„Eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 20:16 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar hér sigurmarki sínu á móti enska landsliðinu á Wembley í byrjun júnímánaðar. Getty/Richard Pelham Jón Dagur Þorsteinsson var hetja íslenska landsliðsins síðasta vor þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Englendingum á Wembley. Nú er komið að næsta verkefni landsliðsins. Jón Dagur er búinn að skipta um lið síðan hann gerði út um leikinn á Wembley leikvanginum í aðdraganda Evrópumótsins. Hann fór á dögunum frá OH Leuven í Belgíu til Herthu Berlín í Þýskalandi. „Mér fannst þetta verið komið gott þarna í Leuven. Ég var búinn að vera þarna í tvö ár og fannst ekkert meira sem ég gat gert þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Jón Dagur í samtali við Stefán Árna Pálsson á hóteli íslenska liðsins í dag. Stór klúbbur „Það kitlaði líka þegar það kom upp möguleiki á að fara í svona stóran klúbb eins og Herthu Berlín. Ég ákvað því að kýla á það,“ sagði Jón Dagur. Félagið er risastórt og ætlar sér að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Það var eiginlega aðalástæðan af hverju ég fór þangað er að þetta var eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Jón Dagur. Hvernig hefur lífið byrjað hjá honum í Berlín? „Ég er bara búinn að vera þarna í nokkra daga en fékk fyrstu mínúturnar á laugardaginn og við unnum. Þetta er því að byrja mjög vel,“ sagði Jón Dagur. Þetta er bara alvöru keppni Næsta á dagskrá hjá landsliðinu eru leikir á móti Svartfellingum og Tyrkjum í nýrri Þjóðadeild. „Þetta eru engir æfingarleikir. Þetta er bara keppni. Menn þurfa að taka þessu alvarlega og við munum gera það. Eins og við höfum séð undanfarin ár þá hefur þetta verið að gefa okkur möguleika og skilaði okkur í umspilið. Þetta er bara alvöru keppni,“ sagði Jón Dagur. Hvað á að gera á móti Svartfellingum í fyrsta leik? „Við munum bara spila okkar leik, vera þéttir til baka og svo erum við búnir að vera skapa nóg til að skora fullt af mörkum. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu og vinna þennan leik,“ sagði Jón Dagur. Mikil jákvæðni yfir þessu Íslenska liðið var nálægt því að komast á Evrópumótið þar sem liðið tapaði í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti. Finnur Jón Dagur fyrir uppgangi í kringum íslenska liðið. „Já algjörlega. Við erum búnir að vera að sækja úrslit og höfum átt flottar frammistöður hér og þar. Við þurfum að fara að tengja þetta aðeins betur saman en það er búinn að vera mikill uppgangur og jákvæðni yfir þessu. Það er bara gaman,“ sagði Jón Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Jón Dagur: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Jón Dagur er búinn að skipta um lið síðan hann gerði út um leikinn á Wembley leikvanginum í aðdraganda Evrópumótsins. Hann fór á dögunum frá OH Leuven í Belgíu til Herthu Berlín í Þýskalandi. „Mér fannst þetta verið komið gott þarna í Leuven. Ég var búinn að vera þarna í tvö ár og fannst ekkert meira sem ég gat gert þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Jón Dagur í samtali við Stefán Árna Pálsson á hóteli íslenska liðsins í dag. Stór klúbbur „Það kitlaði líka þegar það kom upp möguleiki á að fara í svona stóran klúbb eins og Herthu Berlín. Ég ákvað því að kýla á það,“ sagði Jón Dagur. Félagið er risastórt og ætlar sér að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Það var eiginlega aðalástæðan af hverju ég fór þangað er að þetta var eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Jón Dagur. Hvernig hefur lífið byrjað hjá honum í Berlín? „Ég er bara búinn að vera þarna í nokkra daga en fékk fyrstu mínúturnar á laugardaginn og við unnum. Þetta er því að byrja mjög vel,“ sagði Jón Dagur. Þetta er bara alvöru keppni Næsta á dagskrá hjá landsliðinu eru leikir á móti Svartfellingum og Tyrkjum í nýrri Þjóðadeild. „Þetta eru engir æfingarleikir. Þetta er bara keppni. Menn þurfa að taka þessu alvarlega og við munum gera það. Eins og við höfum séð undanfarin ár þá hefur þetta verið að gefa okkur möguleika og skilaði okkur í umspilið. Þetta er bara alvöru keppni,“ sagði Jón Dagur. Hvað á að gera á móti Svartfellingum í fyrsta leik? „Við munum bara spila okkar leik, vera þéttir til baka og svo erum við búnir að vera skapa nóg til að skora fullt af mörkum. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu og vinna þennan leik,“ sagði Jón Dagur. Mikil jákvæðni yfir þessu Íslenska liðið var nálægt því að komast á Evrópumótið þar sem liðið tapaði í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti. Finnur Jón Dagur fyrir uppgangi í kringum íslenska liðið. „Já algjörlega. Við erum búnir að vera að sækja úrslit og höfum átt flottar frammistöður hér og þar. Við þurfum að fara að tengja þetta aðeins betur saman en það er búinn að vera mikill uppgangur og jákvæðni yfir þessu. Það er bara gaman,“ sagði Jón Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Jón Dagur: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira