Nú árið er liðið í aldanna skaut Sigurður Páll Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 12:02 Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Margir eru hugsi yfir því að ekki hafi tekist að byggja upp fiskistofna þá sérstaklega þorskstofninn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem unnið hefur verið eftir með sama móteli í 40 ár. Þó undirritaður hafi í 40 ár stutt fiskveiðistjórnunar kerfið sem byggt er upp með sjónarmiði að sjálfbærri nýtingu fiskistofna eftir ráðgjöf fiskifræðinga hefur mótelið verið meitlað í stein og gagnrýnum gleraugum komið fyrir ofan í skúffu. Svörin sem fást þegar spurt er út í óhagganleika mótelsins í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem raun ber vitni um, er svarið: Kerfið verður að vera í föstum skorðum svo hægt sé með vissu að bera saman á milli ára, árangurinn! Gott og vel en fiskarnir hafa sporð og ugga sem þeir nota til að eltast við ætið sem er hreyfanlegt í hafdjúpunum líkt og fiskurinn er við það eltist. Göngumynstur fiska er breytilegt milli ára þó hrygningarfiskur leiti á svipaðar slóðir á milli ára. Nú og hitastig sjávar er breytilegt á milli ára og svo mætti lengi telja…. Sjálfur hef ég verið viðloðandi sjómennsku í rúm 40 ár. Þegar ég settist fyrst inná alþingi hausið 2013 og steig í pontu til að ræða um sjávarútvegsmál, tæmdist þingsalurinn mér til undrunar og vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið. Eftir að hafa útilokað eigin andremmu, óburstaðar tennur eða opna buxnaklauf komst ég að því, eftir töluverðar rannsóknir, að þingmenn höfðu enga áhuga á sjávarútvegsmálum nema ef vera skildi að hækka veiðigjöld. Hafrannsóknarstofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til rannsókna og tek ég heilshugar undir það og veit að starfsemi stofnunarinnar er unnin eftir bestu getu eftir því fjármagni sem henni er skammtað. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að rannsóknir á lífríki sjávar við Íslands stendur sé fjármagnað með þeim hætti að trúverðuleiki og yfirsýn um stöðu á fiskimiðum okkar standist! Í því sambandi langar mig að nefna bann við veiðum á hvítlúðu. Árið 2012 var bein sókn í veiðar á hvítlúðu bönnuð og ef lúða kæmi í veiðafæri skipa með dregin veiðafæri (troll eða snuruvoð) og net skildi henni landað sem (vs) afla til ríkisins eða hafró. Lúða sem kæmi á línukróka eða handfæri skildi skorið á króktauminn hvort sem lúðan væri lifandi eða dauð og henni skilað í sjóinn. Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst hvað þetta lúðubann varðar en lúðan kemur í veiðafærin í miklu magni sem aldei fyrr. Margar fyrirspurnir hef ég lagt fyrir sjávarútvegsráðherra um þetta bann, af og til þessi 12 ár og komið með ýmsar tillögur en árangurinn er enginn, því Hafrannsóknarstofnun Íslands fær ekki fjármagn til rannsókna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sjávarútvegur Miðflokkurinn Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Margir eru hugsi yfir því að ekki hafi tekist að byggja upp fiskistofna þá sérstaklega þorskstofninn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem unnið hefur verið eftir með sama móteli í 40 ár. Þó undirritaður hafi í 40 ár stutt fiskveiðistjórnunar kerfið sem byggt er upp með sjónarmiði að sjálfbærri nýtingu fiskistofna eftir ráðgjöf fiskifræðinga hefur mótelið verið meitlað í stein og gagnrýnum gleraugum komið fyrir ofan í skúffu. Svörin sem fást þegar spurt er út í óhagganleika mótelsins í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem raun ber vitni um, er svarið: Kerfið verður að vera í föstum skorðum svo hægt sé með vissu að bera saman á milli ára, árangurinn! Gott og vel en fiskarnir hafa sporð og ugga sem þeir nota til að eltast við ætið sem er hreyfanlegt í hafdjúpunum líkt og fiskurinn er við það eltist. Göngumynstur fiska er breytilegt milli ára þó hrygningarfiskur leiti á svipaðar slóðir á milli ára. Nú og hitastig sjávar er breytilegt á milli ára og svo mætti lengi telja…. Sjálfur hef ég verið viðloðandi sjómennsku í rúm 40 ár. Þegar ég settist fyrst inná alþingi hausið 2013 og steig í pontu til að ræða um sjávarútvegsmál, tæmdist þingsalurinn mér til undrunar og vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið. Eftir að hafa útilokað eigin andremmu, óburstaðar tennur eða opna buxnaklauf komst ég að því, eftir töluverðar rannsóknir, að þingmenn höfðu enga áhuga á sjávarútvegsmálum nema ef vera skildi að hækka veiðigjöld. Hafrannsóknarstofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til rannsókna og tek ég heilshugar undir það og veit að starfsemi stofnunarinnar er unnin eftir bestu getu eftir því fjármagni sem henni er skammtað. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að rannsóknir á lífríki sjávar við Íslands stendur sé fjármagnað með þeim hætti að trúverðuleiki og yfirsýn um stöðu á fiskimiðum okkar standist! Í því sambandi langar mig að nefna bann við veiðum á hvítlúðu. Árið 2012 var bein sókn í veiðar á hvítlúðu bönnuð og ef lúða kæmi í veiðafæri skipa með dregin veiðafæri (troll eða snuruvoð) og net skildi henni landað sem (vs) afla til ríkisins eða hafró. Lúða sem kæmi á línukróka eða handfæri skildi skorið á króktauminn hvort sem lúðan væri lifandi eða dauð og henni skilað í sjóinn. Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst hvað þetta lúðubann varðar en lúðan kemur í veiðafærin í miklu magni sem aldei fyrr. Margar fyrirspurnir hef ég lagt fyrir sjávarútvegsráðherra um þetta bann, af og til þessi 12 ár og komið með ýmsar tillögur en árangurinn er enginn, því Hafrannsóknarstofnun Íslands fær ekki fjármagn til rannsókna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun