Sparkar Bergwijn úr landsliðinu fyrir að velja Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 11:30 Steven Bergwijn og Memphis Depay á Evrópumótinu í sumar. Hvorugur þeirra er í hollenska hópnum sem mætir Bosníu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni 7. og 10. september. Getty/Rene Nijhuis Þjálfarinn Ronald Koeman hefur enga þolinmæði fyrir því að leikmenn á besta aldri, eins og hinn 26 ára Steven Bergwijn, velji að spila fótbolta í Sádi-Arabíu. Koeman, sem er landsliðsþjálfari Hollands, segir að nú sé útilokað að Bergwijn fái sæti í hollenska landsliðinu því hann hafi einfaldlega sýnt að honum þyki peningar mikilvægari en fótbolti. Viðmótið er því talsvert annað hjá Koeman en hjá Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, sem heldur tryggð við Jóhann Berg Guðmundsson sem fyrirliða Íslands eftir að hann fór frá Burnley til Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Metnaðurinn eigi að snúa að íþróttum á þessum aldri Bergwijn var keyptur til Al Ittihad fyrir 25 milljónir evra, frá Ajax í Hollandi. Koeman segir að hans tilvik sé ólíkt því þegar annar Hollendingur, Georginio Wijnaldum, fór frá PSG til Al-Ettifaq í september í fyrra. Ronald Koeman vill að leikmenn sýni meiri metnað en Steven Bergwijn gerði með því að fara til Sádi-Arabíu.Getty „Wijnaldum fór einu sinni þessa leið því hann átti í vandræðum hjá PSG. Þetta var eina landið sem hann gat farið til, til þess að spila fótbolta fram í janúar. Í tilviki Bergwijn þá er hann að fara 26 ára gamall, og íþróttametnaðurinn lagður til hliðar. Sem betur fer hugsa ekki allir eins. En mér finnst að þegar þú sért 26 ára þá eigi aðalmetnaðurinn að snúa að íþróttunum en ekki peningum, en leikmenn verða að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Koeman. 🚨🇳🇱 Koeman: “Steven Bergwijn goes to Saudi Arabia at age 26. It's clear that this has nothing to do with sportive ambition. His book with the Dutch National Team is closed." “He probably knows what I would have said this”. pic.twitter.com/0piWULcsFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2024 Lokar dyrunum að landsliðinu Bergwijn mun leika undir stjórn Laurent Blanc og með liðsfélögum á borð við N'Golo Kanté, Karim Benzema, Fabinho, Houssem Aouar, Predrag Rajkovic og Moussa Diaby. En Koeman segir Bergwijn hafa haft aðra kosti. „Hann hefði getað verið áfram hjá Ajax, ekki satt? Og þeir borga nú ágætlega hjá Ajax líka. En jú, þetta er hans ákvörðun,“ sagði Koeman. „Ég hef ekki verið í svona aðstæðum sjálfur. Ég gat farið til Barcelona. Ég held að ef að Bergwijn hefði getað valið Barcelona þá hefði hann ekki farið til Sádi-Arabíu,“ sagði Koeman sem virðist hafa lokað dyrunum algjörlega fyrir Bergwijn. „Það er bara í raun búið að loka bókinni varðandi hann. Hann hefur ekki haft samband við mig varðandi þetta. Ég held að hann viti hvað mér finnst.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Sádiarabíski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Koeman, sem er landsliðsþjálfari Hollands, segir að nú sé útilokað að Bergwijn fái sæti í hollenska landsliðinu því hann hafi einfaldlega sýnt að honum þyki peningar mikilvægari en fótbolti. Viðmótið er því talsvert annað hjá Koeman en hjá Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, sem heldur tryggð við Jóhann Berg Guðmundsson sem fyrirliða Íslands eftir að hann fór frá Burnley til Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Metnaðurinn eigi að snúa að íþróttum á þessum aldri Bergwijn var keyptur til Al Ittihad fyrir 25 milljónir evra, frá Ajax í Hollandi. Koeman segir að hans tilvik sé ólíkt því þegar annar Hollendingur, Georginio Wijnaldum, fór frá PSG til Al-Ettifaq í september í fyrra. Ronald Koeman vill að leikmenn sýni meiri metnað en Steven Bergwijn gerði með því að fara til Sádi-Arabíu.Getty „Wijnaldum fór einu sinni þessa leið því hann átti í vandræðum hjá PSG. Þetta var eina landið sem hann gat farið til, til þess að spila fótbolta fram í janúar. Í tilviki Bergwijn þá er hann að fara 26 ára gamall, og íþróttametnaðurinn lagður til hliðar. Sem betur fer hugsa ekki allir eins. En mér finnst að þegar þú sért 26 ára þá eigi aðalmetnaðurinn að snúa að íþróttunum en ekki peningum, en leikmenn verða að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Koeman. 🚨🇳🇱 Koeman: “Steven Bergwijn goes to Saudi Arabia at age 26. It's clear that this has nothing to do with sportive ambition. His book with the Dutch National Team is closed." “He probably knows what I would have said this”. pic.twitter.com/0piWULcsFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2024 Lokar dyrunum að landsliðinu Bergwijn mun leika undir stjórn Laurent Blanc og með liðsfélögum á borð við N'Golo Kanté, Karim Benzema, Fabinho, Houssem Aouar, Predrag Rajkovic og Moussa Diaby. En Koeman segir Bergwijn hafa haft aðra kosti. „Hann hefði getað verið áfram hjá Ajax, ekki satt? Og þeir borga nú ágætlega hjá Ajax líka. En jú, þetta er hans ákvörðun,“ sagði Koeman. „Ég hef ekki verið í svona aðstæðum sjálfur. Ég gat farið til Barcelona. Ég held að ef að Bergwijn hefði getað valið Barcelona þá hefði hann ekki farið til Sádi-Arabíu,“ sagði Koeman sem virðist hafa lokað dyrunum algjörlega fyrir Bergwijn. „Það er bara í raun búið að loka bókinni varðandi hann. Hann hefur ekki haft samband við mig varðandi þetta. Ég held að hann viti hvað mér finnst.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Sádiarabíski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira