Di María: Louis van Gaal er versti stjórinn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 11:02 Angel di Maria tekinn af velli á tíma sínum með Manchester United og Louis van Gaal fylgist vel. Getty/Matthew Peters Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María er ekki neinum vafa um hver sé versti knattspyrnustjórinn sem hann hefur haft á sínum langa og farsæla ferli. Í viðtali við ESPN í Argentínu þá Di María rifjaði hann upp afar svekkjandi tímabil sitt sem leikmaður Manchester United. Enginn vafi „Sá versti er Van Gaal, þú getur fullvissað þig um það. Ef að það var einhver vafi þá skal kem ég því endanlega á hreint núna,“ sagði Di María. Hollenski knattspyrnustjórinn Louis van Gaal kom þannig upp í samtalinu þótt að Di María hafi þarna verið beðinn um að nefna þrjá bestu knatttspyrnustjóra ferilsins. ESPN segir frá. Di María lék undir stjórn Van Gaal á 2014-15 tímabilinu. Hann byrjaði vel í búningi United með þremur mörkum og fjórum stoðsendingum í fyrstu sex leikjum sínum en svo fór allt að ganga á afturfótunum. Hann var seldur til Paris Saint Germain sumarið eftir. Persónuleg vandamál Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Di María hefur skotið á Van Gaal. Van Gaal sjálfur hefur alltaf talað vel um Di María þegar hann er spurður út í fyrrum leikmann sinn. Hann sagði þó að hann argentínski leikmaðurinn hafi verið að glíma við persónuleg vandamál þegar hann var hjá United. Þjálfarnir þrír sem Di María nefndi sem þá bestu voru Lionel Scaloni, núverandi landsliðsþjálfari, Alejandro Sabella, fyrrum fyrrum landsliðsþjálfari og þá sagðist leikmaðurinn alltaf hugsa hlýlega til Diego heitins Maradona, sem þjálfaði hann einnig hjá landsliðinu. Meira eins og vinur, bróðir eða faðir „Ég lít ekki á hann sem stjóra því í mínum augum var hann meira náinn vinur, einhver sem var til í að ræða málin. Hann var alltaf meira eins og vinur, bróðir eða faðir. Kannski faðir frekar en nokkuð annað,“ sagði Di María. „Hann trúði á mig þegar enginn annar gerði það og hjálpaði mér að taka næsta skref. Því meiri gagnrýni sem ég fékk þeim mun meiri stuðning fékk ég frá honum,“ sagði Di María. „Ég hef sagt það áður. Leo Messi er sá besti allra tíma en Diego er Diego. Hann er það fyrir mér, fyrir Argentínu og fyrir öllum heiminum,“ sagði Di María. Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Í viðtali við ESPN í Argentínu þá Di María rifjaði hann upp afar svekkjandi tímabil sitt sem leikmaður Manchester United. Enginn vafi „Sá versti er Van Gaal, þú getur fullvissað þig um það. Ef að það var einhver vafi þá skal kem ég því endanlega á hreint núna,“ sagði Di María. Hollenski knattspyrnustjórinn Louis van Gaal kom þannig upp í samtalinu þótt að Di María hafi þarna verið beðinn um að nefna þrjá bestu knatttspyrnustjóra ferilsins. ESPN segir frá. Di María lék undir stjórn Van Gaal á 2014-15 tímabilinu. Hann byrjaði vel í búningi United með þremur mörkum og fjórum stoðsendingum í fyrstu sex leikjum sínum en svo fór allt að ganga á afturfótunum. Hann var seldur til Paris Saint Germain sumarið eftir. Persónuleg vandamál Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Di María hefur skotið á Van Gaal. Van Gaal sjálfur hefur alltaf talað vel um Di María þegar hann er spurður út í fyrrum leikmann sinn. Hann sagði þó að hann argentínski leikmaðurinn hafi verið að glíma við persónuleg vandamál þegar hann var hjá United. Þjálfarnir þrír sem Di María nefndi sem þá bestu voru Lionel Scaloni, núverandi landsliðsþjálfari, Alejandro Sabella, fyrrum fyrrum landsliðsþjálfari og þá sagðist leikmaðurinn alltaf hugsa hlýlega til Diego heitins Maradona, sem þjálfaði hann einnig hjá landsliðinu. Meira eins og vinur, bróðir eða faðir „Ég lít ekki á hann sem stjóra því í mínum augum var hann meira náinn vinur, einhver sem var til í að ræða málin. Hann var alltaf meira eins og vinur, bróðir eða faðir. Kannski faðir frekar en nokkuð annað,“ sagði Di María. „Hann trúði á mig þegar enginn annar gerði það og hjálpaði mér að taka næsta skref. Því meiri gagnrýni sem ég fékk þeim mun meiri stuðning fékk ég frá honum,“ sagði Di María. „Ég hef sagt það áður. Leo Messi er sá besti allra tíma en Diego er Diego. Hann er það fyrir mér, fyrir Argentínu og fyrir öllum heiminum,“ sagði Di María.
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira