Grunnskólarnir okkar allra Sindri Kristjánsson skrifar 29. ágúst 2024 07:01 Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. En þessi börn, og þá sérstaklega börn á grunnskólaaldri, eru að halda sína leið inn í skólakerfi sem talsverður styr stendur um. Samræmdar, alþjóðlegar mælingar sýna stöðu barnanna okkar á hraðri niðurleið og ekki var úr háum söðli að falla til að byrja með. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um stöðuna, sumir hafa ákveðið að gera sér meiri mat úr umfjöllunarefninu en aðrir, og sagan sem okkur er sögð er að íslenskir grunnskólar séu um það bil að fara fram af bjargbrúninni. Eins og hjá þorra landsmanna takmarkast þekking mín og reynsla af íslensku skólakerfi að langmestu leyti við mína eigin skólagöngu. Síðan hafa bæst við nokkur ár sem foreldri nemanda í þessu kerfi. Ég er því meðvitaður um að ég hef afskaplega lítið vit á því hvernig best er að því staðið að mennta börn, hvernig skólastarf á að fara fram, hvað er æskilegt og best í lestrarkennslu, hvort samræmd og stöðluð próf eigi að vera allsherjarmælikvarði á gæði náms o.s.frv. Þetta mættu fleiri í minni stöðu vera meðvitaðir um þegar stöðu skólanna og menntunar í landinu ber á góma. En það sem ég þó veit og hef upplifað á eigin skinni, bæði sem nemandi og foreldri, er að í skólunum okkar starfar afskaplega hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Skólastjórnendur, kennarar, stuðningsfulltrúar, ritarar, kokkar og matráðar og svo mætti lengi telja. Upp til hópa er þetta allt fólk sem brennur fyrir hag og velferð barnanna okkar og vill ekkert frekar sjá en að þau nái árangri í leik og starfi. Þetta er fólk sem starfar við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Þetta er fólkið sem á einhvern óskiljanlegan hátt hélt skólunum okkar að langmestu leyti opnum í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta er fólkið sem tekur á móti börnunum okkar hér um bil hvern virkan dag níu mánuði á ári, sama hvernig viðrar og hvað á bjátar, hvort sem það er hjá þeim eða okkur. Mér finnst því tími til kominn að við foreldrar og forráðamenn leggjum enn meira af mörkum til að styðja við starf skólanna þess fólks sem þar starfar. Og það er talsvert sem við getum gert. Mér efst í huga þátttaka foreldra og forráðamanna í sjálfu skólastarfinu. Tökum þátt í þessu. Bjóðum okkur fram í stjórn foreldrafélagsins, verum virkir bekkjarfulltrúar eða virk í foreldrasamstarfinu. Mætum að viðburði sem skólinn skipuleggur fyrir aðstandendur, fræðslur og fyrirlestra. Hjálpumst öll að við fjáraflanir þegar þannig ber undir. Löbbum með börnunum okkar í skólann og bjóðum skólaliðum sem taka á móti þeim góðan daginn. Umfram allt – verum til staðar fyrir bæði börnin okkar og skólana. Leggjum okkar af mörkum til að gera íslenska skóla enn betri mennta- og uppeldistofnanir en þeir eru í dag. Og þó að stóru áskoranir íslenska skólakerfisins verði ekki leystar með foreldrastuðningi einar og sér, þá gildir hið fornkveðna auðvitað. Margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og foreldri tveggja grunnskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. En þessi börn, og þá sérstaklega börn á grunnskólaaldri, eru að halda sína leið inn í skólakerfi sem talsverður styr stendur um. Samræmdar, alþjóðlegar mælingar sýna stöðu barnanna okkar á hraðri niðurleið og ekki var úr háum söðli að falla til að byrja með. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um stöðuna, sumir hafa ákveðið að gera sér meiri mat úr umfjöllunarefninu en aðrir, og sagan sem okkur er sögð er að íslenskir grunnskólar séu um það bil að fara fram af bjargbrúninni. Eins og hjá þorra landsmanna takmarkast þekking mín og reynsla af íslensku skólakerfi að langmestu leyti við mína eigin skólagöngu. Síðan hafa bæst við nokkur ár sem foreldri nemanda í þessu kerfi. Ég er því meðvitaður um að ég hef afskaplega lítið vit á því hvernig best er að því staðið að mennta börn, hvernig skólastarf á að fara fram, hvað er æskilegt og best í lestrarkennslu, hvort samræmd og stöðluð próf eigi að vera allsherjarmælikvarði á gæði náms o.s.frv. Þetta mættu fleiri í minni stöðu vera meðvitaðir um þegar stöðu skólanna og menntunar í landinu ber á góma. En það sem ég þó veit og hef upplifað á eigin skinni, bæði sem nemandi og foreldri, er að í skólunum okkar starfar afskaplega hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Skólastjórnendur, kennarar, stuðningsfulltrúar, ritarar, kokkar og matráðar og svo mætti lengi telja. Upp til hópa er þetta allt fólk sem brennur fyrir hag og velferð barnanna okkar og vill ekkert frekar sjá en að þau nái árangri í leik og starfi. Þetta er fólk sem starfar við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Þetta er fólkið sem á einhvern óskiljanlegan hátt hélt skólunum okkar að langmestu leyti opnum í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta er fólkið sem tekur á móti börnunum okkar hér um bil hvern virkan dag níu mánuði á ári, sama hvernig viðrar og hvað á bjátar, hvort sem það er hjá þeim eða okkur. Mér finnst því tími til kominn að við foreldrar og forráðamenn leggjum enn meira af mörkum til að styðja við starf skólanna þess fólks sem þar starfar. Og það er talsvert sem við getum gert. Mér efst í huga þátttaka foreldra og forráðamanna í sjálfu skólastarfinu. Tökum þátt í þessu. Bjóðum okkur fram í stjórn foreldrafélagsins, verum virkir bekkjarfulltrúar eða virk í foreldrasamstarfinu. Mætum að viðburði sem skólinn skipuleggur fyrir aðstandendur, fræðslur og fyrirlestra. Hjálpumst öll að við fjáraflanir þegar þannig ber undir. Löbbum með börnunum okkar í skólann og bjóðum skólaliðum sem taka á móti þeim góðan daginn. Umfram allt – verum til staðar fyrir bæði börnin okkar og skólana. Leggjum okkar af mörkum til að gera íslenska skóla enn betri mennta- og uppeldistofnanir en þeir eru í dag. Og þó að stóru áskoranir íslenska skólakerfisins verði ekki leystar með foreldrastuðningi einar og sér, þá gildir hið fornkveðna auðvitað. Margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og foreldri tveggja grunnskólabarna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun