Er allt í gulu? Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 4. september 2024 08:02 Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Að jafnaði er rætt um þrjú stig forvarna, fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvarnir eru þær forvarnir sem ætlað er að koma í veg fyrir að vandamál verði til. Augljóst dæmi um fyrsta stigs forvarnir eru ýmsar bólusetningar sem hafa bætt lífslíkur stórkostlega en öryggisbelti í bílum eru líka dæmi um fyrsta stigs forvarnir sem hafa skilað árangri í að draga úr heilsutjóni. Heilbrigður lífstíll, hreyfing, góður svefn og hæfileg líkamsrækt eru líka allt dæmi um mikilvægar fyrsta stigs forvarnir sem hefur verið sýnt fram á að geta haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan. Annars stigs forvarnir eru þær forvarnir sem miða að því að greina sjúkdóm eða vanda snemma og veita meðferð til að koma í veg fyrir alvarlegri skaða seinna meir. Ýmsar skimanir eins og skimanir fyrir algengum en hættulegum krabbameinum eru dæmi um vel heppnaðar annars stigs forvarnir en árangur hvílir þó á því að fólk nýti sér þau úrræði sem eru í boði. Til að nýta úrræði verðum við að þekkja þau og vita að þau eru til staðar. Loks eru þriðja stigs forvarnir en þar undir falla meðal annars hæfing og endurhæfing eftir sjúkdóm eða slys sem ætlað er að auka lífsgæði og bæta starfsorku til dæmis til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á örorku. Margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vel útfærðar forvarnir á öllum stigum eru ábatasamar fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Af skilgreiningunum hér að framan má líka sjá að þegar vel tekst til geta forvarnir á fyrsta stigi skilað miklum ávinningi fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem getur fylgt þriðja stigs forvörnum. Það breytir því ekki að ávinningur af árangursríkum forvörnum á öllum stigum er mikill hvort sem horft er til fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga vegna þess að stundum er aðeins horft í kostnaðinn við þriðja stigs forvarnir án þess að taka með í reikninginn hversu mikill ávinningur er af því að koma í veg fyrir örorku. Þannig getur væntur ávinningur af þriðja stigs forvörnum réttlætt háan kostnað. Kostnaður samfélagsins af því þegar þriðja stigs forvarnir bregðast eða eru ekki til staðar getur líka verið mjög hár eins og nýleg dæmi sýna. Segja má að allt sem við gerum til að bæta andlega líðan okkar og annarra sé einhvers konar sjálfsvígsforvarnir. Fyrirbyggjandi lífstíll, góðar svefnvenjur, vinatengsl, að láta sér annt um náungan, að þekkja einkenni vanlíðunar og sjálfsvígshugsana, að geta tekist á við áföll af æðruleysi og styrk og margt fleira eru dæmi um mikilvægar forvarnir sem við getum sjálf tileinkað okkur í báráttunni gegn sjálfsvígum og vanlíðan. Framlag Sálfræðingafélag Íslands til Guls septembers í ár er röð fræðsluerinda sem félagið stendur fyrir í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Næstu fimm fimmtudagshádegi verða í boði stutt fræðsluerindi um ýmislegt sem við getum sjálf gert til að styðja við góða líðan. Allar upplýsingar um erindin er að finna á heimasíðu sálfræðingafélagsins, www.sal.is og á Facebook síðu félagsins, www.facebook.com/salfraedingafelagislands/. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðiseftirlit Pétur Maack Þorsteinsson Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Að jafnaði er rætt um þrjú stig forvarna, fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvarnir eru þær forvarnir sem ætlað er að koma í veg fyrir að vandamál verði til. Augljóst dæmi um fyrsta stigs forvarnir eru ýmsar bólusetningar sem hafa bætt lífslíkur stórkostlega en öryggisbelti í bílum eru líka dæmi um fyrsta stigs forvarnir sem hafa skilað árangri í að draga úr heilsutjóni. Heilbrigður lífstíll, hreyfing, góður svefn og hæfileg líkamsrækt eru líka allt dæmi um mikilvægar fyrsta stigs forvarnir sem hefur verið sýnt fram á að geta haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan. Annars stigs forvarnir eru þær forvarnir sem miða að því að greina sjúkdóm eða vanda snemma og veita meðferð til að koma í veg fyrir alvarlegri skaða seinna meir. Ýmsar skimanir eins og skimanir fyrir algengum en hættulegum krabbameinum eru dæmi um vel heppnaðar annars stigs forvarnir en árangur hvílir þó á því að fólk nýti sér þau úrræði sem eru í boði. Til að nýta úrræði verðum við að þekkja þau og vita að þau eru til staðar. Loks eru þriðja stigs forvarnir en þar undir falla meðal annars hæfing og endurhæfing eftir sjúkdóm eða slys sem ætlað er að auka lífsgæði og bæta starfsorku til dæmis til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á örorku. Margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vel útfærðar forvarnir á öllum stigum eru ábatasamar fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Af skilgreiningunum hér að framan má líka sjá að þegar vel tekst til geta forvarnir á fyrsta stigi skilað miklum ávinningi fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem getur fylgt þriðja stigs forvörnum. Það breytir því ekki að ávinningur af árangursríkum forvörnum á öllum stigum er mikill hvort sem horft er til fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga vegna þess að stundum er aðeins horft í kostnaðinn við þriðja stigs forvarnir án þess að taka með í reikninginn hversu mikill ávinningur er af því að koma í veg fyrir örorku. Þannig getur væntur ávinningur af þriðja stigs forvörnum réttlætt háan kostnað. Kostnaður samfélagsins af því þegar þriðja stigs forvarnir bregðast eða eru ekki til staðar getur líka verið mjög hár eins og nýleg dæmi sýna. Segja má að allt sem við gerum til að bæta andlega líðan okkar og annarra sé einhvers konar sjálfsvígsforvarnir. Fyrirbyggjandi lífstíll, góðar svefnvenjur, vinatengsl, að láta sér annt um náungan, að þekkja einkenni vanlíðunar og sjálfsvígshugsana, að geta tekist á við áföll af æðruleysi og styrk og margt fleira eru dæmi um mikilvægar forvarnir sem við getum sjálf tileinkað okkur í báráttunni gegn sjálfsvígum og vanlíðan. Framlag Sálfræðingafélag Íslands til Guls septembers í ár er röð fræðsluerinda sem félagið stendur fyrir í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Næstu fimm fimmtudagshádegi verða í boði stutt fræðsluerindi um ýmislegt sem við getum sjálf gert til að styðja við góða líðan. Allar upplýsingar um erindin er að finna á heimasíðu sálfræðingafélagsins, www.sal.is og á Facebook síðu félagsins, www.facebook.com/salfraedingafelagislands/. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun