Tíu ár síðan gaus í Holuhrauni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 15:13 Frá eldgosinu í Holuhrauni í nóvember 2014. Vísir/Egill Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns. Mikil skjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst 2014. Til að byrja með var skjálftavirknin mest innan öskjunnar í fjallinu. Síðan tók virknin að færast til norðausturs, yfir Dyngjujökul og í átt að Holuhrauni. Jafnframt mældist stöðugur skjálftaórói innan Bárðarbunguöskjunnar. Mörg hundruð skjálftar voru skráðir á hverjum sólarhring, sá stærsti 5,7 stig, en hann átti sér stað 26. ágúst. Talið er að bergkvika hafi streymt úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu og út í sprungusveim sem leiddi hana um 40 km leið að Holuhrauni. Fyrsta gosið þann 29. ágúst varð lítið hraungos sem stóð í nokkra klukkutíma en var forboði meiri tíðinda. Aðfaranótt 31. ágúst hófst öllu stærra gos sem náði hámarki á fyrsta degi en gaus kröftulega næstu vikur og mánuði. Hægja fór á gosinu í janúar 2015 og var goslokum lýst yfir þann 28. febrúar það ár. Gosið í Holuhrauni er með stærri hraungosum sem orðið hafa hérlendis á sögulegum tíma. Um mánaðamótin september-október 2014 var það farið að nálgast 50 km² að flatarmáli. Þá var það sambærilegt við Tröllahraun á Tungnáröræfum en það rann á árabilinu 1862-4 og er ættað frá goskerfi Bárðarbungu. Í fyrstu viku október náði Holuhraun Tröllahrauni að stærð og var þar með orðið mesta hraun landsins frá því Skaftáreldahraun rann. Þann 1. desember var flatarmálið komið yfir 75 km² og þann 1. febrúar 2015 var það 85 km². Í töflunni hér að neðan eru talin 12 víðáttumestu hraun sem runnið hafa frá landnámstíð og flatarmál þeirra. Þar sést að Holuhraun er í 5. sæti en er töluvert langt frá því að komast í eitt af toppsætunum. Flatarmál hrauna af vef Wikipedia þar sem fjallað er um Holuhraun.Wikipedia Meðalþykkt hraunsins er um 16 m. Þykktin er yfir 20 m á stórum svæðum og næst gígunum er hún yfir 40 metrar. Flatarmálið er 85 km² og rúmmál hraunsins þar af leiðandi 1,36 km³. Um tíma var rætt að hraunið fengi nafnið Nornahraun því í upphafi gossins bar talsvert á nornahári umhverfis gosstöðvarnar sem myndast hafði í kvikustrókunum. Örnafnanefnd og sveitarstjórn Skútustaðahrepps komst svo að þeirri niðurstöðu að nafnið Holuhraun skyldi haldast. Eldgos og jarðhræringar Tímamót Bárðarbunga Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50 Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47 Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Mikil skjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst 2014. Til að byrja með var skjálftavirknin mest innan öskjunnar í fjallinu. Síðan tók virknin að færast til norðausturs, yfir Dyngjujökul og í átt að Holuhrauni. Jafnframt mældist stöðugur skjálftaórói innan Bárðarbunguöskjunnar. Mörg hundruð skjálftar voru skráðir á hverjum sólarhring, sá stærsti 5,7 stig, en hann átti sér stað 26. ágúst. Talið er að bergkvika hafi streymt úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu og út í sprungusveim sem leiddi hana um 40 km leið að Holuhrauni. Fyrsta gosið þann 29. ágúst varð lítið hraungos sem stóð í nokkra klukkutíma en var forboði meiri tíðinda. Aðfaranótt 31. ágúst hófst öllu stærra gos sem náði hámarki á fyrsta degi en gaus kröftulega næstu vikur og mánuði. Hægja fór á gosinu í janúar 2015 og var goslokum lýst yfir þann 28. febrúar það ár. Gosið í Holuhrauni er með stærri hraungosum sem orðið hafa hérlendis á sögulegum tíma. Um mánaðamótin september-október 2014 var það farið að nálgast 50 km² að flatarmáli. Þá var það sambærilegt við Tröllahraun á Tungnáröræfum en það rann á árabilinu 1862-4 og er ættað frá goskerfi Bárðarbungu. Í fyrstu viku október náði Holuhraun Tröllahrauni að stærð og var þar með orðið mesta hraun landsins frá því Skaftáreldahraun rann. Þann 1. desember var flatarmálið komið yfir 75 km² og þann 1. febrúar 2015 var það 85 km². Í töflunni hér að neðan eru talin 12 víðáttumestu hraun sem runnið hafa frá landnámstíð og flatarmál þeirra. Þar sést að Holuhraun er í 5. sæti en er töluvert langt frá því að komast í eitt af toppsætunum. Flatarmál hrauna af vef Wikipedia þar sem fjallað er um Holuhraun.Wikipedia Meðalþykkt hraunsins er um 16 m. Þykktin er yfir 20 m á stórum svæðum og næst gígunum er hún yfir 40 metrar. Flatarmálið er 85 km² og rúmmál hraunsins þar af leiðandi 1,36 km³. Um tíma var rætt að hraunið fengi nafnið Nornahraun því í upphafi gossins bar talsvert á nornahári umhverfis gosstöðvarnar sem myndast hafði í kvikustrókunum. Örnafnanefnd og sveitarstjórn Skútustaðahrepps komst svo að þeirri niðurstöðu að nafnið Holuhraun skyldi haldast.
Eldgos og jarðhræringar Tímamót Bárðarbunga Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50 Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47 Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50
Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47
Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57
Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28