Ekki gott að æfa of nálægt háttatíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 21:02 Erla Björnsdóttir segir það skipta máli hvenær hreyfing fer fram upp á svefn að gera, þó það skipti líka máli um hverskonar hreyfingu sé að ræða. Vísir/Vilhelm Besti tíminn til að stunda líkamsrækt er síðdegis en að stunda of ákafa hreyfingu stuttu fyrir háttatíma getur orðið til þess að viðkomandi nær ekki að sofna. Þetta segir svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir. Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún tekur fram að nýrri rannsóknir bendi til þess að léttar æfingar nógu snemma fyrir háttatíma geti einmitt haft jákvæð áhrif á svefninn. Þar nefnir Erla göngutúr, léttar teygjur og jógaæfingar sem dæmi. Getur verið tvíeggjað sverð „Þetta er aftur á móti einstaklingsbundið og það er þessi fína lína, við viljum ekki gera of mikið því þá getur það haft þveröfug áhrif, þannig maður þarf að finna þetta hjá sjálfum sér og kannski ekki æfa alveg beint ofan í svefninn, leyfa einum, tveimur klukkutímum að líða en göngutúr til dæmis eftir kvöldmat getur verið mjög góður.“ Erla leggur áherslu á það að hreyfing sé almennt af hinu góða. Létt hreyfing að kvöldi geti hjálpað til við að melta kvöldmatinn, sé streitulosandi og henni geti fylgt ákveðin núvitund, það sé gott að vera ekki stressuð þegar lagst er á koddann. „En við vitum líka að í mikilli hreyfingu þá förum við að framleiða adrenalín og líkamshitinn okkar hækkar sem er kannski andstætt við það sem við viljum á kvöldin því þá er líkamshitinn að lækka og við viljum koma ró í bæði líkama og hita. Þannig eins og ég segi þá getur þetta verið tvíeggjað sverð og maður þarf að finna þetta á sjálfum sér, hvað hentar hverjum og einum. Fyrir flesta er ekki gott að hlaupa kannski tíu kílómetra og fara svo beint að sofa, flestir finna fyrir því að maður er lengi að ná sér niður og kannski lengi að sofna.“ Best að hreyfa sig seinni partinn Erla segir fínt að ná inn hreyfingu um kvöldmatarleytið fyrir flesta. Flestir sofni ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, um tíu, ellefu leytið. „Ef við horfum bara á likamsklukkuna og bara hvenær við erum best til þess fallin að hreyfa okkur, þá er það seinnipartinn. Af því að þá er afkastageta hjarta- og æðakerfis í hámarki, vöðvastyrkur hæstur og við náum bestum árangri í líkamsrækt.“ Hún minnir á að það sé einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum. Alltaf sé mælt með því að stunduð sé hreyfing. Langtímarannsóknir sýni sérstaklega að það að hreyfa sig jafnt allt árið hafi verndandi áhrif, meðal annars með tilliti til svefnvanda. „Þannig við viljum alltaf hreyfa okkur en við viljum ekki hreyfa okkur á kostnað svefnsins. Til dæmis ef við ætlum á morgunæfingu klukkan sex á morgnana þá verðum við líka að taka tillit til þess á hinum endanum og fara þá fyrr að sofa þannig við séum að fá nægan svefn, annars missum við bara ávinninginn sem næst af hreyfingunni.“ Reykjavík síðdegis Svefn Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún tekur fram að nýrri rannsóknir bendi til þess að léttar æfingar nógu snemma fyrir háttatíma geti einmitt haft jákvæð áhrif á svefninn. Þar nefnir Erla göngutúr, léttar teygjur og jógaæfingar sem dæmi. Getur verið tvíeggjað sverð „Þetta er aftur á móti einstaklingsbundið og það er þessi fína lína, við viljum ekki gera of mikið því þá getur það haft þveröfug áhrif, þannig maður þarf að finna þetta hjá sjálfum sér og kannski ekki æfa alveg beint ofan í svefninn, leyfa einum, tveimur klukkutímum að líða en göngutúr til dæmis eftir kvöldmat getur verið mjög góður.“ Erla leggur áherslu á það að hreyfing sé almennt af hinu góða. Létt hreyfing að kvöldi geti hjálpað til við að melta kvöldmatinn, sé streitulosandi og henni geti fylgt ákveðin núvitund, það sé gott að vera ekki stressuð þegar lagst er á koddann. „En við vitum líka að í mikilli hreyfingu þá förum við að framleiða adrenalín og líkamshitinn okkar hækkar sem er kannski andstætt við það sem við viljum á kvöldin því þá er líkamshitinn að lækka og við viljum koma ró í bæði líkama og hita. Þannig eins og ég segi þá getur þetta verið tvíeggjað sverð og maður þarf að finna þetta á sjálfum sér, hvað hentar hverjum og einum. Fyrir flesta er ekki gott að hlaupa kannski tíu kílómetra og fara svo beint að sofa, flestir finna fyrir því að maður er lengi að ná sér niður og kannski lengi að sofna.“ Best að hreyfa sig seinni partinn Erla segir fínt að ná inn hreyfingu um kvöldmatarleytið fyrir flesta. Flestir sofni ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, um tíu, ellefu leytið. „Ef við horfum bara á likamsklukkuna og bara hvenær við erum best til þess fallin að hreyfa okkur, þá er það seinnipartinn. Af því að þá er afkastageta hjarta- og æðakerfis í hámarki, vöðvastyrkur hæstur og við náum bestum árangri í líkamsrækt.“ Hún minnir á að það sé einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum. Alltaf sé mælt með því að stunduð sé hreyfing. Langtímarannsóknir sýni sérstaklega að það að hreyfa sig jafnt allt árið hafi verndandi áhrif, meðal annars með tilliti til svefnvanda. „Þannig við viljum alltaf hreyfa okkur en við viljum ekki hreyfa okkur á kostnað svefnsins. Til dæmis ef við ætlum á morgunæfingu klukkan sex á morgnana þá verðum við líka að taka tillit til þess á hinum endanum og fara þá fyrr að sofa þannig við séum að fá nægan svefn, annars missum við bara ávinninginn sem næst af hreyfingunni.“
Reykjavík síðdegis Svefn Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira