Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 08:32 Arnór Ingvi Traustason og félagar í íslenska landsliðinu spiluðu í umspili um sæti á EM, í mars á þessu ári, vegna árangurs í síðustu Þjóðadeild. Getty/David Balogh Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? Eftir sigur San Marínó á Liechtenstein í gær er Ísland eina liðið í Evrópu sem enn hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni, á þremur leiktíðum. Samt hefur keppnin reynst Íslandi dýrmæt. Fyrstu tvö tímabilin var Ísland í A-deild, með allra bestu liðum álfunnar, en nú leikur liðið annað árið í röð í B-deild og gæti sótt sinn fyrsta sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld. Að þessu sinni hefur Þjóðadeildin áhrif á leiðina á HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en þó ekki eins mikil áhrif og á síðustu tvö Evrópumót. Ísland hefur einmitt, vegna Þjóðadeildarinnar, komist í umspil fyrir síðustu tvö EM en þó ekki á lokamótið. Upp í A-deild eða fall í C-deild? En Þjóðadeildin er líka sérkeppni, þó að hún njóti ekki sömu virðingar og HM og EM. Evrópumeistarar Spánar eru einnig ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar eftir sigur gegn Hollandi í úrslitaleik í fyrrasumar. Ísland hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni en gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum í síðustu keppni. Liðið fékk færri leiki en ella því það var í riðli með Rússlandi, sem var sparkað úr keppni. Hér fagnar Ísland marki gegn Ísrael í 2-2 jafntefli í Laugardalnum.vísir/Hulda Margrét Leikið er í fjórum deildum (16 lið í A, 16 í B, 16 í C og 6 lið í D-deild) eftir styrkleika liða og geta þau svo unnið sig upp eða fallið á milli ára. Ísland er í riðli fjögur í B-deildinni ásamt Svartfjallalandi, Tyrklandi og Wales. Efsta liðið í riðlinum kemst upp í A-deild. Næstefsta liðið fer í umspil við 3. sætis lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við 2. sætis lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur niður í C-deild. Aðeins liðin í A-deild geta unnið keppnina Það er því ljóst að tvö lið úr riðli Íslands fara í umspil í mars á næsta ári og spurning hvernig það myndi henta varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laugardalsvelli, þar sem leggja á blandað gras. Það eru hins vegar aðeins liðin í A-deild sem geta orðið Þjóðadeildarmeistarar hverju sinni. Tvö efstu lið hvers riðils í A-deild komast í átta liða úrslit í mars, og undanúrslit og úrslit verða svo í júní næsta sumar. Sigur í riðlinum varaleið á HM Varðandi varaleiðina á HM þá felst hún í því að Ísland vinni sinn riðil. Takist það, sem yrði mikið afrek, ætti liðið góða möguleika á að fá sæti í umspilinu um sæti á HM, þyrfti liðið á því að halda. Aðeins sigurlið riðla í Þjóðadeildinni geta fengið sæti í umspilinu. Dregið verður í undankeppni HM eftir að riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur 19. nóvember. Staða Íslands á heimslista ræður því í hvaða styrkleikaflokki liðið verður í drættinum, og því skiptir hvert stig máli í Þjóðadeildinni í haust. Í undankeppni HM á næsta ári verður svo spilað í tólf riðlum og komast sigurliðin beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í tveimur efstu sætum síns undanriðils. Ísland gæti orðið ein þessara fjögurra þjóða ef allt fer á besta veg núna í haust. Hefur líka áhrif á EM 2028 En það gæti líka reynst afar dýrmætt fyrir Ísland að halda sér í B-deild, eða að komast upp í A-deild, fyrir næstu leiktíð í Þjóðadeildinni því þá mun keppnin hafa áhrif á undankeppni Evrópumótsins 2028. Um þetta má þó deila. Georgía komst til að mynda inn á síðasta EM með því að vinna sinn riðil í C-deild, og svo umspilsleiki við Lúxemborg og Grikkland, á meðan að umspilsleikir Íslands, sem var í B-deild, voru við Ísrael og Úkraínu. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Eftir sigur San Marínó á Liechtenstein í gær er Ísland eina liðið í Evrópu sem enn hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni, á þremur leiktíðum. Samt hefur keppnin reynst Íslandi dýrmæt. Fyrstu tvö tímabilin var Ísland í A-deild, með allra bestu liðum álfunnar, en nú leikur liðið annað árið í röð í B-deild og gæti sótt sinn fyrsta sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld. Að þessu sinni hefur Þjóðadeildin áhrif á leiðina á HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en þó ekki eins mikil áhrif og á síðustu tvö Evrópumót. Ísland hefur einmitt, vegna Þjóðadeildarinnar, komist í umspil fyrir síðustu tvö EM en þó ekki á lokamótið. Upp í A-deild eða fall í C-deild? En Þjóðadeildin er líka sérkeppni, þó að hún njóti ekki sömu virðingar og HM og EM. Evrópumeistarar Spánar eru einnig ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar eftir sigur gegn Hollandi í úrslitaleik í fyrrasumar. Ísland hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni en gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum í síðustu keppni. Liðið fékk færri leiki en ella því það var í riðli með Rússlandi, sem var sparkað úr keppni. Hér fagnar Ísland marki gegn Ísrael í 2-2 jafntefli í Laugardalnum.vísir/Hulda Margrét Leikið er í fjórum deildum (16 lið í A, 16 í B, 16 í C og 6 lið í D-deild) eftir styrkleika liða og geta þau svo unnið sig upp eða fallið á milli ára. Ísland er í riðli fjögur í B-deildinni ásamt Svartfjallalandi, Tyrklandi og Wales. Efsta liðið í riðlinum kemst upp í A-deild. Næstefsta liðið fer í umspil við 3. sætis lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við 2. sætis lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur niður í C-deild. Aðeins liðin í A-deild geta unnið keppnina Það er því ljóst að tvö lið úr riðli Íslands fara í umspil í mars á næsta ári og spurning hvernig það myndi henta varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laugardalsvelli, þar sem leggja á blandað gras. Það eru hins vegar aðeins liðin í A-deild sem geta orðið Þjóðadeildarmeistarar hverju sinni. Tvö efstu lið hvers riðils í A-deild komast í átta liða úrslit í mars, og undanúrslit og úrslit verða svo í júní næsta sumar. Sigur í riðlinum varaleið á HM Varðandi varaleiðina á HM þá felst hún í því að Ísland vinni sinn riðil. Takist það, sem yrði mikið afrek, ætti liðið góða möguleika á að fá sæti í umspilinu um sæti á HM, þyrfti liðið á því að halda. Aðeins sigurlið riðla í Þjóðadeildinni geta fengið sæti í umspilinu. Dregið verður í undankeppni HM eftir að riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur 19. nóvember. Staða Íslands á heimslista ræður því í hvaða styrkleikaflokki liðið verður í drættinum, og því skiptir hvert stig máli í Þjóðadeildinni í haust. Í undankeppni HM á næsta ári verður svo spilað í tólf riðlum og komast sigurliðin beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í tveimur efstu sætum síns undanriðils. Ísland gæti orðið ein þessara fjögurra þjóða ef allt fer á besta veg núna í haust. Hefur líka áhrif á EM 2028 En það gæti líka reynst afar dýrmætt fyrir Ísland að halda sér í B-deild, eða að komast upp í A-deild, fyrir næstu leiktíð í Þjóðadeildinni því þá mun keppnin hafa áhrif á undankeppni Evrópumótsins 2028. Um þetta má þó deila. Georgía komst til að mynda inn á síðasta EM með því að vinna sinn riðil í C-deild, og svo umspilsleiki við Lúxemborg og Grikkland, á meðan að umspilsleikir Íslands, sem var í B-deild, voru við Ísrael og Úkraínu.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira