Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2024 07:01 Emma Hayes fagnar hér Ólympíugullinu með leikmönnum sinum Mallory Swanson, Alyssu Naeher, Lindsey Horan, Naomi Girma, Trinity Rodman og Sophiu Smith. Getty/Brad Smith Hver verður fyrsta konan til að taka við karlaliði í enska fótboltanum? Það gæti verið langt í það að við fáum svar við þeirri spurningu ef marka má einn besta kvenþjálfara heims. Emma Hayes, er þjálfari Ólympíumeistara Bandaríkjanna og hún er mjög ofarlega á blaði þegar talað er um bestu þjálfara kvennaboltans. Emma er líka í hóp þeirra kvenþjálfara sem sumir hafa fabúlerað um að gætu stigið skrefið yfir í karlaboltann. Hayes var einmitt spurð út í þetta í útvarpsþættinum Today á BBC. Umsjónarmaðurinn spurði hana þá hreint út í það hvort fótboltakarlar væru hreinlega tilbúnir fyrir það að fá kvenþjálfara. „Auðvitað eru þeir það ekki. Annars væri þetta orðið að veruleika,“ sagði Emma Hayes. Fjórðu deildarliðið Forest Green Rovers réði hana Hannah Dingley í fyrra og var þá fyrsta karlaliðið til að fá kvenþjálfara. Sú ráðning var þó aðeins tímabundin og hún entist stutt. „Ég hef sagt þetta milljón sinnum. Þú getur fundið kvenkyns flugmann, kvenkyns lækni, kvenkyns lögmann, kvenkyns bankastarfsmann en þú finnur ekki konu að þjálfara í karlaboltanum. Konu að leiða karla,“ sagði Hayes. Emma Hayes says the men's game is not ready to appoint female managers 🗣️ pic.twitter.com/LrVAQGQMjW— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 „Það sýnir bara að það er mikil vinna eftir. Að mínu mati snýst þetta um þá sem ráða. Þú verður að spyrja þá,“ sagði Hayes. Hayes gerði Chelsea sjö sinnum að Englandsmeisturum á tólf árum. Á þeim tíma skipti karlalið Chelsea margoft um knattspyrnustjóra. „Stundum heldur fólk að konur geti ekki sýrt búningsklefa með fullt af karlmönnum. Ég stýri um 25 mönnum á hverjum degi,“ sagði Hayes. „Ég held að leikmennirnir verði aldrei vandamálið. Þeir vilja láta þjálfa sig. Ef besti þjálfarakosturinn í boði er kona þá hljóta þeir að átta sig einhvern tímann á því að það sé best að ráða hana bara,“ sagði Hayes. Emma Hayes: "You can find a female pilot, a female doctor, a female lawyer, a female banker, but you can't find a female coach working in the men's game, leading men." pic.twitter.com/yWoQT7xyFu— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 Enski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Emma Hayes, er þjálfari Ólympíumeistara Bandaríkjanna og hún er mjög ofarlega á blaði þegar talað er um bestu þjálfara kvennaboltans. Emma er líka í hóp þeirra kvenþjálfara sem sumir hafa fabúlerað um að gætu stigið skrefið yfir í karlaboltann. Hayes var einmitt spurð út í þetta í útvarpsþættinum Today á BBC. Umsjónarmaðurinn spurði hana þá hreint út í það hvort fótboltakarlar væru hreinlega tilbúnir fyrir það að fá kvenþjálfara. „Auðvitað eru þeir það ekki. Annars væri þetta orðið að veruleika,“ sagði Emma Hayes. Fjórðu deildarliðið Forest Green Rovers réði hana Hannah Dingley í fyrra og var þá fyrsta karlaliðið til að fá kvenþjálfara. Sú ráðning var þó aðeins tímabundin og hún entist stutt. „Ég hef sagt þetta milljón sinnum. Þú getur fundið kvenkyns flugmann, kvenkyns lækni, kvenkyns lögmann, kvenkyns bankastarfsmann en þú finnur ekki konu að þjálfara í karlaboltanum. Konu að leiða karla,“ sagði Hayes. Emma Hayes says the men's game is not ready to appoint female managers 🗣️ pic.twitter.com/LrVAQGQMjW— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 „Það sýnir bara að það er mikil vinna eftir. Að mínu mati snýst þetta um þá sem ráða. Þú verður að spyrja þá,“ sagði Hayes. Hayes gerði Chelsea sjö sinnum að Englandsmeisturum á tólf árum. Á þeim tíma skipti karlalið Chelsea margoft um knattspyrnustjóra. „Stundum heldur fólk að konur geti ekki sýrt búningsklefa með fullt af karlmönnum. Ég stýri um 25 mönnum á hverjum degi,“ sagði Hayes. „Ég held að leikmennirnir verði aldrei vandamálið. Þeir vilja láta þjálfa sig. Ef besti þjálfarakosturinn í boði er kona þá hljóta þeir að átta sig einhvern tímann á því að það sé best að ráða hana bara,“ sagði Hayes. Emma Hayes: "You can find a female pilot, a female doctor, a female lawyer, a female banker, but you can't find a female coach working in the men's game, leading men." pic.twitter.com/yWoQT7xyFu— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024
Enski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira