Er ESB lausnin fyrir Ísland? Reynir Böðvarsson skrifar 2. september 2024 09:02 Ég get vel skilið þá sem horfa til nýs gjaldmiðils sem lausn allra vandamála við stjórn landsins. Það er náttúrulega ekki hægt að búa við þetta ófremdaraástand sem nú er þar sem vextir eru langt yfir því sem almenningur með húsnæðislán getur ráðið við og leiguverð er yfir öllu velsæmi. Ég skil vel að fólk í örvæntingu hrópi eftir einhverju hókus-pókus í þeirri von að komast út úr þessum þrengingum á einhvern hátt. Ég skil líka að tækifærissinnaður stjórnmálaflokkur ti hægri reyni að nýta sér þetta ástand til þess að fá upp fylgið eins og Viðreisn er að gera og hefur gert lengi. Spurningin er hvort til sé eitthvað annað sem Viðreisn berst fyrir og sem þolir dagsljós og opna umræðu, eins og til dæmis aukin einkavæðing á allt og öllu og þá helst líka Landsvirkjun? Því er náttúrulega ekki haldið á lofti þar sem vitað er að það mundi draga niður fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Vandamálið er bara að það tekur oft stuttan tíma að rífa niður en þeim mun lengri að byggja upp. Hægrinu í Svíþjóð er til dæmis að takast á tveimur áratugum að rífa niður það velferðarsamfélag sem verkalýðshreyfingin og vinstrið byggði upp á meir en hálfri öld. Það er hægt að losa um eignir almennings, sem tekið hefur marga áratugi að byggja upp, á örskömmum tíma en að undirbúa inngöngu í ESB og taka upp Evru tekur líklega áratug eða tvo. Nái Viðreisn og hægri armur Samfylkingarinnar afgerandi áhrifum eftir næstu kosningar gætum við staðið upp að loknu kjörtímabili með Landsvirkjun og vindmyllur útum allt í eigu braskara en við værum enn með okkar krónu og stæðum enn utan við ESB. Þetta er náttúrulega svartmálun en engu að síður möguleg þróun sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Það þarf ekki einusinni að selja Landsvirkjun, það nægir bara að markaðsvæða allt umverfi hennar og hún hættir þannig að sinna þörfum og væntingum eigenda sinna sem eru almenningur. Ítök peningavaldsins á Íslandi eru svo gífurleg að það virðist engu máli skipta hvað almenningur vill í hinum ýmsu málum, þróunin verður alltaf að virðist í þá átt sem fjármagnseigendur vilja, sama hvað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei básúnað út í kosningabaráttu að hann vilji einkavæða heilbrigðiskerfið en hann bara gerir það, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið ljóst að almenningur vill það ekki. Verður það sama upp á teningnum þegar kemur að vindmyllum? Augljóst er að almenningur vill ekki vindmyllur út um alla koppa grundir en verður það samt sem áður það sem við sjáum eftir fimm eða tíu ár? Ég er á þeirri skoðun að öllu óbreyttu þá væri best fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Að öllu óbreyttu! Ef það er svo að það er ómögulegt að koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu og losna við spillinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga mestu sök á þá er þetta eina lausnin. Ég tel þó vænlegra fyrir Ísland, ef það væri mögulegt, að losna við þessa flokka frá ríkisstjórnarborðinu í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil og koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu. Eðlilegt stjórnarfar er ekki aukin eða áframhaldandi nýfrjálshyggja sem Viðreisn og flokkar til hægri standa fyrir, ekki heldur aukin þjóðernisremba Miðflokksins og hluta Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er vita gagnlaus flokkur sem virðist bara hafa það sem markmið að fá að vera með og fyrirbærið Flokkur fólksins er ein kúnstug kona. Píratar geta svo sannarlega komið að gagni með sína áherslur á gagnsæi og vandaða stjórnsýslu. Mikilvægast er þó aðhald frá vinstri, sterkt aðhald frá vinstri! Eini marktæki stjórnmálaflokkurinn á Íslandi til þess að axla þá ábyrgð er Sósíalistaflokkur Íslands og það er að mínu mati nauðsynlegt að hann fái gott fylgi ef takast á að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem við erum í stjórnarfarslega. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Ég get vel skilið þá sem horfa til nýs gjaldmiðils sem lausn allra vandamála við stjórn landsins. Það er náttúrulega ekki hægt að búa við þetta ófremdaraástand sem nú er þar sem vextir eru langt yfir því sem almenningur með húsnæðislán getur ráðið við og leiguverð er yfir öllu velsæmi. Ég skil vel að fólk í örvæntingu hrópi eftir einhverju hókus-pókus í þeirri von að komast út úr þessum þrengingum á einhvern hátt. Ég skil líka að tækifærissinnaður stjórnmálaflokkur ti hægri reyni að nýta sér þetta ástand til þess að fá upp fylgið eins og Viðreisn er að gera og hefur gert lengi. Spurningin er hvort til sé eitthvað annað sem Viðreisn berst fyrir og sem þolir dagsljós og opna umræðu, eins og til dæmis aukin einkavæðing á allt og öllu og þá helst líka Landsvirkjun? Því er náttúrulega ekki haldið á lofti þar sem vitað er að það mundi draga niður fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Vandamálið er bara að það tekur oft stuttan tíma að rífa niður en þeim mun lengri að byggja upp. Hægrinu í Svíþjóð er til dæmis að takast á tveimur áratugum að rífa niður það velferðarsamfélag sem verkalýðshreyfingin og vinstrið byggði upp á meir en hálfri öld. Það er hægt að losa um eignir almennings, sem tekið hefur marga áratugi að byggja upp, á örskömmum tíma en að undirbúa inngöngu í ESB og taka upp Evru tekur líklega áratug eða tvo. Nái Viðreisn og hægri armur Samfylkingarinnar afgerandi áhrifum eftir næstu kosningar gætum við staðið upp að loknu kjörtímabili með Landsvirkjun og vindmyllur útum allt í eigu braskara en við værum enn með okkar krónu og stæðum enn utan við ESB. Þetta er náttúrulega svartmálun en engu að síður möguleg þróun sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Það þarf ekki einusinni að selja Landsvirkjun, það nægir bara að markaðsvæða allt umverfi hennar og hún hættir þannig að sinna þörfum og væntingum eigenda sinna sem eru almenningur. Ítök peningavaldsins á Íslandi eru svo gífurleg að það virðist engu máli skipta hvað almenningur vill í hinum ýmsu málum, þróunin verður alltaf að virðist í þá átt sem fjármagnseigendur vilja, sama hvað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei básúnað út í kosningabaráttu að hann vilji einkavæða heilbrigðiskerfið en hann bara gerir það, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið ljóst að almenningur vill það ekki. Verður það sama upp á teningnum þegar kemur að vindmyllum? Augljóst er að almenningur vill ekki vindmyllur út um alla koppa grundir en verður það samt sem áður það sem við sjáum eftir fimm eða tíu ár? Ég er á þeirri skoðun að öllu óbreyttu þá væri best fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Að öllu óbreyttu! Ef það er svo að það er ómögulegt að koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu og losna við spillinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga mestu sök á þá er þetta eina lausnin. Ég tel þó vænlegra fyrir Ísland, ef það væri mögulegt, að losna við þessa flokka frá ríkisstjórnarborðinu í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil og koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu. Eðlilegt stjórnarfar er ekki aukin eða áframhaldandi nýfrjálshyggja sem Viðreisn og flokkar til hægri standa fyrir, ekki heldur aukin þjóðernisremba Miðflokksins og hluta Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er vita gagnlaus flokkur sem virðist bara hafa það sem markmið að fá að vera með og fyrirbærið Flokkur fólksins er ein kúnstug kona. Píratar geta svo sannarlega komið að gagni með sína áherslur á gagnsæi og vandaða stjórnsýslu. Mikilvægast er þó aðhald frá vinstri, sterkt aðhald frá vinstri! Eini marktæki stjórnmálaflokkurinn á Íslandi til þess að axla þá ábyrgð er Sósíalistaflokkur Íslands og það er að mínu mati nauðsynlegt að hann fái gott fylgi ef takast á að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem við erum í stjórnarfarslega. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun