Arnar gefur engan slaka: „Það er bara ekki í boði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2024 12:01 Arnar Gunnlaugsson segir fara vel um menn í Andorra. vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hugsar ekkert um leik helgarinnar við Val þegar kemur að liðsvali fyrir Evrópuleik kvöldsins við Santa Coloma í Andorra. Víkingar leiða einvígið 5-0. Víkingar njóta sín vel í fjallaloftinu á Pýreneafjallskaganum. Þeir höfðu rými til að mæta fyrr út en venjulega og nýttu sér það, ekki síst til að venjast þynnra lofti en menn eru vanir í flatlendi Reykjavíkur. „Þetta er bara mjög gott. Við tókum aðeins öðruvísi ferð en áður. Við flugum til Barcelona á mánudeginum og gistum þar eina nótt og vorum komnir snemma til Andorra. Einmitt bara út af aðeins öðruvísi aðstæðum, að menn þyrftu að venjast því að vera svona hátt uppi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadeild Vísis. „Við höfum náð tveimur æfingum líka, við höfum venjulega bara náð einni æfingu fyrir þessa leiki erlendis. Við erum búnir að leggja aðeins meira í þessa ferð enda kannski aðeins meira undir,“ bætir hann við. Fríið kærkomið Það hafi komið sér vel að fá frí um helgina. Víkingur átti að mæta KR í Bestu deild karla en þeim leik frestað vegna mikilvægis Evrópueinvígisins. Víkingar eru nú aðeins leik kvöldsins frá sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. „Það var mjög gott. Við náðum fínni æfingu heima á sunnudeginum og gefur mönnum aðeins tækifæri til að hlaða batteríin fyrir þessa næstu lotu. Það núna náttúrulega Valsleikur á sunnudaginn en eftir það kemur fín hvíld í landsleikjahléinu. Við erum að hugsa þetta í ákveðnum lotum þessa stundina,“ segir Arnar. Ætlar ekki að hvíla menn Aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deild karla fyrir skiptingu deildarkeppninnar í tvennt. Víkingur á að vísu þrjá leiki eftir vegna áðurnefndrar frestunar KR-leiksins, og baráttan er hörð við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar. Víkingur á stórleik við Val á mánudaginn kemur en Arnar segir þann leik ekki vera í hans huga við liðsvalið í kvöld. „Nei. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld. Það eru auðvitað einhverjar 99,9 prósent líkur á að við séum komnir áfram. En þetta skiptir miklu máli upp á seeding, stigasöfnun og þess háttar í Evrópukeppninni til að tryggja okkur betri stað á næsta ári, vonandi,“ segir Arnar. „Líka bara til að halda skriðþunganum gangandi. Þú vilt ekki fara inn í Valsleikinn með súrt bragð í munni hafandi sýnt lélega frammistöðu og þess háttar. Það er líka bara mikilvægt hvernig leikmenn og starfslið koma fram fyrir hönd klúbbsins. Við höfum sett ákveðin staðal síðustu fimm ár sem við viljum halda í,“ bætir Arnar við. Hálfkák ekki í boði Menn mæta sem sagt ekki til leiks hugsandi um að halda fengnum hlut? Verandi 5-0 yfir í einvíginu. „Ég man ekki alveg hvort maður hefur verið í þessari stöðu áður sem leikmaður. En auðvitað ferðu kannski ekki af sama krafti í tæklingar og ferð mögulega í aðgerðir með einhverju hálfkáki. En það er bara ekki í boði í kvöld,“ „Við verðum að stíga á bensíngjöfina. Ég hef talað oft um það að útileikir eru bara allt annað dæmi. Þeir eru 5-0 undir og munu reyna að ná marki á fyrsta korterinu, vera aggressívir. Við þurfum að jafnast á við það og vera klókir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Arnar. Leikur Santa Coloma og Víkings hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson mun hita upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingum frá klukkan 17:30. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Víkingar njóta sín vel í fjallaloftinu á Pýreneafjallskaganum. Þeir höfðu rými til að mæta fyrr út en venjulega og nýttu sér það, ekki síst til að venjast þynnra lofti en menn eru vanir í flatlendi Reykjavíkur. „Þetta er bara mjög gott. Við tókum aðeins öðruvísi ferð en áður. Við flugum til Barcelona á mánudeginum og gistum þar eina nótt og vorum komnir snemma til Andorra. Einmitt bara út af aðeins öðruvísi aðstæðum, að menn þyrftu að venjast því að vera svona hátt uppi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadeild Vísis. „Við höfum náð tveimur æfingum líka, við höfum venjulega bara náð einni æfingu fyrir þessa leiki erlendis. Við erum búnir að leggja aðeins meira í þessa ferð enda kannski aðeins meira undir,“ bætir hann við. Fríið kærkomið Það hafi komið sér vel að fá frí um helgina. Víkingur átti að mæta KR í Bestu deild karla en þeim leik frestað vegna mikilvægis Evrópueinvígisins. Víkingar eru nú aðeins leik kvöldsins frá sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. „Það var mjög gott. Við náðum fínni æfingu heima á sunnudeginum og gefur mönnum aðeins tækifæri til að hlaða batteríin fyrir þessa næstu lotu. Það núna náttúrulega Valsleikur á sunnudaginn en eftir það kemur fín hvíld í landsleikjahléinu. Við erum að hugsa þetta í ákveðnum lotum þessa stundina,“ segir Arnar. Ætlar ekki að hvíla menn Aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deild karla fyrir skiptingu deildarkeppninnar í tvennt. Víkingur á að vísu þrjá leiki eftir vegna áðurnefndrar frestunar KR-leiksins, og baráttan er hörð við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar. Víkingur á stórleik við Val á mánudaginn kemur en Arnar segir þann leik ekki vera í hans huga við liðsvalið í kvöld. „Nei. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld. Það eru auðvitað einhverjar 99,9 prósent líkur á að við séum komnir áfram. En þetta skiptir miklu máli upp á seeding, stigasöfnun og þess háttar í Evrópukeppninni til að tryggja okkur betri stað á næsta ári, vonandi,“ segir Arnar. „Líka bara til að halda skriðþunganum gangandi. Þú vilt ekki fara inn í Valsleikinn með súrt bragð í munni hafandi sýnt lélega frammistöðu og þess háttar. Það er líka bara mikilvægt hvernig leikmenn og starfslið koma fram fyrir hönd klúbbsins. Við höfum sett ákveðin staðal síðustu fimm ár sem við viljum halda í,“ bætir Arnar við. Hálfkák ekki í boði Menn mæta sem sagt ekki til leiks hugsandi um að halda fengnum hlut? Verandi 5-0 yfir í einvíginu. „Ég man ekki alveg hvort maður hefur verið í þessari stöðu áður sem leikmaður. En auðvitað ferðu kannski ekki af sama krafti í tæklingar og ferð mögulega í aðgerðir með einhverju hálfkáki. En það er bara ekki í boði í kvöld,“ „Við verðum að stíga á bensíngjöfina. Ég hef talað oft um það að útileikir eru bara allt annað dæmi. Þeir eru 5-0 undir og munu reyna að ná marki á fyrsta korterinu, vera aggressívir. Við þurfum að jafnast á við það og vera klókir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Arnar. Leikur Santa Coloma og Víkings hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson mun hita upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingum frá klukkan 17:30.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira