Blæs á gagnrýni á bjartari Friðarsúlu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 12:31 Friðarsúlan verður tendruð samkvæmt áætlun 9. október, á afmælisdag John Lennon. Vísir/Vilhelm Friðarsúlan í Viðey mun skína skærar eftir að viðgerð á henni lýkur í september. Ristjóri Stjörnufræðivefsins gagnrýnir breytinguna en borgarfulltrúi segir verkið eiga enn meira erindi nú en áður og fólk hljóti að geta lifað með skærari geisla. Forysta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og -sviðs Reykjavíkurborgar hefur unnið að því síðustu ár að ná samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og sjóð Yoko Ono, sem stóðu að uppsetningu Friðarsúlunnar, að ráðast í endurbætur á verkinu. Verið er að skipta út ljósabúnaði sem var úr sér genginn og óstöðugur og erfitt að fá varahluti í. Skúli Helgason borgarfulltrúi segir Friðarsúluna eiga meira erindi nú en oft áður.Vísir/Vilhelm „Bæði stóru ljósin og minni ljósin, þau eru LED-vædd í leiðinni. Í leiðinni er verið að gera upp sökkulinn eða það sem Yoko Ono kallar Óskabrunninn, sem hefur að geyma þessi fleygu orð „Hugsum okkur frið“,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Áætlað er að verkið kosti tæpar 33 milljónir króna og eru framkvæmdir þegar hafnar. „Það sem þetta mu hafa í för með sér er að Friðarsúlan verður miklu bjartari og þéttari eftir þessar endurbætur.“ Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, gagnrýndi áformin á samfélagsmiðlinum X í gær og sagði þau ljósmengandi vitleysu. Þá gagnrýni ég bara þessa peningasóun. En dapurlegt að sjá 33 milljónum sólundað í þessa ljósmengandi vitleysu. Við lærum sífellt meira um skaðleg áhrif ljósmengunar á okkur sjálf og lífríki og aukum svo bara birtuna. 😭https://t.co/upUzHv49jV— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) August 30, 2024 „Friðarsúlan er auðvitað bara stórkostlega merkilegt tákn um frið og þann boðskap sem Yoko Ono og John Lennon breiddu út á sínum tíma, á sjöunda og áttunda áratugnum. Eins og staða heimsmála er í dag, bæði í Úkraínu og Palestínu, þá held ég að það sé engin spurning að Friðarsúlan á meira erindi en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli. „Ég held að við getum vel þolað það að friðarsúlan skíni bjartar, með fullri virðingu fyrir Sævari og öllum hans merku innleggjum í gegnum tíðina.“ Kveikja á, á súlunni samkvæmt áætlun. „Það verður að vera klárt 9. október þegar Friðarsúlan er tendruð á afmælisdegi Lennons.“ Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Borgarstjórn Viðey Tengdar fréttir Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31 Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Forysta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og -sviðs Reykjavíkurborgar hefur unnið að því síðustu ár að ná samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og sjóð Yoko Ono, sem stóðu að uppsetningu Friðarsúlunnar, að ráðast í endurbætur á verkinu. Verið er að skipta út ljósabúnaði sem var úr sér genginn og óstöðugur og erfitt að fá varahluti í. Skúli Helgason borgarfulltrúi segir Friðarsúluna eiga meira erindi nú en oft áður.Vísir/Vilhelm „Bæði stóru ljósin og minni ljósin, þau eru LED-vædd í leiðinni. Í leiðinni er verið að gera upp sökkulinn eða það sem Yoko Ono kallar Óskabrunninn, sem hefur að geyma þessi fleygu orð „Hugsum okkur frið“,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Áætlað er að verkið kosti tæpar 33 milljónir króna og eru framkvæmdir þegar hafnar. „Það sem þetta mu hafa í för með sér er að Friðarsúlan verður miklu bjartari og þéttari eftir þessar endurbætur.“ Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, gagnrýndi áformin á samfélagsmiðlinum X í gær og sagði þau ljósmengandi vitleysu. Þá gagnrýni ég bara þessa peningasóun. En dapurlegt að sjá 33 milljónum sólundað í þessa ljósmengandi vitleysu. Við lærum sífellt meira um skaðleg áhrif ljósmengunar á okkur sjálf og lífríki og aukum svo bara birtuna. 😭https://t.co/upUzHv49jV— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) August 30, 2024 „Friðarsúlan er auðvitað bara stórkostlega merkilegt tákn um frið og þann boðskap sem Yoko Ono og John Lennon breiddu út á sínum tíma, á sjöunda og áttunda áratugnum. Eins og staða heimsmála er í dag, bæði í Úkraínu og Palestínu, þá held ég að það sé engin spurning að Friðarsúlan á meira erindi en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli. „Ég held að við getum vel þolað það að friðarsúlan skíni bjartar, með fullri virðingu fyrir Sævari og öllum hans merku innleggjum í gegnum tíðina.“ Kveikja á, á súlunni samkvæmt áætlun. „Það verður að vera klárt 9. október þegar Friðarsúlan er tendruð á afmælisdegi Lennons.“
Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Borgarstjórn Viðey Tengdar fréttir Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31 Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31
Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31