Kylian Mbappe hafði ekki náð að skora í fyrstu þremur deildarleikjum sínum á Spáni eftir félagaskiptin frá PSG í sumar. Hann skoraði reyndar leiknum um Ofurbikar Evrópu en í spænsku deildinni höfðu bæði hann og Real Madrid byrjað rólega.
Fyrir leikinn í kvöld var Real Madrid með fimm stig eftir þrjá leiki og mátti ekki við því að tapa fleiri stigum þar sem Barcelona var með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.
Það gerðu þeir heldur ekki. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Mbappe fyrsta mark leiksins á 67. mínútu eftir sendingu frá Federico Valverde og hann bætti við sínu öðru marki átta mínútum síðar þegar hann skoraði úr víti.
2-0 urðu lokatölur leiksins og Real lyftir sér þar með upp í annað sæti La Liga og er fjórum stigum á eftir Barcelona sem er í góðri stöðu á toppi La Liga.