Þetta er á meðal þess sem er greint frá í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Annar einstaklingur var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa verið til vandræða við lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í dagbókinni segir að ítrekað hafi verið reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið en án árangurs, og því hafi hann verið handtekinn.
Þá var maður handtekinn í miðbænum vegna þess að hann var með hníf. Sá var fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og honum sleppt í framhaldinu.
Einn maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar, en ekki er gefið meira upp um árásina.