Hákon var að vanda í byrjunarliði Lille í kvöld. Liðið tapaði 2-1 en hafði unnið fyrri leikinn heima í Frakklandi, 2-0, og komst því áfram með 3-2 sigri.
Lille verður því með á morgun þegar dregið verður í nýju aðalkeppni Meistaradeildarinnar, og Hákon fær þá að vita hvaða átta liðum hann gæti spilað á móti.
Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland verða hins vegar að gera sér að góðu að spila í Evrópudeildinni eftir grátlega niðurstöðu í Bratislava í kvöld.
Þeir voru 2-1 yfir í leiknum þegar tíu mínútur voru eftir, og þar með 3-2 yfir í einvíginu, en Slovan Bratislava skoraði tvö mörk á lokakaflanum og vann einvígið 4-3.