„Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2024 21:31 Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir FH í kvöld. Vísir/Anton Brink „Ekkert spes fannst mér, fannst við ekkert sýna neinar sparihliðar og koma voðalega þægilegir inn í leikinn. ,“ sagði Aron Pálmarsson um frammistöðu FH í 27-23 sigri gegn Fram í 1. umferð Olís deildar karla í kvöld. Aron var markahæstur í liði FH í kvöld með 7 mörk en þegar FH-ingar voru komnir í smá brekku sóknarlega í seinni hálfleik var leitað til Arons sem svaraði kallinu. „Mér fannst við bara gera nóg sem á ekki að vera boðlegt fyrir okkur. Danni [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] var reyndar geggjaður en allt of margir lykilleikmenn í liðinu voru annað hvort lélegir eða gerðu nóg,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik. Garðar Ingi Sindrason byrjaði í vinstri skyttunni hjá FH í kvöld og þá kom Ingvar Dagur Gunnarsson inn í vörnina í síðari hálfleik en þetta eru leikmenn fæddir 2007 og 2006. „Mjög ánægður með þá. Þvílíkur munur á þeim bara á þremur mánuðum, manni fannst þeir vera krakkar í fyrra en núna fullorðnir menn. Þeir voru áræðnir og gerðu lítið af mistökum. Ingvar tók allar árásir frá þeim og gerði það feykivel. Þeir verða bara betri, breikka hópinn okkar. Gassi er mikið mikla hæfileika og gott að hann sé að fá mínútur.“ „Þetta er það sem við viljum vera þekktir fyrir. Við höfum alltaf haft góða leikmenn í okkar yngri flokkum og það er frábært að sjá að þeir séu að fá slatta af mínútum í fyrsta leik.“ Aron býst við spennandi tímabili í sumar. „Ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra. Það var sama hvert þú fórst þá var erfitt að spila. Maður sá það á úrslitum leikjanna og það er skemmtilegt. Þetta er ástríðudeild og þess vegna var ég pirraður út í okkur hvernig við skiluðum þessum leik af okkur. Jú jú, við erum Íslandsmeistararnir og erum helvíti góðir og allt það. Mér fannst við samt ætla að gera þetta með vinstri.“ „Það var fullt af fínum spilköflum og við stigum upp í lokin. Við viljum hafa kaflana töluvert lengri því ég þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði. Við erum búnir að æfa síðan í lok júlí og spila fullt af æfingaleikjum. Þú átt bara að mæta klár í fyrsta leik og sýna þínar bestu hliðar. Við munum gera það í næsta leik.“ Olís-deild karla FH Fram Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Aron var markahæstur í liði FH í kvöld með 7 mörk en þegar FH-ingar voru komnir í smá brekku sóknarlega í seinni hálfleik var leitað til Arons sem svaraði kallinu. „Mér fannst við bara gera nóg sem á ekki að vera boðlegt fyrir okkur. Danni [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] var reyndar geggjaður en allt of margir lykilleikmenn í liðinu voru annað hvort lélegir eða gerðu nóg,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik. Garðar Ingi Sindrason byrjaði í vinstri skyttunni hjá FH í kvöld og þá kom Ingvar Dagur Gunnarsson inn í vörnina í síðari hálfleik en þetta eru leikmenn fæddir 2007 og 2006. „Mjög ánægður með þá. Þvílíkur munur á þeim bara á þremur mánuðum, manni fannst þeir vera krakkar í fyrra en núna fullorðnir menn. Þeir voru áræðnir og gerðu lítið af mistökum. Ingvar tók allar árásir frá þeim og gerði það feykivel. Þeir verða bara betri, breikka hópinn okkar. Gassi er mikið mikla hæfileika og gott að hann sé að fá mínútur.“ „Þetta er það sem við viljum vera þekktir fyrir. Við höfum alltaf haft góða leikmenn í okkar yngri flokkum og það er frábært að sjá að þeir séu að fá slatta af mínútum í fyrsta leik.“ Aron býst við spennandi tímabili í sumar. „Ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra. Það var sama hvert þú fórst þá var erfitt að spila. Maður sá það á úrslitum leikjanna og það er skemmtilegt. Þetta er ástríðudeild og þess vegna var ég pirraður út í okkur hvernig við skiluðum þessum leik af okkur. Jú jú, við erum Íslandsmeistararnir og erum helvíti góðir og allt það. Mér fannst við samt ætla að gera þetta með vinstri.“ „Það var fullt af fínum spilköflum og við stigum upp í lokin. Við viljum hafa kaflana töluvert lengri því ég þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði. Við erum búnir að æfa síðan í lok júlí og spila fullt af æfingaleikjum. Þú átt bara að mæta klár í fyrsta leik og sýna þínar bestu hliðar. Við munum gera það í næsta leik.“
Olís-deild karla FH Fram Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni