Gengst við rúmlega sjötíu ára glæp Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2024 20:01 Árni Björnsson þjóðháttafræðingur upplýsir þátt sinn í gjörningi sem Morgunblaðið kallaði "svívirðingu gegn Þjóðsöngnum" árið 1953. Stöð 2/Arnar Hinn 18. febrúar 1953 upplýsti Morgunblaðið að útsendarar alþjóðlegra kommúnista hefðu framið glæp í skjóli nætur og svívirt íslenska þjóðsönginn. Afbrotamennirnir fundust aldrei en nú rúmum sjötíu árum síðar gengur einn þeirra fram fyrir skjöldu og játar þátt sinn í málinu. Heimir Már gekk á fund hins meinta útsendara Stalíns. Frétt Morgunblaðsins 18. febrúar 1953tímarit.is Það var á heitavatnstönkunum í Öskjuhlíð sem hinn pólitíski glæpur var framinn. Eða eigum við að segja hinn pólitíski gjörningur, þegar menn í skjóli nætur í febrúarmánuði 1953 máluðu með risastóru letri á tankana "Ó $ vors lands." Og það stóð ekki á samsæriskenningum í Morgunblaðinu. „Og þar var útlistað að kommúnistar hefðu svívirt Þjóðsönginn í nótt. Síðan var löng útlistun í fréttinni um hvernig skipanirnar hefðu komið beint frá Moskvu til þjóðarinnar á Þórsgötu 1 þar sem Sósíalistaflokkurinn hafði skrifstofur þá,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sem nú er orðinn 92 ára gamall. Hann var einn af meintum útsendara Stalíns á Íslandi. Á þessum tíma var Árni á lokaári í Menntaskólanum í Reykjavík ásamt vini sínum Jökli Jakobssyni sem síðar varð eitt dáðast leikskáld þjóðarinnar. Hann segir Jökul hafa verið uppátækjasaman og skólafélagarnir ekki alltaf til í að fylgja honum en nokkrir látið til leiðast í þetta skipti. Árni Björnsson segir alla skýrt hugsandi menn hafa gert sér grein fyrir að rússagrílan var bara yfirvarp fyrir komu hersins til landsins.Stöð 2/Arnar „Og hann átti hugmyndina. Hann framdi líka gjörninginn. Tjargaði þessa stafi á hitaveitugeymana. En við hinir gerðum ekki annað í rauninni en að bera tjöru og kústa upp Öskjuhlíðina og síðan að standa á verði. Þetta var um miðja nótt.“ Já, Morgunblaðið var ekki í nokkrum vafa um „að einhverjir af fyrirliðum kommúnista hafi skipað að minnsta kosti tveimur vikapilta sinna að fara í skjóli nætur og myrkurs upp að geymunum.“ ....„Þið eigið að svívirða Þjóðsönginn, hafa hinir kommúnísku fyrirliðar sagt við hlaupadrengi sína," sagði Mogginn. „Það kom okkur ekki beinlínis á óvart. Því til þess var leikurinn auðvitað gerður, að þetta vekti athygli. Þetta birtist ekki bara í Morgunblaðinu. Það birtist líka mynd af þessu í Vísi.“ Tilefni tiltæksins hafi verið var að bandarískir dátar væru aftur orðnir áberandi á götum Reykjavíkur eftir um sjö ára hlé. „Þeir spókuðu sig og þóttu nokkuð góðir með sig. Þetta fór í taugarnar á mörgum. Ég man að Jökull hreytti stundum í þá: Hey look at me. Flestir skýrt hugsandi menn áttuðu sig á því að hættan af Rússum var lítið annað en yfirvarp. Það voru íslenskir athafnamenn sem vildu fá verkefni fyrir herinn. Alveg eins og verið hafði á stríðsárunum.“ Félagarnir Jökull Jakobsson (t.v.) og Árni Björnsson (t.h.) á góðri stundu á menntaskólaárunum snemma á sjötta áratugnum.Árni Björnsson Ungu mennirnir hafi viljað gera grín að veru hersins á Íslandi. „Þetta voru auðvitað líka gamanmál en öllu gamni fylgir nokkur alvara,“ segir hinn 92 ára gamli meinti tilræðismaður við Þjóðsöng Íslendinga og góða siði. NATO Kalda stríðið Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Frétt Morgunblaðsins 18. febrúar 1953tímarit.is Það var á heitavatnstönkunum í Öskjuhlíð sem hinn pólitíski glæpur var framinn. Eða eigum við að segja hinn pólitíski gjörningur, þegar menn í skjóli nætur í febrúarmánuði 1953 máluðu með risastóru letri á tankana "Ó $ vors lands." Og það stóð ekki á samsæriskenningum í Morgunblaðinu. „Og þar var útlistað að kommúnistar hefðu svívirt Þjóðsönginn í nótt. Síðan var löng útlistun í fréttinni um hvernig skipanirnar hefðu komið beint frá Moskvu til þjóðarinnar á Þórsgötu 1 þar sem Sósíalistaflokkurinn hafði skrifstofur þá,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sem nú er orðinn 92 ára gamall. Hann var einn af meintum útsendara Stalíns á Íslandi. Á þessum tíma var Árni á lokaári í Menntaskólanum í Reykjavík ásamt vini sínum Jökli Jakobssyni sem síðar varð eitt dáðast leikskáld þjóðarinnar. Hann segir Jökul hafa verið uppátækjasaman og skólafélagarnir ekki alltaf til í að fylgja honum en nokkrir látið til leiðast í þetta skipti. Árni Björnsson segir alla skýrt hugsandi menn hafa gert sér grein fyrir að rússagrílan var bara yfirvarp fyrir komu hersins til landsins.Stöð 2/Arnar „Og hann átti hugmyndina. Hann framdi líka gjörninginn. Tjargaði þessa stafi á hitaveitugeymana. En við hinir gerðum ekki annað í rauninni en að bera tjöru og kústa upp Öskjuhlíðina og síðan að standa á verði. Þetta var um miðja nótt.“ Já, Morgunblaðið var ekki í nokkrum vafa um „að einhverjir af fyrirliðum kommúnista hafi skipað að minnsta kosti tveimur vikapilta sinna að fara í skjóli nætur og myrkurs upp að geymunum.“ ....„Þið eigið að svívirða Þjóðsönginn, hafa hinir kommúnísku fyrirliðar sagt við hlaupadrengi sína," sagði Mogginn. „Það kom okkur ekki beinlínis á óvart. Því til þess var leikurinn auðvitað gerður, að þetta vekti athygli. Þetta birtist ekki bara í Morgunblaðinu. Það birtist líka mynd af þessu í Vísi.“ Tilefni tiltæksins hafi verið var að bandarískir dátar væru aftur orðnir áberandi á götum Reykjavíkur eftir um sjö ára hlé. „Þeir spókuðu sig og þóttu nokkuð góðir með sig. Þetta fór í taugarnar á mörgum. Ég man að Jökull hreytti stundum í þá: Hey look at me. Flestir skýrt hugsandi menn áttuðu sig á því að hættan af Rússum var lítið annað en yfirvarp. Það voru íslenskir athafnamenn sem vildu fá verkefni fyrir herinn. Alveg eins og verið hafði á stríðsárunum.“ Félagarnir Jökull Jakobsson (t.v.) og Árni Björnsson (t.h.) á góðri stundu á menntaskólaárunum snemma á sjötta áratugnum.Árni Björnsson Ungu mennirnir hafi viljað gera grín að veru hersins á Íslandi. „Þetta voru auðvitað líka gamanmál en öllu gamni fylgir nokkur alvara,“ segir hinn 92 ára gamli meinti tilræðismaður við Þjóðsöng Íslendinga og góða siði.
NATO Kalda stríðið Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira