Fjölskyldan í fyrsta sæti hjá Falk sem missti af stórleiknum gegn Bröndby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 11:01 Fyrirliðinn Rasmus Falk í leik með FCK á þessari leiktíð. Craig Foy/Getty Images Rasmus Falk, fyrirliði FC Kaupmannahafnar, missti af nágrannaslagnum gegn Bröndby á dögunum þar sem eiginkona hans, Jacqueline Ann Sofie Falk Østergaard, þurfti að gangast undir aðgerð eftir að hafa fætt fyrirbura fyrr í sumar. Falk hefur nú tjáð sig um atvikið á samfélagsmiðlum en stuðningsfólki félagsins brá heldur betur brún í þegar það sá nafn hans hvergi á leikskýrslunni í stórleiknum gegn Bröndby. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Falk að síðustu vikur hafi verið erfiðar en sonur þeirra kom í heiminn þann 29. júlí, rúmum 9 vikum fyrir settan dag. Degi áður hafði Falk verið að spila með FCK gegn AGF þegar hann var tekinn af velli og sást skömmu síðar hlaupa í átt til búningsherbergja, degi síðar kom sonur þeirra svo í heiminn. View this post on Instagram A post shared by @rasmusfalkjensen Í færslu sinni segir hann að síðan þá hafi lítið verið sofið og allskyns skoðanir átt sér stað enda drengurinn fæddur löngu fyrir settan dag. Hann segir samt mikla gleði, von og óendanlega ást hafa umlukið sig og Jacqueline þar sem sonur þeirra var loks kominn í heiminn. Þó Jacqueline og sonur hans hafi verið á spítalanum hefur Falk samt verið í lykilhlutverki hjá FCK. Það er þangað til liðið mætti Bröndby í því sem er einn stærsti leikur Skandinavíu. Moi lukker og slukker🔒🔥#fcklive #sldk pic.twitter.com/Rlw9w0ZlXR— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2024 Þegar það styttist í lokin á spítalavist þeirra þurfti Jacqueline skyndilega að undirgangast aðgerð og því gat Falk ekki gefið kost á sér í leikinn. Ekki kemur fram hvers vegna Jacqueline þurfti að fara í aðgerð en sem betur fer er hún á batavegi og segir Falk þau við það að vera tilbúin að takast á við lífið utan veggja spítalans sem fjölskylda. Miðjumaðurinn hefur fengið þó nokkra daga í frí þar sem nú er landsleikjahlé en reikna má með Falk í byrjunarliði FCK þegar liðið mætir ríkjandi meisturum í Midtjylland þann 14. september næstkomandi. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Atalanta - Chelsea | Hvaða útgáfa af Chelsea mætir til leiks? Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Sjá meira
Falk hefur nú tjáð sig um atvikið á samfélagsmiðlum en stuðningsfólki félagsins brá heldur betur brún í þegar það sá nafn hans hvergi á leikskýrslunni í stórleiknum gegn Bröndby. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Falk að síðustu vikur hafi verið erfiðar en sonur þeirra kom í heiminn þann 29. júlí, rúmum 9 vikum fyrir settan dag. Degi áður hafði Falk verið að spila með FCK gegn AGF þegar hann var tekinn af velli og sást skömmu síðar hlaupa í átt til búningsherbergja, degi síðar kom sonur þeirra svo í heiminn. View this post on Instagram A post shared by @rasmusfalkjensen Í færslu sinni segir hann að síðan þá hafi lítið verið sofið og allskyns skoðanir átt sér stað enda drengurinn fæddur löngu fyrir settan dag. Hann segir samt mikla gleði, von og óendanlega ást hafa umlukið sig og Jacqueline þar sem sonur þeirra var loks kominn í heiminn. Þó Jacqueline og sonur hans hafi verið á spítalanum hefur Falk samt verið í lykilhlutverki hjá FCK. Það er þangað til liðið mætti Bröndby í því sem er einn stærsti leikur Skandinavíu. Moi lukker og slukker🔒🔥#fcklive #sldk pic.twitter.com/Rlw9w0ZlXR— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2024 Þegar það styttist í lokin á spítalavist þeirra þurfti Jacqueline skyndilega að undirgangast aðgerð og því gat Falk ekki gefið kost á sér í leikinn. Ekki kemur fram hvers vegna Jacqueline þurfti að fara í aðgerð en sem betur fer er hún á batavegi og segir Falk þau við það að vera tilbúin að takast á við lífið utan veggja spítalans sem fjölskylda. Miðjumaðurinn hefur fengið þó nokkra daga í frí þar sem nú er landsleikjahlé en reikna má með Falk í byrjunarliði FCK þegar liðið mætir ríkjandi meisturum í Midtjylland þann 14. september næstkomandi.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Atalanta - Chelsea | Hvaða útgáfa af Chelsea mætir til leiks? Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Sjá meira