Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2024 20:06 Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum að hræra í pottinum í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. Fjölmenni mætti á bæinn Stóru Mörk III til að þiggja kjötsúpu og reyndar gúllassúpu líka hjá bændunum á bænum í gærkvöldi, en þau hlutu íslenska landbúnaðarverðlaun í ár, enda búið á Stóru Mörk einstaklega glæsilegt og kýrnar þar mjólka vel og nautin gefa mikið af kjöti af sér. „Það er nóg af kjöti í súpunni, svo sannarlega, allt frá „Beint frá býli”, lamb og naut. Þetta er kjöt frá okkur, þetta er allt frá okkur nema hvítlaukurinn og laukurinn,” segir Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III. Og það verður mikið um að vera á Hvolsvelli og nágrenni um helgina því þá fer fram Kjötsúpuhátíð. Þetta verður til dæmis á föstudaginn. „Þá ætla fyrirtæki á svæðinu að bjóða upp á drykk og mat, grillkynningar og vínsmökkun og það verður sumarkjólahlaup. Svo á laugardeginum verður aðaldagskráin okkar en þá verður fjölskylduskemmtun og verðlaunaafhendingar og ýmislegt fleira. Það eru allir velkomnir, allt frítt og um kvöldið verður ball hjá okkur með Stuðlabandinu,” segir Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, sem býður alla velkomna á Kjötsúpuhátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigmundur segir að það verði örugglega einhverjir þúsundir lítra af kjötsúpu sem heimamenn og gestir munu njóta á Kjötsúpuhátíðinni en sérstakt kjötsúpurölt verður á föstudagskvöldið. Af hverju heitir þetta Kjötsúpuhátíð ? „Við erum náttúrulega hér í landbúnaðarhéraðinu og fögnum kjötsúpunni svona á hausti og til ná inn smá orku fyrir veturinn,” segir Sigmundur. Tveir ánægðir með kjötsúpuna í gærkvöldi, Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka í Landeyjum (til vinstri) og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, ásamt syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heyskapur gekk vel á Stóru Mörk í sumar enda þriðja slætti ný lokið. En hvað urðu heyrúllurnar margar? „Ég held að þetta hafi farið í eitt þúsund og átta hundruð rúllur,” segir Eyvindur Ágústsson, bóndi á Stóru Mörk III sposkur á svip. Fjölmargir mættu í súpuna á Stóru Mörk III.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Fjölmenni mætti á bæinn Stóru Mörk III til að þiggja kjötsúpu og reyndar gúllassúpu líka hjá bændunum á bænum í gærkvöldi, en þau hlutu íslenska landbúnaðarverðlaun í ár, enda búið á Stóru Mörk einstaklega glæsilegt og kýrnar þar mjólka vel og nautin gefa mikið af kjöti af sér. „Það er nóg af kjöti í súpunni, svo sannarlega, allt frá „Beint frá býli”, lamb og naut. Þetta er kjöt frá okkur, þetta er allt frá okkur nema hvítlaukurinn og laukurinn,” segir Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III. Og það verður mikið um að vera á Hvolsvelli og nágrenni um helgina því þá fer fram Kjötsúpuhátíð. Þetta verður til dæmis á föstudaginn. „Þá ætla fyrirtæki á svæðinu að bjóða upp á drykk og mat, grillkynningar og vínsmökkun og það verður sumarkjólahlaup. Svo á laugardeginum verður aðaldagskráin okkar en þá verður fjölskylduskemmtun og verðlaunaafhendingar og ýmislegt fleira. Það eru allir velkomnir, allt frítt og um kvöldið verður ball hjá okkur með Stuðlabandinu,” segir Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, sem býður alla velkomna á Kjötsúpuhátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigmundur segir að það verði örugglega einhverjir þúsundir lítra af kjötsúpu sem heimamenn og gestir munu njóta á Kjötsúpuhátíðinni en sérstakt kjötsúpurölt verður á föstudagskvöldið. Af hverju heitir þetta Kjötsúpuhátíð ? „Við erum náttúrulega hér í landbúnaðarhéraðinu og fögnum kjötsúpunni svona á hausti og til ná inn smá orku fyrir veturinn,” segir Sigmundur. Tveir ánægðir með kjötsúpuna í gærkvöldi, Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka í Landeyjum (til vinstri) og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, ásamt syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heyskapur gekk vel á Stóru Mörk í sumar enda þriðja slætti ný lokið. En hvað urðu heyrúllurnar margar? „Ég held að þetta hafi farið í eitt þúsund og átta hundruð rúllur,” segir Eyvindur Ágústsson, bóndi á Stóru Mörk III sposkur á svip. Fjölmargir mættu í súpuna á Stóru Mörk III.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar
Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira