Berjaforkólfar fyrir dóm vegna mansals Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2024 10:22 Finnar taka ber og berjatínslu afar alvarlega. Vísir/Getty Réttarhöld yfir forstjóra stærsta berjafyrirtækis Finnlands og taílenskum viðskiptafélaga hans vegna mansals á berjatínslufólki hófust í Lapplandi í dag. Slæmur aðbúnaður farandverkamanna í finnska berjaiðnaðinum hefur verið í brennidepli síðustu ár. Berjatínsla er stór iðnaður í Finnlandi en hann hefur lengi reitt sig á innflutt árstíðabundið vinnuafl, oft frá Taílandi. Ásakanir um gróft mansal í iðnaðinum hafa skotið upp kollinum með lýsingum á ömurlegum aðstæðum erlendra starfsmanna sem eru upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir. Málið sem var tekið fyrir í morgun er gegn Vernu Vasunta, forstjóra Kiantama, stærsta berjafyrirtækis Finnlands, og Kalyakorn „Durian“ Phongpit, taílenskum viðskiptafélaga hans. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt mansal í 62 liðum en neita báðir sök, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Mennirnir eru sakaðir um að halda taílenskum starfsmönnum í nauðungarvinnu og hýsa þá við ómannúðlegar aðstæður á nokkrum stöðum í Finnlandi á berjatínslutímabili árið 2022. Saksóknari fer fram á þriggja til fjögurra ára fangelsisdóm yfir þeim. Berjatínslufólkið er sagt hafa verið í skuld við fyrirtækið þegar það kom til landsins en fyrirtækið hafi svo ofrokkað það fyrir flugferðir, vegabréfsáritanir og uppihald. Fengu ekki að fara í sturtu og boðið upp á laxahausa Verjendur mannanna tveggja hafa haldið því fram að berjatínslufólkið hafi sóst eftir því að komast til Finnlands gagngert til þess að reyna að fá hæli þar sem fórnarlömb mansals. Fyrrverandi forstjóri annars berjafyrirtækis, Polarica, sæti einnig ákæru fyrir stórfellt mansal. Við réttarhöld í því máli í sumar kom fram að berjatínslufólk hafi stundum ekki staðið til boða að þrífa sig. Þá hafi því verið boðið upp á soðna kjúklingaleggi, laxahausa og hráa lifur að borða sem það þurfti engu að síður að greiða fyrirtækinu fyrir. Dæmi voru um að fólk fengi matareitrun af því að borða laxahausana. Starfsfólkinu hafi svo verið hótað því að ef það kvartaði undan aðbúnaðinum yrði það sett á bannlista og fengi ekki að koma aftur á næstu berjatínsluvertíð. Finnland Mansal Erlend sakamál Ber Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Berjatínsla er stór iðnaður í Finnlandi en hann hefur lengi reitt sig á innflutt árstíðabundið vinnuafl, oft frá Taílandi. Ásakanir um gróft mansal í iðnaðinum hafa skotið upp kollinum með lýsingum á ömurlegum aðstæðum erlendra starfsmanna sem eru upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir. Málið sem var tekið fyrir í morgun er gegn Vernu Vasunta, forstjóra Kiantama, stærsta berjafyrirtækis Finnlands, og Kalyakorn „Durian“ Phongpit, taílenskum viðskiptafélaga hans. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt mansal í 62 liðum en neita báðir sök, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Mennirnir eru sakaðir um að halda taílenskum starfsmönnum í nauðungarvinnu og hýsa þá við ómannúðlegar aðstæður á nokkrum stöðum í Finnlandi á berjatínslutímabili árið 2022. Saksóknari fer fram á þriggja til fjögurra ára fangelsisdóm yfir þeim. Berjatínslufólkið er sagt hafa verið í skuld við fyrirtækið þegar það kom til landsins en fyrirtækið hafi svo ofrokkað það fyrir flugferðir, vegabréfsáritanir og uppihald. Fengu ekki að fara í sturtu og boðið upp á laxahausa Verjendur mannanna tveggja hafa haldið því fram að berjatínslufólkið hafi sóst eftir því að komast til Finnlands gagngert til þess að reyna að fá hæli þar sem fórnarlömb mansals. Fyrrverandi forstjóri annars berjafyrirtækis, Polarica, sæti einnig ákæru fyrir stórfellt mansal. Við réttarhöld í því máli í sumar kom fram að berjatínslufólk hafi stundum ekki staðið til boða að þrífa sig. Þá hafi því verið boðið upp á soðna kjúklingaleggi, laxahausa og hráa lifur að borða sem það þurfti engu að síður að greiða fyrirtækinu fyrir. Dæmi voru um að fólk fengi matareitrun af því að borða laxahausana. Starfsfólkinu hafi svo verið hótað því að ef það kvartaði undan aðbúnaðinum yrði það sett á bannlista og fengi ekki að koma aftur á næstu berjatínsluvertíð.
Finnland Mansal Erlend sakamál Ber Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira