Íslendingar eiga met í fjölgun innflytjenda Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2024 19:20 Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Íslands skera sig úr öðrum OECD ríkjum með ýmsum hætti. Stöð 2/Sigurjón Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi. Ný úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á stöðu innflytjenda á Íslandi er fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi og dregur upp mjög forvitnilega mynd af þróun og stöðu mála. Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Ísland skera sig úr á mörgum sviðum. „Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Þá er hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu hvergi hærra en á Íslandi,“ segir Liebig. Úttekt OECD á stöðu innflytjenda er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Úttekting var gerð að beiðni félags- og vinnumarkaðasráðherra.Stöð 2/Sigurjón Þannig tvöfaldaðist fjöldi innflytjenda á tíu ára tímabili frá 2011 til 2021 þegar innflytjendum fjölgaði úr tíu prósentum af mannfjöldanum í 20 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda eða 80 prósent komi frá ríkjum Evrópusambandsins, í austur- og mið-Evrópu og komi hingað beinlínis til að vinna. „Í þriðja lagi kemur síðan á óvart er atvinnuþátttaka innflytjenda er mest á Íslandi innan OECD. Það á ekki aðeins við um karlmenn heldur einnig um konur. Þannig að kynjabilið hér er einnig mjög lítið,“ segir Liebig. Fæstir fái hins vegar störf sem hæfi menntun þeirra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Íslendingar standi sig líka verst í að kenna innflytjendum tungumál heimaríkisins af öllum OECD ríkjunum. Aðeins 18 prósent innflytjenda segist hafa góða kunnáttu í tungumálinu en 60 prósent að meðaltali í OECD ríkjunum. Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og sérfræðingur hjá OECD, segir kunnáttu í tungumáli heimalandsins ráða miklu um velferð innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið.Stöð 2/Sigurjón Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD segir þetta skipta máli því um helmingur innflytjenda segist vilja setjast að á Íslandi til frambúðar. Einn þriðji væri óákveðin. „Tungumálafærni hefur mjög góð áhrif á möguleika innflytjenda til að finna starf sem er í samræmi við menntun þeirra. Sömuleiðis er ólíklegra fyrir þá sem eru góð í tungumálinu að upplifa mismunun. Þannig að það fylgja því alls konar áþreifanlegir kostir að læra tungumálið,“ segir Hlöðver Skúli. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp í innflytjendamálum í haust. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp um heildarstefnu í innflytjendamálum á haustþingi. Gera þurfi mun betur í íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna innflytjendur. „Það er svo margt fólk sem hingað kemur sem ákveður síðan að setjast hér að. Þá erum við komin inn í allt annað samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Atvinnurekendur Tengdar fréttir Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10 Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ný úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á stöðu innflytjenda á Íslandi er fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi og dregur upp mjög forvitnilega mynd af þróun og stöðu mála. Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Ísland skera sig úr á mörgum sviðum. „Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Þá er hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu hvergi hærra en á Íslandi,“ segir Liebig. Úttekt OECD á stöðu innflytjenda er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Úttekting var gerð að beiðni félags- og vinnumarkaðasráðherra.Stöð 2/Sigurjón Þannig tvöfaldaðist fjöldi innflytjenda á tíu ára tímabili frá 2011 til 2021 þegar innflytjendum fjölgaði úr tíu prósentum af mannfjöldanum í 20 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda eða 80 prósent komi frá ríkjum Evrópusambandsins, í austur- og mið-Evrópu og komi hingað beinlínis til að vinna. „Í þriðja lagi kemur síðan á óvart er atvinnuþátttaka innflytjenda er mest á Íslandi innan OECD. Það á ekki aðeins við um karlmenn heldur einnig um konur. Þannig að kynjabilið hér er einnig mjög lítið,“ segir Liebig. Fæstir fái hins vegar störf sem hæfi menntun þeirra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Íslendingar standi sig líka verst í að kenna innflytjendum tungumál heimaríkisins af öllum OECD ríkjunum. Aðeins 18 prósent innflytjenda segist hafa góða kunnáttu í tungumálinu en 60 prósent að meðaltali í OECD ríkjunum. Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og sérfræðingur hjá OECD, segir kunnáttu í tungumáli heimalandsins ráða miklu um velferð innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið.Stöð 2/Sigurjón Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD segir þetta skipta máli því um helmingur innflytjenda segist vilja setjast að á Íslandi til frambúðar. Einn þriðji væri óákveðin. „Tungumálafærni hefur mjög góð áhrif á möguleika innflytjenda til að finna starf sem er í samræmi við menntun þeirra. Sömuleiðis er ólíklegra fyrir þá sem eru góð í tungumálinu að upplifa mismunun. Þannig að það fylgja því alls konar áþreifanlegir kostir að læra tungumálið,“ segir Hlöðver Skúli. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp í innflytjendamálum í haust. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp um heildarstefnu í innflytjendamálum á haustþingi. Gera þurfi mun betur í íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna innflytjendur. „Það er svo margt fólk sem hingað kemur sem ákveður síðan að setjast hér að. Þá erum við komin inn í allt annað samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Atvinnurekendur Tengdar fréttir Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10 Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10
Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21