Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2024 12:14 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur stýrt ógnarsterku landsliði Noregs undanfarin ár. EPA-EFE/Zsol Þórir Hergeirsson ætlar að láta af störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta eftir komandi Evrópumót í desember. Þórir leiddi þær norsku til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París og hefur unnið tíu gullverðlaun með landsliðið á stórmóti. Ákvörðunin var kynnt á blaðamannafundi í Noregi í dag. „Evrópumótið verður mitt síðasta stórmót. Ég hætti eftir það. Mér finnst það vera rétt ákvörðun,“ sagði Þórir á blaðamannafundinum. Hann stendur á sextugu og á að baki magnaðan feril sem landsliðsþjálfari. Norsku stelpurnar slátruðu þeim frönsku í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í ágúst. Síðan þá hafa norskir fjölmiðlar gengið á eftir Þóri varðandi framtíðina en Selfyssingurinn hefur ekki látið neitt uppi, fyrr en nú. „Í fyrsta lagi held ég að ákvörðunin sé rétt fyrir mig. Svo er ég fylgjandi því að sá sem leiðir landsliðið á Ólympíuleikana árið 2028 fái þau ár sem líða frá Evrópumótinu í desember og til þeirra Ólympíuleika. Það er góður vinnutími svo ég held að niðurstaðan sé rétt,“ sagði Þórir. Titlar á titla ofan Ferilskrá Þóris er mögnuð. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fimmtán ár en hann var þar á undan aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001. Á fimmtán árum hefur Noregur tíu sinnum landað gullverðlaunum á heimsmeistaramóti, Evrópumóti og Ólympíuleikum. Þá hefur hann verið valinn kvennaþjálfari ársins í Noregi í þrígang. Þórir hefur einnig hlotið nafnbótina þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, bæði 2021 og 2022. Hann hlýtur að telja líklegur til að hljóta nafnbótina þriðja sinn í desember. Mikill missir Kåre Geir Lio, forseti norska handboltasambandsins, staldraði við feril Þóris á blaðamannafundinum í dag. „Ef þú horfir yfir líf Þóris þá hefur hann einkennst af lærdómi, þróun og bætingu. Hann hefur leitað nýrra aðferða til að vinna vinnu sínu. Hann hefur verið á toppnum í því hvernig nálgast skuli handbolta,“ sagði Lio og nefndi sérstaklega hvernig Þórir hafi beitt einstaklingsmiðaðri þjálfun í hópumhverfisíþrótt. Sambandið ætli að gefa sér tíma til að finna arftaka Þóris, góðan tíma en ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Camilla Herrem, ein af stjörnum landsliðsins, segist hafa fengið tíðindin á sama tíma og aðrir. Hún lýsir Þóri sem frábærum einstaklingi sem hafi unnið aðdáunarvert starf fyrir norskan handbolta, innan sem utan vallar. Það sé því mikill missir af Selfyssingnum sem þó á eftir að stýra norska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok nóvember. Frétt NRK. Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Ákvörðunin var kynnt á blaðamannafundi í Noregi í dag. „Evrópumótið verður mitt síðasta stórmót. Ég hætti eftir það. Mér finnst það vera rétt ákvörðun,“ sagði Þórir á blaðamannafundinum. Hann stendur á sextugu og á að baki magnaðan feril sem landsliðsþjálfari. Norsku stelpurnar slátruðu þeim frönsku í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í ágúst. Síðan þá hafa norskir fjölmiðlar gengið á eftir Þóri varðandi framtíðina en Selfyssingurinn hefur ekki látið neitt uppi, fyrr en nú. „Í fyrsta lagi held ég að ákvörðunin sé rétt fyrir mig. Svo er ég fylgjandi því að sá sem leiðir landsliðið á Ólympíuleikana árið 2028 fái þau ár sem líða frá Evrópumótinu í desember og til þeirra Ólympíuleika. Það er góður vinnutími svo ég held að niðurstaðan sé rétt,“ sagði Þórir. Titlar á titla ofan Ferilskrá Þóris er mögnuð. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fimmtán ár en hann var þar á undan aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001. Á fimmtán árum hefur Noregur tíu sinnum landað gullverðlaunum á heimsmeistaramóti, Evrópumóti og Ólympíuleikum. Þá hefur hann verið valinn kvennaþjálfari ársins í Noregi í þrígang. Þórir hefur einnig hlotið nafnbótina þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, bæði 2021 og 2022. Hann hlýtur að telja líklegur til að hljóta nafnbótina þriðja sinn í desember. Mikill missir Kåre Geir Lio, forseti norska handboltasambandsins, staldraði við feril Þóris á blaðamannafundinum í dag. „Ef þú horfir yfir líf Þóris þá hefur hann einkennst af lærdómi, þróun og bætingu. Hann hefur leitað nýrra aðferða til að vinna vinnu sínu. Hann hefur verið á toppnum í því hvernig nálgast skuli handbolta,“ sagði Lio og nefndi sérstaklega hvernig Þórir hafi beitt einstaklingsmiðaðri þjálfun í hópumhverfisíþrótt. Sambandið ætli að gefa sér tíma til að finna arftaka Þóris, góðan tíma en ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Camilla Herrem, ein af stjörnum landsliðsins, segist hafa fengið tíðindin á sama tíma og aðrir. Hún lýsir Þóri sem frábærum einstaklingi sem hafi unnið aðdáunarvert starf fyrir norskan handbolta, innan sem utan vallar. Það sé því mikill missir af Selfyssingnum sem þó á eftir að stýra norska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok nóvember. Frétt NRK.
Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira