Fór af velli á þrettándu mínútu í síðasta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 10:02 Alex Morgan kvaddi í gær. Með henni var dóttir hennar Charlie sem er að vera stóra systir. Getty/ Kaelin Mendez Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan lék sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en hún tilkynnti fyrir leikinn að fótboltaskórnir væru að fara upp á hillu. Morgan hafði einnig sagt frá því að hún væri ólétt af sínu öðru barni. Hún endaði ferilinn sem leikmaður San Diego Wave. Síðasti leikurinn var ekki langur hjá Morgan því hún fór af velli á þrettándu mínútu. Morgan spilar í treyju númer þrettán og þetta var því mjög táknræn skipting. @justwomenssports Kvöldið hefði getað orðið aðeins betra fyrir þessa goðsögn því hún fór illa með upplagt tækifæri til að skora í lokaleiknum. Morgan tók vítaspyrnu á tíundu mínútu en lét verja frá sér. Morgan brosti kaldhæðnislega á eftir en hún fékk því ekki alveg draumaendinn sinn. San Diego Wave lenti undir í upphafi leiks en jafnaði metin áður en Morgan yfirgaf völlinn. Liðið varð hins vegar að sætta sig við 4-1 tap í leiknum. Morgan tók af sér fótboltaskóna á miðjum vellinum og sendi fingurkossa til áhorfenda sem sungu nafn hennar. Leikmenn úr báðum liðum komu til hennar og fögnuðu endalokunum með henni. Hún er ein farsælasta knattspyrnukona sögunnar og endar sem fimmti markahæsti leikmaður bandaríska landsliðsins með 123 mörk í 224 leikjum. Hún sem leiðtogi liðsins var einnig í fararbroddi í baráttu liðsins fyrir jafnrétti og sömu kjörum og karlarnir. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Morgan hafði einnig sagt frá því að hún væri ólétt af sínu öðru barni. Hún endaði ferilinn sem leikmaður San Diego Wave. Síðasti leikurinn var ekki langur hjá Morgan því hún fór af velli á þrettándu mínútu. Morgan spilar í treyju númer þrettán og þetta var því mjög táknræn skipting. @justwomenssports Kvöldið hefði getað orðið aðeins betra fyrir þessa goðsögn því hún fór illa með upplagt tækifæri til að skora í lokaleiknum. Morgan tók vítaspyrnu á tíundu mínútu en lét verja frá sér. Morgan brosti kaldhæðnislega á eftir en hún fékk því ekki alveg draumaendinn sinn. San Diego Wave lenti undir í upphafi leiks en jafnaði metin áður en Morgan yfirgaf völlinn. Liðið varð hins vegar að sætta sig við 4-1 tap í leiknum. Morgan tók af sér fótboltaskóna á miðjum vellinum og sendi fingurkossa til áhorfenda sem sungu nafn hennar. Leikmenn úr báðum liðum komu til hennar og fögnuðu endalokunum með henni. Hún er ein farsælasta knattspyrnukona sögunnar og endar sem fimmti markahæsti leikmaður bandaríska landsliðsins með 123 mörk í 224 leikjum. Hún sem leiðtogi liðsins var einnig í fararbroddi í baráttu liðsins fyrir jafnrétti og sömu kjörum og karlarnir. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira