Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 10:05 Ingunn var þungt haldin eftir árásina og þurfti að gangast undir nokkrar aðgerðir. Þá hefur hún glímt við andlegar afleiðingar. Ingunn Björnsdóttir Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. Randa sagði ljóst að maðurinn væri stórhættulegur. Saksóknarinn fór fram á fimm ára dóm að lágmarki en ef dómarinn fellst á kröfuna verður maðurinn ekki látinn laus nema að undangengnu mati. Um er að ræða svokallaða „öryggisvistun“, þar sem menn fá ekki að ganga lausir nema talið sé að samfélaginu stafi ekki lengur hætta af þeim. Maðurinn réðst á Ingunni og kollega hennar á fundi þar sem til umræðu var annað fall hans á prófi. Sagðist hann við réttarhöldinn hafa verið afar ósáttur við Ingunni og fundist hún tala niður til sín. Hann segist ekki iðrast gjörða sinna. Randa sagði við lok réttarhaldanna að árásin gæti aðeins flokkast sem tilraun til manndráps, þrátt fyrir að maðurinn hefði haldið því fram að hann hefði ekki haft í hyggju að myrða Ingunni. Hann skar Ingunni bæði á háls og stakk hana í kviðinn. Þá hélt hann áfram að veita henni áverka eftir að hún hafði dottið í gólfið en stungusárin eru sögð hafa verið á bilinu fimmtán til tuttugu. Randa sagði ljóst að maður sem gæti misst stjórn á skapi sínu með þessum afleiðingum mætti ekki ganga laus. Þá vísaði hann til afstöðu mannsins; að sú þjáning sem hann hefði valdið væri engu meiri en sú þjáning sem Ingunn hefði valdið honum. Saksóknarinn sagði enn fremur ljóst að maðurinn vildi ekki viðurkenna að hann ætti við vandamál að stríða, sem gerði það erfitt að veita honum meðferð. Ástæða væri til að óttast hvað hann myndi gera næst þegar hann lenti í erfiðum aðstæðum. Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Randa sagði ljóst að maðurinn væri stórhættulegur. Saksóknarinn fór fram á fimm ára dóm að lágmarki en ef dómarinn fellst á kröfuna verður maðurinn ekki látinn laus nema að undangengnu mati. Um er að ræða svokallaða „öryggisvistun“, þar sem menn fá ekki að ganga lausir nema talið sé að samfélaginu stafi ekki lengur hætta af þeim. Maðurinn réðst á Ingunni og kollega hennar á fundi þar sem til umræðu var annað fall hans á prófi. Sagðist hann við réttarhöldinn hafa verið afar ósáttur við Ingunni og fundist hún tala niður til sín. Hann segist ekki iðrast gjörða sinna. Randa sagði við lok réttarhaldanna að árásin gæti aðeins flokkast sem tilraun til manndráps, þrátt fyrir að maðurinn hefði haldið því fram að hann hefði ekki haft í hyggju að myrða Ingunni. Hann skar Ingunni bæði á háls og stakk hana í kviðinn. Þá hélt hann áfram að veita henni áverka eftir að hún hafði dottið í gólfið en stungusárin eru sögð hafa verið á bilinu fimmtán til tuttugu. Randa sagði ljóst að maður sem gæti misst stjórn á skapi sínu með þessum afleiðingum mætti ekki ganga laus. Þá vísaði hann til afstöðu mannsins; að sú þjáning sem hann hefði valdið væri engu meiri en sú þjáning sem Ingunn hefði valdið honum. Saksóknarinn sagði enn fremur ljóst að maðurinn vildi ekki viðurkenna að hann ætti við vandamál að stríða, sem gerði það erfitt að veita honum meðferð. Ástæða væri til að óttast hvað hann myndi gera næst þegar hann lenti í erfiðum aðstæðum.
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira