Grunnskólarnir okkar allra Sindri Kristjánsson skrifar 29. ágúst 2024 07:01 Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. En þessi börn, og þá sérstaklega börn á grunnskólaaldri, eru að halda sína leið inn í skólakerfi sem talsverður styr stendur um. Samræmdar, alþjóðlegar mælingar sýna stöðu barnanna okkar á hraðri niðurleið og ekki var úr háum söðli að falla til að byrja með. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um stöðuna, sumir hafa ákveðið að gera sér meiri mat úr umfjöllunarefninu en aðrir, og sagan sem okkur er sögð er að íslenskir grunnskólar séu um það bil að fara fram af bjargbrúninni. Eins og hjá þorra landsmanna takmarkast þekking mín og reynsla af íslensku skólakerfi að langmestu leyti við mína eigin skólagöngu. Síðan hafa bæst við nokkur ár sem foreldri nemanda í þessu kerfi. Ég er því meðvitaður um að ég hef afskaplega lítið vit á því hvernig best er að því staðið að mennta börn, hvernig skólastarf á að fara fram, hvað er æskilegt og best í lestrarkennslu, hvort samræmd og stöðluð próf eigi að vera allsherjarmælikvarði á gæði náms o.s.frv. Þetta mættu fleiri í minni stöðu vera meðvitaðir um þegar stöðu skólanna og menntunar í landinu ber á góma. En það sem ég þó veit og hef upplifað á eigin skinni, bæði sem nemandi og foreldri, er að í skólunum okkar starfar afskaplega hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Skólastjórnendur, kennarar, stuðningsfulltrúar, ritarar, kokkar og matráðar og svo mætti lengi telja. Upp til hópa er þetta allt fólk sem brennur fyrir hag og velferð barnanna okkar og vill ekkert frekar sjá en að þau nái árangri í leik og starfi. Þetta er fólk sem starfar við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Þetta er fólkið sem á einhvern óskiljanlegan hátt hélt skólunum okkar að langmestu leyti opnum í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta er fólkið sem tekur á móti börnunum okkar hér um bil hvern virkan dag níu mánuði á ári, sama hvernig viðrar og hvað á bjátar, hvort sem það er hjá þeim eða okkur. Mér finnst því tími til kominn að við foreldrar og forráðamenn leggjum enn meira af mörkum til að styðja við starf skólanna þess fólks sem þar starfar. Og það er talsvert sem við getum gert. Mér efst í huga þátttaka foreldra og forráðamanna í sjálfu skólastarfinu. Tökum þátt í þessu. Bjóðum okkur fram í stjórn foreldrafélagsins, verum virkir bekkjarfulltrúar eða virk í foreldrasamstarfinu. Mætum að viðburði sem skólinn skipuleggur fyrir aðstandendur, fræðslur og fyrirlestra. Hjálpumst öll að við fjáraflanir þegar þannig ber undir. Löbbum með börnunum okkar í skólann og bjóðum skólaliðum sem taka á móti þeim góðan daginn. Umfram allt – verum til staðar fyrir bæði börnin okkar og skólana. Leggjum okkar af mörkum til að gera íslenska skóla enn betri mennta- og uppeldistofnanir en þeir eru í dag. Og þó að stóru áskoranir íslenska skólakerfisins verði ekki leystar með foreldrastuðningi einar og sér, þá gildir hið fornkveðna auðvitað. Margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og foreldri tveggja grunnskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. En þessi börn, og þá sérstaklega börn á grunnskólaaldri, eru að halda sína leið inn í skólakerfi sem talsverður styr stendur um. Samræmdar, alþjóðlegar mælingar sýna stöðu barnanna okkar á hraðri niðurleið og ekki var úr háum söðli að falla til að byrja með. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um stöðuna, sumir hafa ákveðið að gera sér meiri mat úr umfjöllunarefninu en aðrir, og sagan sem okkur er sögð er að íslenskir grunnskólar séu um það bil að fara fram af bjargbrúninni. Eins og hjá þorra landsmanna takmarkast þekking mín og reynsla af íslensku skólakerfi að langmestu leyti við mína eigin skólagöngu. Síðan hafa bæst við nokkur ár sem foreldri nemanda í þessu kerfi. Ég er því meðvitaður um að ég hef afskaplega lítið vit á því hvernig best er að því staðið að mennta börn, hvernig skólastarf á að fara fram, hvað er æskilegt og best í lestrarkennslu, hvort samræmd og stöðluð próf eigi að vera allsherjarmælikvarði á gæði náms o.s.frv. Þetta mættu fleiri í minni stöðu vera meðvitaðir um þegar stöðu skólanna og menntunar í landinu ber á góma. En það sem ég þó veit og hef upplifað á eigin skinni, bæði sem nemandi og foreldri, er að í skólunum okkar starfar afskaplega hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Skólastjórnendur, kennarar, stuðningsfulltrúar, ritarar, kokkar og matráðar og svo mætti lengi telja. Upp til hópa er þetta allt fólk sem brennur fyrir hag og velferð barnanna okkar og vill ekkert frekar sjá en að þau nái árangri í leik og starfi. Þetta er fólk sem starfar við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Þetta er fólkið sem á einhvern óskiljanlegan hátt hélt skólunum okkar að langmestu leyti opnum í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta er fólkið sem tekur á móti börnunum okkar hér um bil hvern virkan dag níu mánuði á ári, sama hvernig viðrar og hvað á bjátar, hvort sem það er hjá þeim eða okkur. Mér finnst því tími til kominn að við foreldrar og forráðamenn leggjum enn meira af mörkum til að styðja við starf skólanna þess fólks sem þar starfar. Og það er talsvert sem við getum gert. Mér efst í huga þátttaka foreldra og forráðamanna í sjálfu skólastarfinu. Tökum þátt í þessu. Bjóðum okkur fram í stjórn foreldrafélagsins, verum virkir bekkjarfulltrúar eða virk í foreldrasamstarfinu. Mætum að viðburði sem skólinn skipuleggur fyrir aðstandendur, fræðslur og fyrirlestra. Hjálpumst öll að við fjáraflanir þegar þannig ber undir. Löbbum með börnunum okkar í skólann og bjóðum skólaliðum sem taka á móti þeim góðan daginn. Umfram allt – verum til staðar fyrir bæði börnin okkar og skólana. Leggjum okkar af mörkum til að gera íslenska skóla enn betri mennta- og uppeldistofnanir en þeir eru í dag. Og þó að stóru áskoranir íslenska skólakerfisins verði ekki leystar með foreldrastuðningi einar og sér, þá gildir hið fornkveðna auðvitað. Margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og foreldri tveggja grunnskólabarna.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun