Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2024 20:06 Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum að hræra í pottinum í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. Fjölmenni mætti á bæinn Stóru Mörk III til að þiggja kjötsúpu og reyndar gúllassúpu líka hjá bændunum á bænum í gærkvöldi, en þau hlutu íslenska landbúnaðarverðlaun í ár, enda búið á Stóru Mörk einstaklega glæsilegt og kýrnar þar mjólka vel og nautin gefa mikið af kjöti af sér. „Það er nóg af kjöti í súpunni, svo sannarlega, allt frá „Beint frá býli”, lamb og naut. Þetta er kjöt frá okkur, þetta er allt frá okkur nema hvítlaukurinn og laukurinn,” segir Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III. Og það verður mikið um að vera á Hvolsvelli og nágrenni um helgina því þá fer fram Kjötsúpuhátíð. Þetta verður til dæmis á föstudaginn. „Þá ætla fyrirtæki á svæðinu að bjóða upp á drykk og mat, grillkynningar og vínsmökkun og það verður sumarkjólahlaup. Svo á laugardeginum verður aðaldagskráin okkar en þá verður fjölskylduskemmtun og verðlaunaafhendingar og ýmislegt fleira. Það eru allir velkomnir, allt frítt og um kvöldið verður ball hjá okkur með Stuðlabandinu,” segir Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, sem býður alla velkomna á Kjötsúpuhátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigmundur segir að það verði örugglega einhverjir þúsundir lítra af kjötsúpu sem heimamenn og gestir munu njóta á Kjötsúpuhátíðinni en sérstakt kjötsúpurölt verður á föstudagskvöldið. Af hverju heitir þetta Kjötsúpuhátíð ? „Við erum náttúrulega hér í landbúnaðarhéraðinu og fögnum kjötsúpunni svona á hausti og til ná inn smá orku fyrir veturinn,” segir Sigmundur. Tveir ánægðir með kjötsúpuna í gærkvöldi, Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka í Landeyjum (til vinstri) og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, ásamt syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heyskapur gekk vel á Stóru Mörk í sumar enda þriðja slætti ný lokið. En hvað urðu heyrúllurnar margar? „Ég held að þetta hafi farið í eitt þúsund og átta hundruð rúllur,” segir Eyvindur Ágústsson, bóndi á Stóru Mörk III sposkur á svip. Fjölmargir mættu í súpuna á Stóru Mörk III.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Fjölmenni mætti á bæinn Stóru Mörk III til að þiggja kjötsúpu og reyndar gúllassúpu líka hjá bændunum á bænum í gærkvöldi, en þau hlutu íslenska landbúnaðarverðlaun í ár, enda búið á Stóru Mörk einstaklega glæsilegt og kýrnar þar mjólka vel og nautin gefa mikið af kjöti af sér. „Það er nóg af kjöti í súpunni, svo sannarlega, allt frá „Beint frá býli”, lamb og naut. Þetta er kjöt frá okkur, þetta er allt frá okkur nema hvítlaukurinn og laukurinn,” segir Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III. Og það verður mikið um að vera á Hvolsvelli og nágrenni um helgina því þá fer fram Kjötsúpuhátíð. Þetta verður til dæmis á föstudaginn. „Þá ætla fyrirtæki á svæðinu að bjóða upp á drykk og mat, grillkynningar og vínsmökkun og það verður sumarkjólahlaup. Svo á laugardeginum verður aðaldagskráin okkar en þá verður fjölskylduskemmtun og verðlaunaafhendingar og ýmislegt fleira. Það eru allir velkomnir, allt frítt og um kvöldið verður ball hjá okkur með Stuðlabandinu,” segir Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, sem býður alla velkomna á Kjötsúpuhátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigmundur segir að það verði örugglega einhverjir þúsundir lítra af kjötsúpu sem heimamenn og gestir munu njóta á Kjötsúpuhátíðinni en sérstakt kjötsúpurölt verður á föstudagskvöldið. Af hverju heitir þetta Kjötsúpuhátíð ? „Við erum náttúrulega hér í landbúnaðarhéraðinu og fögnum kjötsúpunni svona á hausti og til ná inn smá orku fyrir veturinn,” segir Sigmundur. Tveir ánægðir með kjötsúpuna í gærkvöldi, Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka í Landeyjum (til vinstri) og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, ásamt syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heyskapur gekk vel á Stóru Mörk í sumar enda þriðja slætti ný lokið. En hvað urðu heyrúllurnar margar? „Ég held að þetta hafi farið í eitt þúsund og átta hundruð rúllur,” segir Eyvindur Ágústsson, bóndi á Stóru Mörk III sposkur á svip. Fjölmargir mættu í súpuna á Stóru Mörk III.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar
Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira