Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2024 12:14 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur stýrt ógnarsterku landsliði Noregs undanfarin ár. EPA-EFE/Zsol Þórir Hergeirsson ætlar að láta af störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta eftir komandi Evrópumót í desember. Þórir leiddi þær norsku til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París og hefur unnið tíu gullverðlaun með landsliðið á stórmóti. Ákvörðunin var kynnt á blaðamannafundi í Noregi í dag. „Evrópumótið verður mitt síðasta stórmót. Ég hætti eftir það. Mér finnst það vera rétt ákvörðun,“ sagði Þórir á blaðamannafundinum. Hann stendur á sextugu og á að baki magnaðan feril sem landsliðsþjálfari. Norsku stelpurnar slátruðu þeim frönsku í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í ágúst. Síðan þá hafa norskir fjölmiðlar gengið á eftir Þóri varðandi framtíðina en Selfyssingurinn hefur ekki látið neitt uppi, fyrr en nú. „Í fyrsta lagi held ég að ákvörðunin sé rétt fyrir mig. Svo er ég fylgjandi því að sá sem leiðir landsliðið á Ólympíuleikana árið 2028 fái þau ár sem líða frá Evrópumótinu í desember og til þeirra Ólympíuleika. Það er góður vinnutími svo ég held að niðurstaðan sé rétt,“ sagði Þórir. Titlar á titla ofan Ferilskrá Þóris er mögnuð. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fimmtán ár en hann var þar á undan aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001. Á fimmtán árum hefur Noregur tíu sinnum landað gullverðlaunum á heimsmeistaramóti, Evrópumóti og Ólympíuleikum. Þá hefur hann verið valinn kvennaþjálfari ársins í Noregi í þrígang. Þórir hefur einnig hlotið nafnbótina þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, bæði 2021 og 2022. Hann hlýtur að telja líklegur til að hljóta nafnbótina þriðja sinn í desember. Mikill missir Kåre Geir Lio, forseti norska handboltasambandsins, staldraði við feril Þóris á blaðamannafundinum í dag. „Ef þú horfir yfir líf Þóris þá hefur hann einkennst af lærdómi, þróun og bætingu. Hann hefur leitað nýrra aðferða til að vinna vinnu sínu. Hann hefur verið á toppnum í því hvernig nálgast skuli handbolta,“ sagði Lio og nefndi sérstaklega hvernig Þórir hafi beitt einstaklingsmiðaðri þjálfun í hópumhverfisíþrótt. Sambandið ætli að gefa sér tíma til að finna arftaka Þóris, góðan tíma en ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Camilla Herrem, ein af stjörnum landsliðsins, segist hafa fengið tíðindin á sama tíma og aðrir. Hún lýsir Þóri sem frábærum einstaklingi sem hafi unnið aðdáunarvert starf fyrir norskan handbolta, innan sem utan vallar. Það sé því mikill missir af Selfyssingnum sem þó á eftir að stýra norska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok nóvember. Frétt NRK. Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Ákvörðunin var kynnt á blaðamannafundi í Noregi í dag. „Evrópumótið verður mitt síðasta stórmót. Ég hætti eftir það. Mér finnst það vera rétt ákvörðun,“ sagði Þórir á blaðamannafundinum. Hann stendur á sextugu og á að baki magnaðan feril sem landsliðsþjálfari. Norsku stelpurnar slátruðu þeim frönsku í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í ágúst. Síðan þá hafa norskir fjölmiðlar gengið á eftir Þóri varðandi framtíðina en Selfyssingurinn hefur ekki látið neitt uppi, fyrr en nú. „Í fyrsta lagi held ég að ákvörðunin sé rétt fyrir mig. Svo er ég fylgjandi því að sá sem leiðir landsliðið á Ólympíuleikana árið 2028 fái þau ár sem líða frá Evrópumótinu í desember og til þeirra Ólympíuleika. Það er góður vinnutími svo ég held að niðurstaðan sé rétt,“ sagði Þórir. Titlar á titla ofan Ferilskrá Þóris er mögnuð. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fimmtán ár en hann var þar á undan aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001. Á fimmtán árum hefur Noregur tíu sinnum landað gullverðlaunum á heimsmeistaramóti, Evrópumóti og Ólympíuleikum. Þá hefur hann verið valinn kvennaþjálfari ársins í Noregi í þrígang. Þórir hefur einnig hlotið nafnbótina þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, bæði 2021 og 2022. Hann hlýtur að telja líklegur til að hljóta nafnbótina þriðja sinn í desember. Mikill missir Kåre Geir Lio, forseti norska handboltasambandsins, staldraði við feril Þóris á blaðamannafundinum í dag. „Ef þú horfir yfir líf Þóris þá hefur hann einkennst af lærdómi, þróun og bætingu. Hann hefur leitað nýrra aðferða til að vinna vinnu sínu. Hann hefur verið á toppnum í því hvernig nálgast skuli handbolta,“ sagði Lio og nefndi sérstaklega hvernig Þórir hafi beitt einstaklingsmiðaðri þjálfun í hópumhverfisíþrótt. Sambandið ætli að gefa sér tíma til að finna arftaka Þóris, góðan tíma en ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Camilla Herrem, ein af stjörnum landsliðsins, segist hafa fengið tíðindin á sama tíma og aðrir. Hún lýsir Þóri sem frábærum einstaklingi sem hafi unnið aðdáunarvert starf fyrir norskan handbolta, innan sem utan vallar. Það sé því mikill missir af Selfyssingnum sem þó á eftir að stýra norska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok nóvember. Frétt NRK.
Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira