr hellinum heyrði þau háan hvell. Ísinn hafði fallið. „Mér leið eins og ef við hefðum farið í að skipta um linsu þá væri ég hundrað prósent dáin. Við værum dáin. Við stóðum nákvæmlega á þessum stað,“ segir Wylde Stevens, tíu ára dóttirin, við CNN. „Ég reyni að... ég vil ekki hugsa til þess.“ Einn látinn Bandarískur karlmaður sem varð fyrir ísveggnum var úrskurðaður látinn á vettvangi. Kona hans var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Um var að ræða blandaðan hóp ferðamanna sem höfðu bókað sig í ferðina sem var á vegum Ice Pic Journeys sem starfar fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. „Hún var mjög áhyggjufull að ég hefði dáið við að taka af henni mynd. Okkur líður eins og þetta hefðu auðveldlega getað verið við,“ segir Scott Stevens. „Ég var að hugsa um þennan óheppna mann. Hann var bara þarna í fríinu sínu og reiknaði vafalaust með að fljúga til síns heima þennan dag eða næstu daga. En, hann er ekki á leiðinni heim.“ Tveir hópar í beit Scott Stevens lýsir því að um hafi verið að ræða tvo sjálfstæða hópa. Hann hafi verið í þeim fyrri en hinn látni og kona hans í þeim síðari. Hóparnir höfðu komið saman á svæðið í rútu en verið skipt í tvennt. Hvor hópur hafi verið með sinn leiðsögumann. Hann hafi einmitt verið að ræða við sinn leiðsögumann þegar hvellurinn heyrðist. „Hann horfði á mig. Ég horfði á hann. Við vorum báðir með svip sem sagði „þetta er ekki gott“,“ segir Stevens. Þeir hafi hlaupið þangað sem ísinn féll og séð konu sem var kvalin. „Ég horfði á konuna með mínum eigin augum. Ég veit að hún var kvalin,“ segir Stevens. Leiðsögumennirnir auk læknis sem var meðal ferðamanna hugðu að henni. Stevens segir leiðsögumann sinn hafa verið í áfalli. „Hann var með tárin í augunum. Hann kom aftur. Það voru blóðblettir á honum. Ég held þeir hafi verið frá herramanninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var í jafnmiklu uppnámi. Ótrúlegur uppnámi, báðir tveir,“ segir Stevens. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Scott Stevens er búsettur í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann lýsir því í viðtali við CNN hvernig aðeins hafi munað nokkrum mínútum að hann og tíu ára dóttir hans hefðu orðið undir ísveggnum. Stevens var að taka myndir af dóttur sinni inni í hellinum. Hann segist hafa velt því fyrir sér að skipta um linsu á myndavélinni sem hefði þýtt nokkrar mínútur í viðbót á hættulegum stað. Vildi ekki tefja fyrir öðrum „Ég var meðvitaður um annan hóp fyrir aftan mig og ég vildi ekki tefja fyrir öllum hinum, því við vorum eiginlega í einfaldri röð,“ segir Stevens sem var meðal ferðamanna í hópnum á undan þeim sem landar hans sem urðu fyrir ísveggnum tilheyrðu. „Mér fannst það vera frekar dónalegt að neyða alla til að standa kyrr á meðan ég skipti um linsu. Þannig að ég hætti við það og svo gengum við út úr hellinum,“ segir Stevens. Um mínútu eftir að þau voru komin út úr hellinum heyrði þau háan hvell. Ísinn hafði fallið. „Mér leið eins og ef við hefðum farið í að skipta um linsu þá væri ég hundrað prósent dáin. Við værum dáin. Við stóðum nákvæmlega á þessum stað,“ segir Wylde Stevens, tíu ára dóttirin, við CNN. „Ég reyni að... ég vil ekki hugsa til þess.“ Einn látinn Bandarískur karlmaður sem varð fyrir ísveggnum var úrskurðaður látinn á vettvangi. Kona hans var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Um var að ræða blandaðan hóp ferðamanna sem höfðu bókað sig í ferðina sem var á vegum Ice Pic Journeys sem starfar fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. „Hún var mjög áhyggjufull að ég hefði dáið við að taka af henni mynd. Okkur líður eins og þetta hefðu auðveldlega getað verið við,“ segir Scott Stevens. „Ég var að hugsa um þennan óheppna mann. Hann var bara þarna í fríinu sínu og reiknaði vafalaust með að fljúga til síns heima þennan dag eða næstu daga. En, hann er ekki á leiðinni heim.“ Tveir hópar í beit Scott Stevens lýsir því að um hafi verið að ræða tvo sjálfstæða hópa. Hann hafi verið í þeim fyrri en hinn látni og kona hans í þeim síðari. Hóparnir höfðu komið saman á svæðið í rútu en verið skipt í tvennt. Hvor hópur hafi verið með sinn leiðsögumann. Hann hafi einmitt verið að ræða við sinn leiðsögumann þegar hvellurinn heyrðist. „Hann horfði á mig. Ég horfði á hann. Við vorum báðir með svip sem sagði „þetta er ekki gott“,“ segir Stevens. Þeir hafi hlaupið þangað sem ísinn féll og séð konu sem var kvalin. „Ég horfði á konuna með mínum eigin augum. Ég veit að hún var kvalin,“ segir Stevens. Leiðsögumennirnir auk læknis sem var meðal ferðamanna hugðu að henni. Stevens segir leiðsögumann sinn hafa verið í áfalli. „Hann var með tárin í augunum. Hann kom aftur. Það voru blóðblettir á honum. Ég held þeir hafi verið frá herramanninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var í jafnmiklu uppnámi. Ótrúlegur uppnámi, báðir tveir,“ segir Stevens.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira