„Gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 07:02 Roy Keane mun hafa verið einn af þeim sem rætt var við um að verða landsliðsþjálfari Írlands, áður en Heimir Hallgrímsson var ráðinn í sumar. Samsett/Getty Roy Keane skaut harkalega á nýju vinnuveitendurna hans Heimis Hallgrímssonar, hjá írska knattspyrnusambandinu, í beinni útsendingu frá leik Írlands og Englands í Þjóðadeildinni í gær. Gamli Manchester United-fyrirliðinn Keane, sem er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands, stóðst ekki mátið að hnýta í forráðamenn írska sambandsins þegar talið barst að því hve langan tíma leitin að Heimi hefði tekið. Stephen Kenny hætti í lok síðasta árs en Heimir var ekki ráðinn fyrr en í sumar. „Það er fullt af góðu fólki sem starfar hjá írska knattspyrnusambandinu en þeir sem taka ákvarðanirnar gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju,“ sagði Keane blákalt í útsendingu ITV, og fékk stjórnandann Mark Pougatch og Ian Wright til að skella upp úr. Roy Keane with some strong words about the FAI for the ITV audience.pic.twitter.com/0eTkZvkbNp— Balls.ie (@ballsdotie) September 7, 2024 Keane óskaði Heimi hins vegar velfarnaðar í starfi en Heimir var sjálfur óánægður með leik sinna manna í gær. Kom til greina í starfið sem Heimir fékk Keane var einn af þeim sem orðaðir voru við starf landsliðsþjálfara Írlands síðasta vetur, og er sagður hafa verið tekinn í viðtal vegna starfsins. Hann starfaði síðast fyrir írska sambandið þegar hann var aðstoðarmaður Martins O‘Neill á árunum 2013-2018. Írar komust þá meðal annars í 16-liða úrslit á EM 2016, eða aðeins styttra en íslenska landsliðið undir stjórn Heimis og Lars Lagerbäck. Keane hvatti Heimi til þess að láta írska liðið spila einfaldari fótbolta en það átti að gera undir stjórn Kenny. Þannig vonast hann eftir betri árangri en Írar hafa ekki komist á stórmót síðan árið 2016. Vill að Heimir einfaldi hlutina „Stephen Kenny vildi spila ákveðna tegund af fótbolta en við vorum bara ekki með nógu mikla gæðaleikmenn. Við reyndum of margar sendingar og vorum of opnir fyrir. Síðustu ár hefur írska liðið spilað boltanum of mikið. Það þarf að fara aftur í grunnatriðin og gera mótherjanum erfitt fyrir að ná í sigur,“ sagði Keane. „Það versta er að áhugi fólks hefur minnkað á síðustu árum. Það er samkeppni við ruðninginn og stuðningsmenn verða að sjá lið sem stendur sig vel og er erfitt að vinna,“ sagði Keane og bætti við að síðustu ár hefðu einfaldlega ekki verið nógu góð fyrir Írland, bæði innan sem utan vallar. Hann sagði ómögulegt að gagnrýna írska liðið mikið eftir tapið í gær, vegna styrkleika andstæðinganna. Englendingarnir hefðu þó verið skelfilegir í seinni hálfleik, eftir góðan fyrri hálfleik, og ekki nýtt tækifærið til að rúlla yfir írska liðið. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira
Gamli Manchester United-fyrirliðinn Keane, sem er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands, stóðst ekki mátið að hnýta í forráðamenn írska sambandsins þegar talið barst að því hve langan tíma leitin að Heimi hefði tekið. Stephen Kenny hætti í lok síðasta árs en Heimir var ekki ráðinn fyrr en í sumar. „Það er fullt af góðu fólki sem starfar hjá írska knattspyrnusambandinu en þeir sem taka ákvarðanirnar gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju,“ sagði Keane blákalt í útsendingu ITV, og fékk stjórnandann Mark Pougatch og Ian Wright til að skella upp úr. Roy Keane with some strong words about the FAI for the ITV audience.pic.twitter.com/0eTkZvkbNp— Balls.ie (@ballsdotie) September 7, 2024 Keane óskaði Heimi hins vegar velfarnaðar í starfi en Heimir var sjálfur óánægður með leik sinna manna í gær. Kom til greina í starfið sem Heimir fékk Keane var einn af þeim sem orðaðir voru við starf landsliðsþjálfara Írlands síðasta vetur, og er sagður hafa verið tekinn í viðtal vegna starfsins. Hann starfaði síðast fyrir írska sambandið þegar hann var aðstoðarmaður Martins O‘Neill á árunum 2013-2018. Írar komust þá meðal annars í 16-liða úrslit á EM 2016, eða aðeins styttra en íslenska landsliðið undir stjórn Heimis og Lars Lagerbäck. Keane hvatti Heimi til þess að láta írska liðið spila einfaldari fótbolta en það átti að gera undir stjórn Kenny. Þannig vonast hann eftir betri árangri en Írar hafa ekki komist á stórmót síðan árið 2016. Vill að Heimir einfaldi hlutina „Stephen Kenny vildi spila ákveðna tegund af fótbolta en við vorum bara ekki með nógu mikla gæðaleikmenn. Við reyndum of margar sendingar og vorum of opnir fyrir. Síðustu ár hefur írska liðið spilað boltanum of mikið. Það þarf að fara aftur í grunnatriðin og gera mótherjanum erfitt fyrir að ná í sigur,“ sagði Keane. „Það versta er að áhugi fólks hefur minnkað á síðustu árum. Það er samkeppni við ruðninginn og stuðningsmenn verða að sjá lið sem stendur sig vel og er erfitt að vinna,“ sagði Keane og bætti við að síðustu ár hefðu einfaldlega ekki verið nógu góð fyrir Írland, bæði innan sem utan vallar. Hann sagði ómögulegt að gagnrýna írska liðið mikið eftir tapið í gær, vegna styrkleika andstæðinganna. Englendingarnir hefðu þó verið skelfilegir í seinni hálfleik, eftir góðan fyrri hálfleik, og ekki nýtt tækifærið til að rúlla yfir írska liðið.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira