„Óánægður ef þetta gerðist í krakkafótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 22:00 Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld og hefur oft verið léttari í bragði. Getty/Alex Livesey Heimir Hallgrímsson talaði hreint út á blaðamannafundi eftir fyrsta leik sinn sem þjálfari Írlands í Dublin í kvöld, en liðið tapaði 2-0 fyrir Englandi í Þjóðadeildinni. Hann sagði mistök írska liðsins ekki einu sinni eiga að sjást hjá krökkum. Declan Rice og Jack Grealish, sem spilað hafa fyrir landslið Írlands, skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik í kvöld og eftir það virtist aldrei spurning hvernig færi. Heimir hélt í leikskipulag forvera sinna í starfi og var með fimm manna varnarlínu, líkt og John O‘Shea sem nú er aðstoðarmaður Heimis. Eyjamaðurinn ætlar svo smám saman að koma sínu handbragði á liðið, eftir að hafa kynnst leikmönnum almennilega. „Miðað við að vera með fimm menn aftast þá vorum við of opnir. Ef maður horfir á fyrra markið þá var það bara sending beint í gegnum hjarta liðsins. Það ætti aldrei að gerast, á nokkru stigi fótboltans, svo maður er óánægður ef það gerist í alþjóðabolta. Jafnvel þó að þetta væri krakkafótbolti þá væri maður óánægður,“ sagði Heimir. „Seinna markið var eftir fjórar eða fimm „sendingar og hlaup“ í gegnum okkur. Það ætti heldur ekki að gerast á þessu stigi. En vegna skorts á frumkvæði, að loka fyrir og taka skrefin, þá fengum við svona mörk á okkur. Við verðum að bæta þetta,“ sagði Heimir. Þjálfari Englands reiknaði með fimm í vörn Lee Carsley, sem stýrir Englandi tímabundið, sagðist hafa verið búinn að reikna með fimm manna vörn Heimis. „Við undirbjuggum okkur fyrir fimm manna vörn. Við vissum að þeir ætluðu að vera þéttir fyrir og ekki gefa okkur mikið pláss. Mér datt í hug að þeir gerðu þetta því John [O‘Shea] gerði það þegar hann stýrði liðinu. Og miðað við hans [O‘Shea] hlutverk og að undirbúningurinn var svo stuttur þá reiknaði ég með fimm manna vörn,“ sagði Carsley. Þýðir ekki að væla fram að leik við Grikki Heimir á nú fyrir höndum leik við Grikki á þriðjudagskvöld og ætlar sér þar sinn fyrsta sigur. „Við erum búnir að fara yfir málin í búningsklefanum nú þegar. Reynum að horfa jákvæðum augum á næsta leik. Þetta var neikvætt en við megum ekki láta það smitast yfir í leikinn við Grikkland. Grikkir hafa sýnt að þeir geta spilað vel gegn Írlandi svo að þeir standa betur að vígi. Við verðum að breyta því. Við getum ekki bara vælt og skælt fram að leiknum við Grikkland. Við verðum að sækja orku og gera allt til að vera klárir í þann leik,“ sagði Heimir. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Declan Rice og Jack Grealish, sem spilað hafa fyrir landslið Írlands, skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik í kvöld og eftir það virtist aldrei spurning hvernig færi. Heimir hélt í leikskipulag forvera sinna í starfi og var með fimm manna varnarlínu, líkt og John O‘Shea sem nú er aðstoðarmaður Heimis. Eyjamaðurinn ætlar svo smám saman að koma sínu handbragði á liðið, eftir að hafa kynnst leikmönnum almennilega. „Miðað við að vera með fimm menn aftast þá vorum við of opnir. Ef maður horfir á fyrra markið þá var það bara sending beint í gegnum hjarta liðsins. Það ætti aldrei að gerast, á nokkru stigi fótboltans, svo maður er óánægður ef það gerist í alþjóðabolta. Jafnvel þó að þetta væri krakkafótbolti þá væri maður óánægður,“ sagði Heimir. „Seinna markið var eftir fjórar eða fimm „sendingar og hlaup“ í gegnum okkur. Það ætti heldur ekki að gerast á þessu stigi. En vegna skorts á frumkvæði, að loka fyrir og taka skrefin, þá fengum við svona mörk á okkur. Við verðum að bæta þetta,“ sagði Heimir. Þjálfari Englands reiknaði með fimm í vörn Lee Carsley, sem stýrir Englandi tímabundið, sagðist hafa verið búinn að reikna með fimm manna vörn Heimis. „Við undirbjuggum okkur fyrir fimm manna vörn. Við vissum að þeir ætluðu að vera þéttir fyrir og ekki gefa okkur mikið pláss. Mér datt í hug að þeir gerðu þetta því John [O‘Shea] gerði það þegar hann stýrði liðinu. Og miðað við hans [O‘Shea] hlutverk og að undirbúningurinn var svo stuttur þá reiknaði ég með fimm manna vörn,“ sagði Carsley. Þýðir ekki að væla fram að leik við Grikki Heimir á nú fyrir höndum leik við Grikki á þriðjudagskvöld og ætlar sér þar sinn fyrsta sigur. „Við erum búnir að fara yfir málin í búningsklefanum nú þegar. Reynum að horfa jákvæðum augum á næsta leik. Þetta var neikvætt en við megum ekki láta það smitast yfir í leikinn við Grikkland. Grikkir hafa sýnt að þeir geta spilað vel gegn Írlandi svo að þeir standa betur að vígi. Við verðum að breyta því. Við getum ekki bara vælt og skælt fram að leiknum við Grikkland. Við verðum að sækja orku og gera allt til að vera klárir í þann leik,“ sagði Heimir.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira