Stefnumótun í málefnum innflytjenda: Samfélag okkar allra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 6. september 2024 13:01 Innflytjendur og allt sem snertir málaflokkinn skipta samfélagið okkar gífurlegu máli. Stéttaskipting og ójöfnuður eykst stöðugt um allan heim og það þarf ekki að koma neinum á óvart að þar hallar í langflestum tilvikum á innflytjendur, líka á Íslandi. Ég legg ríka áherslu á að við vinnum gegn þessum samfélagsmeinum, ekki síst þegar kemur að börnunum okkar. Þar sitja ekki öll við sama borð. Börn innflytjenda hafa ekki öll sömu tækifæri og börn innfæddra. Það er staða sem við verðum að breyta. Úttekt OECD Yfirgripsmikil og vönduð úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um innflytjendur á Íslandi var kynnt í vikunni. Sem ráðherra innflytjenda taldi ég mikilvægt að fá stofnunina til að framkvæma heildrænt stöðumat, en þetta hefur aldrei verið gert áður hér á landi. Samstarfið við OECD hefur verið mikilvægur hluti af vinnu ráðuneytis míns við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda sem ég setti af stað fyrr á kjörtímabilinu. Íslenskan ryður burt hindrunum OECD bendir á að innflytjendur á Íslandi séu tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum og um 80% innflytjenda komi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Stór hluti þeirra ætlar sér að vera á Íslandi til frambúðar og atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög há í alþjóðlegum samanburði, en færni þeirra nýtist ekki nógu vel. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjist minni hæfni en þeir búi yfir. Í úttektinni er bent á að íslenska sé lykilatriði til að skapa fólki tækifæri og gera því kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Íslenskukunnátta getur brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu er raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum. Á sama tíma eru útgjöld til tungumálakennslu fyrir fullorðna sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Hér þurfum við að gera betur. Aðgerðir sem skila árangri Þegar hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða og mikil vinna að baki sem tengist innflytjendum á Íslandi og mótun fyrstu heildstæðu stefnunnar í málaflokknum. Menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2024–2026 sem samþykkt var á Alþingi í vor og inniheldur m.a. aðgerðir sem snúa að íslenskukennslu fyrir innflytjendur og ráðuneyti mitt ber ábyrgð á. Farið var í samstarf um þróun smáforritsins Bara tala sem stórbætir aðgengi að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu starfstengdu íslenskunámi með áherslu á erlent starfsfólk sem vinnur á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þá er RÚV Orð nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis RÚV. Auknu fjármagni hefur verið veitt til Þróunarsjóðs innflytjendamála og innflytjendur hvattir til að sækja þar um. Þróunarverkefninu Menntun, móttaka, menning (MEMM) um þjónustu vegna barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er ætlað að þróa og tryggja skólum öflug námsgögn, verkfæri og ráðgjöf. Auk þess hefur fjármagn verið tryggt í fjármálaáætlun til málefna innflytjenda og fer það m.a. í aðgerðir sem miða að inngildandi samfélagi, bæði fyrir börn í skólum og fullorðna. Samfélag okkar allra Í haust mun ég leggja fram á Alþingi þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda til næstu 15 ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára með margvíslegum aðgerðum sem mæta mörgum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í málaflokknum. Mikil vinna hefur verið lögð í stefnumótunina og samráðsfundir verið haldnir víða um landið með sérstakri áherslu á að heyra raddir innflytjenda. Málefni innflytjenda eru málefni okkar allra og það er á okkar ábyrgð okkar allra, en ekki síst stjórnvalda, að búa til eitt, samheldið samfélag. Við getum nú, í fyrsta sinn, stuðst við yfirgripsmiklar og traustar leiðbeiningar um skrefin sem skal taka. Og þau eru öll í rétta átt. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Vinstri græn Íslensk tunga Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Innflytjendur og allt sem snertir málaflokkinn skipta samfélagið okkar gífurlegu máli. Stéttaskipting og ójöfnuður eykst stöðugt um allan heim og það þarf ekki að koma neinum á óvart að þar hallar í langflestum tilvikum á innflytjendur, líka á Íslandi. Ég legg ríka áherslu á að við vinnum gegn þessum samfélagsmeinum, ekki síst þegar kemur að börnunum okkar. Þar sitja ekki öll við sama borð. Börn innflytjenda hafa ekki öll sömu tækifæri og börn innfæddra. Það er staða sem við verðum að breyta. Úttekt OECD Yfirgripsmikil og vönduð úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um innflytjendur á Íslandi var kynnt í vikunni. Sem ráðherra innflytjenda taldi ég mikilvægt að fá stofnunina til að framkvæma heildrænt stöðumat, en þetta hefur aldrei verið gert áður hér á landi. Samstarfið við OECD hefur verið mikilvægur hluti af vinnu ráðuneytis míns við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda sem ég setti af stað fyrr á kjörtímabilinu. Íslenskan ryður burt hindrunum OECD bendir á að innflytjendur á Íslandi séu tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum og um 80% innflytjenda komi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Stór hluti þeirra ætlar sér að vera á Íslandi til frambúðar og atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög há í alþjóðlegum samanburði, en færni þeirra nýtist ekki nógu vel. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjist minni hæfni en þeir búi yfir. Í úttektinni er bent á að íslenska sé lykilatriði til að skapa fólki tækifæri og gera því kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Íslenskukunnátta getur brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu er raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum. Á sama tíma eru útgjöld til tungumálakennslu fyrir fullorðna sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Hér þurfum við að gera betur. Aðgerðir sem skila árangri Þegar hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða og mikil vinna að baki sem tengist innflytjendum á Íslandi og mótun fyrstu heildstæðu stefnunnar í málaflokknum. Menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2024–2026 sem samþykkt var á Alþingi í vor og inniheldur m.a. aðgerðir sem snúa að íslenskukennslu fyrir innflytjendur og ráðuneyti mitt ber ábyrgð á. Farið var í samstarf um þróun smáforritsins Bara tala sem stórbætir aðgengi að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu starfstengdu íslenskunámi með áherslu á erlent starfsfólk sem vinnur á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þá er RÚV Orð nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis RÚV. Auknu fjármagni hefur verið veitt til Þróunarsjóðs innflytjendamála og innflytjendur hvattir til að sækja þar um. Þróunarverkefninu Menntun, móttaka, menning (MEMM) um þjónustu vegna barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er ætlað að þróa og tryggja skólum öflug námsgögn, verkfæri og ráðgjöf. Auk þess hefur fjármagn verið tryggt í fjármálaáætlun til málefna innflytjenda og fer það m.a. í aðgerðir sem miða að inngildandi samfélagi, bæði fyrir börn í skólum og fullorðna. Samfélag okkar allra Í haust mun ég leggja fram á Alþingi þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda til næstu 15 ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára með margvíslegum aðgerðum sem mæta mörgum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í málaflokknum. Mikil vinna hefur verið lögð í stefnumótunina og samráðsfundir verið haldnir víða um landið með sérstakri áherslu á að heyra raddir innflytjenda. Málefni innflytjenda eru málefni okkar allra og það er á okkar ábyrgð okkar allra, en ekki síst stjórnvalda, að búa til eitt, samheldið samfélag. Við getum nú, í fyrsta sinn, stuðst við yfirgripsmiklar og traustar leiðbeiningar um skrefin sem skal taka. Og þau eru öll í rétta átt. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun