Di María: Louis van Gaal er versti stjórinn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 11:02 Angel di Maria tekinn af velli á tíma sínum með Manchester United og Louis van Gaal fylgist vel. Getty/Matthew Peters Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María er ekki neinum vafa um hver sé versti knattspyrnustjórinn sem hann hefur haft á sínum langa og farsæla ferli. Í viðtali við ESPN í Argentínu þá Di María rifjaði hann upp afar svekkjandi tímabil sitt sem leikmaður Manchester United. Enginn vafi „Sá versti er Van Gaal, þú getur fullvissað þig um það. Ef að það var einhver vafi þá skal kem ég því endanlega á hreint núna,“ sagði Di María. Hollenski knattspyrnustjórinn Louis van Gaal kom þannig upp í samtalinu þótt að Di María hafi þarna verið beðinn um að nefna þrjá bestu knatttspyrnustjóra ferilsins. ESPN segir frá. Di María lék undir stjórn Van Gaal á 2014-15 tímabilinu. Hann byrjaði vel í búningi United með þremur mörkum og fjórum stoðsendingum í fyrstu sex leikjum sínum en svo fór allt að ganga á afturfótunum. Hann var seldur til Paris Saint Germain sumarið eftir. Persónuleg vandamál Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Di María hefur skotið á Van Gaal. Van Gaal sjálfur hefur alltaf talað vel um Di María þegar hann er spurður út í fyrrum leikmann sinn. Hann sagði þó að hann argentínski leikmaðurinn hafi verið að glíma við persónuleg vandamál þegar hann var hjá United. Þjálfarnir þrír sem Di María nefndi sem þá bestu voru Lionel Scaloni, núverandi landsliðsþjálfari, Alejandro Sabella, fyrrum fyrrum landsliðsþjálfari og þá sagðist leikmaðurinn alltaf hugsa hlýlega til Diego heitins Maradona, sem þjálfaði hann einnig hjá landsliðinu. Meira eins og vinur, bróðir eða faðir „Ég lít ekki á hann sem stjóra því í mínum augum var hann meira náinn vinur, einhver sem var til í að ræða málin. Hann var alltaf meira eins og vinur, bróðir eða faðir. Kannski faðir frekar en nokkuð annað,“ sagði Di María. „Hann trúði á mig þegar enginn annar gerði það og hjálpaði mér að taka næsta skref. Því meiri gagnrýni sem ég fékk þeim mun meiri stuðning fékk ég frá honum,“ sagði Di María. „Ég hef sagt það áður. Leo Messi er sá besti allra tíma en Diego er Diego. Hann er það fyrir mér, fyrir Argentínu og fyrir öllum heiminum,“ sagði Di María. Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Í viðtali við ESPN í Argentínu þá Di María rifjaði hann upp afar svekkjandi tímabil sitt sem leikmaður Manchester United. Enginn vafi „Sá versti er Van Gaal, þú getur fullvissað þig um það. Ef að það var einhver vafi þá skal kem ég því endanlega á hreint núna,“ sagði Di María. Hollenski knattspyrnustjórinn Louis van Gaal kom þannig upp í samtalinu þótt að Di María hafi þarna verið beðinn um að nefna þrjá bestu knatttspyrnustjóra ferilsins. ESPN segir frá. Di María lék undir stjórn Van Gaal á 2014-15 tímabilinu. Hann byrjaði vel í búningi United með þremur mörkum og fjórum stoðsendingum í fyrstu sex leikjum sínum en svo fór allt að ganga á afturfótunum. Hann var seldur til Paris Saint Germain sumarið eftir. Persónuleg vandamál Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Di María hefur skotið á Van Gaal. Van Gaal sjálfur hefur alltaf talað vel um Di María þegar hann er spurður út í fyrrum leikmann sinn. Hann sagði þó að hann argentínski leikmaðurinn hafi verið að glíma við persónuleg vandamál þegar hann var hjá United. Þjálfarnir þrír sem Di María nefndi sem þá bestu voru Lionel Scaloni, núverandi landsliðsþjálfari, Alejandro Sabella, fyrrum fyrrum landsliðsþjálfari og þá sagðist leikmaðurinn alltaf hugsa hlýlega til Diego heitins Maradona, sem þjálfaði hann einnig hjá landsliðinu. Meira eins og vinur, bróðir eða faðir „Ég lít ekki á hann sem stjóra því í mínum augum var hann meira náinn vinur, einhver sem var til í að ræða málin. Hann var alltaf meira eins og vinur, bróðir eða faðir. Kannski faðir frekar en nokkuð annað,“ sagði Di María. „Hann trúði á mig þegar enginn annar gerði það og hjálpaði mér að taka næsta skref. Því meiri gagnrýni sem ég fékk þeim mun meiri stuðning fékk ég frá honum,“ sagði Di María. „Ég hef sagt það áður. Leo Messi er sá besti allra tíma en Diego er Diego. Hann er það fyrir mér, fyrir Argentínu og fyrir öllum heiminum,“ sagði Di María.
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira