Fresta tónlistarhátíð eftir tilmæli frá lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 22:07 „Þetta er auðvitað leiðinlegt en svona er þetta bara. Svo höldum við þessa hátíð bara seinna,“ segir Kristján Sturla. Stíflan Stíflunni, tónlistarhátíð sem átti að fara fram í Árbæ um helgina, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Einn skipuleggjenda segir að ákveðið hafi verið að fresta Stíflunni eftir tilmæli frá lögreglu. Hátíðin átti að fara fram í þriðja skipti á útisvæðinu fyrir ofan Árbæjarlaug á laugardaginn. Birnir, Aron Can og Mammaðín eru meðal þeirra sem áttu að koma fram. „Við fengum tilmæli frá lögreglunni og áttum gott samtal við þau og eftir það samtal ákváðum við að það besta í stöðunni væri að fresta þessu aðeins,“ segir Kristján Sturla Bjarnason einn skipuleggjenda Stíflunnar í samtali við fréttastofu. „Og það voru allir sammála því. Þetta er auðvitað leiðinlegt en svona er þetta bara,“ segir Kristján Sturla. Á Facebook viðburði stíflunnar stendur að tilgangurinn með hátíðinni sé að efla tónlistarmenninguna í úthverfum Reykjavíkur ásamt því að gefa ungu listafólki tækifæri á að koma fram. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel og verið mjög skemmtileg hátíð. Þannig að við stefnum á að halda hana fljótlega, vonandi,“ segir Kristján Sturla. Aukinn vopnaburður ungmenna hefur verið til umfjöllunar síðustu daga eftir að sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás sextán ára pilts á menningarnótt. Fyrr í dag kynnti ríkisstjórnin hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Tónlist Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Mugison og Floni á meðal flytjenda á Stíflunni í Elliðaárdal um helgina Tónlistarhátíðin Stíflan verður endurvakin í Árbænum þann 27. ágúst en um er að ræða risa útitónleika í Árbænum á vegum Tónhyls í samstarfi við Fylki og Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2022 11:32 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Hátíðin átti að fara fram í þriðja skipti á útisvæðinu fyrir ofan Árbæjarlaug á laugardaginn. Birnir, Aron Can og Mammaðín eru meðal þeirra sem áttu að koma fram. „Við fengum tilmæli frá lögreglunni og áttum gott samtal við þau og eftir það samtal ákváðum við að það besta í stöðunni væri að fresta þessu aðeins,“ segir Kristján Sturla Bjarnason einn skipuleggjenda Stíflunnar í samtali við fréttastofu. „Og það voru allir sammála því. Þetta er auðvitað leiðinlegt en svona er þetta bara,“ segir Kristján Sturla. Á Facebook viðburði stíflunnar stendur að tilgangurinn með hátíðinni sé að efla tónlistarmenninguna í úthverfum Reykjavíkur ásamt því að gefa ungu listafólki tækifæri á að koma fram. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel og verið mjög skemmtileg hátíð. Þannig að við stefnum á að halda hana fljótlega, vonandi,“ segir Kristján Sturla. Aukinn vopnaburður ungmenna hefur verið til umfjöllunar síðustu daga eftir að sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás sextán ára pilts á menningarnótt. Fyrr í dag kynnti ríkisstjórnin hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum.
Tónlist Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Mugison og Floni á meðal flytjenda á Stíflunni í Elliðaárdal um helgina Tónlistarhátíðin Stíflan verður endurvakin í Árbænum þann 27. ágúst en um er að ræða risa útitónleika í Árbænum á vegum Tónhyls í samstarfi við Fylki og Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2022 11:32 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Mugison og Floni á meðal flytjenda á Stíflunni í Elliðaárdal um helgina Tónlistarhátíðin Stíflan verður endurvakin í Árbænum þann 27. ágúst en um er að ræða risa útitónleika í Árbænum á vegum Tónhyls í samstarfi við Fylki og Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2022 11:32