Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2024 12:14 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur stýrt ógnarsterku landsliði Noregs undanfarin ár. EPA-EFE/Zsol Þórir Hergeirsson ætlar að láta af störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta eftir komandi Evrópumót í desember. Þórir leiddi þær norsku til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París og hefur unnið tíu gullverðlaun með landsliðið á stórmóti. Ákvörðunin var kynnt á blaðamannafundi í Noregi í dag. „Evrópumótið verður mitt síðasta stórmót. Ég hætti eftir það. Mér finnst það vera rétt ákvörðun,“ sagði Þórir á blaðamannafundinum. Hann stendur á sextugu og á að baki magnaðan feril sem landsliðsþjálfari. Norsku stelpurnar slátruðu þeim frönsku í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í ágúst. Síðan þá hafa norskir fjölmiðlar gengið á eftir Þóri varðandi framtíðina en Selfyssingurinn hefur ekki látið neitt uppi, fyrr en nú. „Í fyrsta lagi held ég að ákvörðunin sé rétt fyrir mig. Svo er ég fylgjandi því að sá sem leiðir landsliðið á Ólympíuleikana árið 2028 fái þau ár sem líða frá Evrópumótinu í desember og til þeirra Ólympíuleika. Það er góður vinnutími svo ég held að niðurstaðan sé rétt,“ sagði Þórir. Titlar á titla ofan Ferilskrá Þóris er mögnuð. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fimmtán ár en hann var þar á undan aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001. Á fimmtán árum hefur Noregur tíu sinnum landað gullverðlaunum á heimsmeistaramóti, Evrópumóti og Ólympíuleikum. Þá hefur hann verið valinn kvennaþjálfari ársins í Noregi í þrígang. Þórir hefur einnig hlotið nafnbótina þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, bæði 2021 og 2022. Hann hlýtur að telja líklegur til að hljóta nafnbótina þriðja sinn í desember. Mikill missir Kåre Geir Lio, forseti norska handboltasambandsins, staldraði við feril Þóris á blaðamannafundinum í dag. „Ef þú horfir yfir líf Þóris þá hefur hann einkennst af lærdómi, þróun og bætingu. Hann hefur leitað nýrra aðferða til að vinna vinnu sínu. Hann hefur verið á toppnum í því hvernig nálgast skuli handbolta,“ sagði Lio og nefndi sérstaklega hvernig Þórir hafi beitt einstaklingsmiðaðri þjálfun í hópumhverfisíþrótt. Sambandið ætli að gefa sér tíma til að finna arftaka Þóris, góðan tíma en ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Camilla Herrem, ein af stjörnum landsliðsins, segist hafa fengið tíðindin á sama tíma og aðrir. Hún lýsir Þóri sem frábærum einstaklingi sem hafi unnið aðdáunarvert starf fyrir norskan handbolta, innan sem utan vallar. Það sé því mikill missir af Selfyssingnum sem þó á eftir að stýra norska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok nóvember. Frétt NRK. Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Ákvörðunin var kynnt á blaðamannafundi í Noregi í dag. „Evrópumótið verður mitt síðasta stórmót. Ég hætti eftir það. Mér finnst það vera rétt ákvörðun,“ sagði Þórir á blaðamannafundinum. Hann stendur á sextugu og á að baki magnaðan feril sem landsliðsþjálfari. Norsku stelpurnar slátruðu þeim frönsku í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í ágúst. Síðan þá hafa norskir fjölmiðlar gengið á eftir Þóri varðandi framtíðina en Selfyssingurinn hefur ekki látið neitt uppi, fyrr en nú. „Í fyrsta lagi held ég að ákvörðunin sé rétt fyrir mig. Svo er ég fylgjandi því að sá sem leiðir landsliðið á Ólympíuleikana árið 2028 fái þau ár sem líða frá Evrópumótinu í desember og til þeirra Ólympíuleika. Það er góður vinnutími svo ég held að niðurstaðan sé rétt,“ sagði Þórir. Titlar á titla ofan Ferilskrá Þóris er mögnuð. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fimmtán ár en hann var þar á undan aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001. Á fimmtán árum hefur Noregur tíu sinnum landað gullverðlaunum á heimsmeistaramóti, Evrópumóti og Ólympíuleikum. Þá hefur hann verið valinn kvennaþjálfari ársins í Noregi í þrígang. Þórir hefur einnig hlotið nafnbótina þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, bæði 2021 og 2022. Hann hlýtur að telja líklegur til að hljóta nafnbótina þriðja sinn í desember. Mikill missir Kåre Geir Lio, forseti norska handboltasambandsins, staldraði við feril Þóris á blaðamannafundinum í dag. „Ef þú horfir yfir líf Þóris þá hefur hann einkennst af lærdómi, þróun og bætingu. Hann hefur leitað nýrra aðferða til að vinna vinnu sínu. Hann hefur verið á toppnum í því hvernig nálgast skuli handbolta,“ sagði Lio og nefndi sérstaklega hvernig Þórir hafi beitt einstaklingsmiðaðri þjálfun í hópumhverfisíþrótt. Sambandið ætli að gefa sér tíma til að finna arftaka Þóris, góðan tíma en ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Camilla Herrem, ein af stjörnum landsliðsins, segist hafa fengið tíðindin á sama tíma og aðrir. Hún lýsir Þóri sem frábærum einstaklingi sem hafi unnið aðdáunarvert starf fyrir norskan handbolta, innan sem utan vallar. Það sé því mikill missir af Selfyssingnum sem þó á eftir að stýra norska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok nóvember. Frétt NRK.
Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða