Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2024 12:25 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Í könnun Maskínu í vikunni mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst með. Í þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mælist flokkurinn með 17,1 prósent. Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins segir flokkinn í gríðarlega erfiðri stöðu, eins og samstarfsflokkurinn Vinstri græn, sem mælist með 4,6 prósent og 3,4 prósent í sömu könnunum. „VG er líka að hrapa. Þau hafa misst 80 prósent af sínu fylgi til Samfylkingar og Sósíalistaflokksins,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Skjóti hvor annan niður Hann segir ljóst að eðli stjórnarsamstarfsins hafi byggst í of ríkum mæli á að flokkarnir skjóti niður mál hins, frekar en á hefðbundnum málamiðlunum. „Ég held að það væri skynsamlegast fyrir báða þessa flokka að gera það sem ekki er nú alltaf gert í pólitík, að segja bara satt. Að menn nái ekki lengra með þetta stjórnarsamstarf og það sé nauðsynlegt að stokka upp spilin og kjósa upp á nýtt.“ Það verði ekki gert með því að finna ágreining milli flokkanna, og sprengja stjórnina á grundvelli hans. „Það er of seint. Þeir eru búnir að missa þann möguleika,“ segir Þorsteinn. Ný forysta ekki endilega nóg Flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna fer fram í dag. Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir ljóst að staða flokksins og forystu hans verði rædd á fundinum, en Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði til að mynda í tilefni af nýjustu fylgismælingum að fylgið kallaði á breytingar á forystu flokksins. „Ég sé nú ekki í fljótu bragði að það sé líklegt að ný forysta myndi snúa þessu við. Annað í stöðunni væri óbreytt, þeir væru ennþá í þessari ríkisstjórn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ný forysta geti hins vegar hresst upp á ásýnd flokka. „Það er alveg opin spurning hvort nýr formaður myndi ná eitthvað meiri árangur heldur en Bjarni. Og það er líka spurning hvaða nýti formaður væri lílkegur til að hífa upp fylgi flokksins.“ Sjálfstæðismenn ganga til landsfundar í febrúar næstkomandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður flokksins hefur sagt að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystunni, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður sagði í gær að hann myndi taka afstöðu til mögulegs formannsframboðs þegar nær drægi landsfundinum. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Í könnun Maskínu í vikunni mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst með. Í þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mælist flokkurinn með 17,1 prósent. Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins segir flokkinn í gríðarlega erfiðri stöðu, eins og samstarfsflokkurinn Vinstri græn, sem mælist með 4,6 prósent og 3,4 prósent í sömu könnunum. „VG er líka að hrapa. Þau hafa misst 80 prósent af sínu fylgi til Samfylkingar og Sósíalistaflokksins,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Skjóti hvor annan niður Hann segir ljóst að eðli stjórnarsamstarfsins hafi byggst í of ríkum mæli á að flokkarnir skjóti niður mál hins, frekar en á hefðbundnum málamiðlunum. „Ég held að það væri skynsamlegast fyrir báða þessa flokka að gera það sem ekki er nú alltaf gert í pólitík, að segja bara satt. Að menn nái ekki lengra með þetta stjórnarsamstarf og það sé nauðsynlegt að stokka upp spilin og kjósa upp á nýtt.“ Það verði ekki gert með því að finna ágreining milli flokkanna, og sprengja stjórnina á grundvelli hans. „Það er of seint. Þeir eru búnir að missa þann möguleika,“ segir Þorsteinn. Ný forysta ekki endilega nóg Flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna fer fram í dag. Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir ljóst að staða flokksins og forystu hans verði rædd á fundinum, en Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði til að mynda í tilefni af nýjustu fylgismælingum að fylgið kallaði á breytingar á forystu flokksins. „Ég sé nú ekki í fljótu bragði að það sé líklegt að ný forysta myndi snúa þessu við. Annað í stöðunni væri óbreytt, þeir væru ennþá í þessari ríkisstjórn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ný forysta geti hins vegar hresst upp á ásýnd flokka. „Það er alveg opin spurning hvort nýr formaður myndi ná eitthvað meiri árangur heldur en Bjarni. Og það er líka spurning hvaða nýti formaður væri lílkegur til að hífa upp fylgi flokksins.“ Sjálfstæðismenn ganga til landsfundar í febrúar næstkomandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður flokksins hefur sagt að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystunni, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður sagði í gær að hann myndi taka afstöðu til mögulegs formannsframboðs þegar nær drægi landsfundinum.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07
Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05