Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 08:02 Andri Lucas Guðjohnsen í umspilsleiknum gegn Úkraínu í mars. Ísland komst í umspilið um sæti á EM vegna árangurs í Þjóðadeildinni og nú er ný leiktíð að hefjast í henni. Getty/Mateusz Slodkowski Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. Leikur Íslands og Svartfjallalands annað kvöld, klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Eftir að hafa átt stórskostlegt tímabil með Lyngby og orðið næstmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 13 mörk var Andri seldur til Gent í Belgíu. Áður en hann skrifaði undir samning ráðfærði Andri sig meðal annars við pabba sinn, Eið Smára Guðjohnsen, og Arnar Þór Viðarsson íþróttastjóra Gent. Þeir Arnar og Eiður stýrðu á sínum tíma bæði U21- og A-landsliði Íslands. Ræddi við fjölskylduna og Arnar „Það voru möguleikar eftir þetta tímabil sem ég átti með Lyngby, mjög gott og mikilvægt tímabil fyrir mig. Það komu mörg lið en ég talaði bara við mína fjölskyldu og umboðsmann, og svo er Arnar auðvitað að vinna hjá Gent og talaði mjög vel um klúbbinn. Svo fór maður yfir þetta með pabba og fjölskyldunni hvernig belgíska deildin væri, og hvernig hún gæti hjálpað mér að bæta mig sem leikmaður. Niðurstaðan var sú að þetta væri besti klúbburinn fyrir mig til að fara í,“ sagði Andri Lucas í vikunni, á milli þess sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Andri Lucas um Gent og landsliðið Eiður Smári lék auðvitað víða á glæstum atvinnumannsferli, þar á meðal í Belgíu líkt og afinn Arnór Guðjohnsen, en fær Andri mikið af ráðum frá pabba sínum? „Já, auðvitað. Hann þekkir þetta auðvitað mjög vel. Þegar kemur að mér og bræðrum mínum þá reynir hann að vera alltaf til staðar til að hjálpa okkur.“ Hjálpar til að hafa Arnar á svæðinu Andri hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í belgísku deildinni og hefur einnig verið að spila með Gent í undankeppni Sambandsdeildarinnar. En hvernig gengur að koma sér fyrir á nýjum stað? „Ágætlega. Það hjálpar að hafa Arnar líka þarna, Íslending til þess að aðstoða mann. Svo er þetta klúbbur sem að tekur á móti mörgum leikmönnum erlendis frá svo þeir hafa verið duglegir við að hjálpa manni að finna íbúð og allt sem til þarf þegar maður flytur í nýtt land og nýtt lið.“ Séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur Komandi landsleikir, við Svartfellinga á föstudag og gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar, gætu reynst mikilvægir fyrir Íslendinga: „Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur þegar kemur að því að fara á stórmót. Við fengum þetta EM-umspil í mars út af árangrinum sem við náðum í Þjóðadeildinni. Þetta eru því mikilvægir fyrstu tveir leikir og við ætlum að ná í sex stig.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands annað kvöld, klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Eftir að hafa átt stórskostlegt tímabil með Lyngby og orðið næstmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 13 mörk var Andri seldur til Gent í Belgíu. Áður en hann skrifaði undir samning ráðfærði Andri sig meðal annars við pabba sinn, Eið Smára Guðjohnsen, og Arnar Þór Viðarsson íþróttastjóra Gent. Þeir Arnar og Eiður stýrðu á sínum tíma bæði U21- og A-landsliði Íslands. Ræddi við fjölskylduna og Arnar „Það voru möguleikar eftir þetta tímabil sem ég átti með Lyngby, mjög gott og mikilvægt tímabil fyrir mig. Það komu mörg lið en ég talaði bara við mína fjölskyldu og umboðsmann, og svo er Arnar auðvitað að vinna hjá Gent og talaði mjög vel um klúbbinn. Svo fór maður yfir þetta með pabba og fjölskyldunni hvernig belgíska deildin væri, og hvernig hún gæti hjálpað mér að bæta mig sem leikmaður. Niðurstaðan var sú að þetta væri besti klúbburinn fyrir mig til að fara í,“ sagði Andri Lucas í vikunni, á milli þess sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Andri Lucas um Gent og landsliðið Eiður Smári lék auðvitað víða á glæstum atvinnumannsferli, þar á meðal í Belgíu líkt og afinn Arnór Guðjohnsen, en fær Andri mikið af ráðum frá pabba sínum? „Já, auðvitað. Hann þekkir þetta auðvitað mjög vel. Þegar kemur að mér og bræðrum mínum þá reynir hann að vera alltaf til staðar til að hjálpa okkur.“ Hjálpar til að hafa Arnar á svæðinu Andri hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í belgísku deildinni og hefur einnig verið að spila með Gent í undankeppni Sambandsdeildarinnar. En hvernig gengur að koma sér fyrir á nýjum stað? „Ágætlega. Það hjálpar að hafa Arnar líka þarna, Íslending til þess að aðstoða mann. Svo er þetta klúbbur sem að tekur á móti mörgum leikmönnum erlendis frá svo þeir hafa verið duglegir við að hjálpa manni að finna íbúð og allt sem til þarf þegar maður flytur í nýtt land og nýtt lið.“ Séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur Komandi landsleikir, við Svartfellinga á föstudag og gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar, gætu reynst mikilvægir fyrir Íslendinga: „Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur þegar kemur að því að fara á stórmót. Við fengum þetta EM-umspil í mars út af árangrinum sem við náðum í Þjóðadeildinni. Þetta eru því mikilvægir fyrstu tveir leikir og við ætlum að ná í sex stig.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira