Eiginkonan kom Casemiro til varnar eftir martröðina í gær Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 07:31 Anna Mariana Casemiro styður sinn mann sem átti afar erfitt uppdráttar í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Instagram/Getty Anna Mariana, eiginkona Casemiro, tók til varna fyrir sinn mann á Instagram eftir að Brasilíumaðurinn sætti harkalegri gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Manchester United gegn Liverpool í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Casemiro átti sannkallaðan martraðarleik því tvær misheppnaðar sendingar hans í fyrri hálfleik leiddu til marka Liverpool sem vann leikinn að lokum 3-0. Svo slæm var frammistaða hins 32 ára gamla Casemiro að stuðningsmenn United bauluðu á hann og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag kippti honum af velli í hálfleik, og lét hinn tvítuga Toby Collyer spila sinn fyrsta deildarleik við ansi erfiðar aðstæður. Stuðningsyfirlýsing frá stjóranum Ten Hag kom þó Casemiro til varnar í viðtölum eftir leik og sagði meðal annars: „Casemiro hefur sýnt það svo oft hve frábær karakter hann er. Við höfum öll séð stórkostlegar stundir hjá honum. Hann mun eiga þær aftur og svara fyrir sig. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á sínum ferli. Hann mun halda áfram að leggja sitt að mörkum fyrir liðið. Hann er alltaf sigurvegari.“ Segja má að Anna Mariana hafi tekið í sama streng því hún birti á Instagram mynd af bikarasafni Casemiro, sem er ansi stórt. Casemiro hefur unnið mikinn fjölda titla á sínum ferli og þar standa upp úr fimm Evrópumeistaratitlar.Instagram/@annamarianacasemiro Casemiro hefur unnið titla bæði árin sín með United, fyrst deildabikarmeistaratitil og svo bikarmeistaratitilinn síðasta vor. Áður var hann afar sigursæll með Real Madrid og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og Spánarmeistaratitilinn þrisvar. Þá vann hann Copa América með brasilíska landsliðinu árið 2019. Það breytir því ekki að mikill fjöldi stuðningsmanna United hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Casemiro láti gott heita – verði seldur eða hreinlega leggi skóna á hilluna. Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu í sumar en félagaskiptaglugginn þar lokast í dag. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira
Casemiro átti sannkallaðan martraðarleik því tvær misheppnaðar sendingar hans í fyrri hálfleik leiddu til marka Liverpool sem vann leikinn að lokum 3-0. Svo slæm var frammistaða hins 32 ára gamla Casemiro að stuðningsmenn United bauluðu á hann og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag kippti honum af velli í hálfleik, og lét hinn tvítuga Toby Collyer spila sinn fyrsta deildarleik við ansi erfiðar aðstæður. Stuðningsyfirlýsing frá stjóranum Ten Hag kom þó Casemiro til varnar í viðtölum eftir leik og sagði meðal annars: „Casemiro hefur sýnt það svo oft hve frábær karakter hann er. Við höfum öll séð stórkostlegar stundir hjá honum. Hann mun eiga þær aftur og svara fyrir sig. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á sínum ferli. Hann mun halda áfram að leggja sitt að mörkum fyrir liðið. Hann er alltaf sigurvegari.“ Segja má að Anna Mariana hafi tekið í sama streng því hún birti á Instagram mynd af bikarasafni Casemiro, sem er ansi stórt. Casemiro hefur unnið mikinn fjölda titla á sínum ferli og þar standa upp úr fimm Evrópumeistaratitlar.Instagram/@annamarianacasemiro Casemiro hefur unnið titla bæði árin sín með United, fyrst deildabikarmeistaratitil og svo bikarmeistaratitilinn síðasta vor. Áður var hann afar sigursæll með Real Madrid og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og Spánarmeistaratitilinn þrisvar. Þá vann hann Copa América með brasilíska landsliðinu árið 2019. Það breytir því ekki að mikill fjöldi stuðningsmanna United hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Casemiro láti gott heita – verði seldur eða hreinlega leggi skóna á hilluna. Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu í sumar en félagaskiptaglugginn þar lokast í dag.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira