„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2024 21:21 Inga Norðdahl lýsir því hvernig starfssystir hennar brást við dónakarlinum í fluginu til Mallorca. Egill Aðalsteinsson Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt brot úr þættinum. Þar var farið var á fund með „sexunum“ en þær hittast venjulega einu sinni í mánuði. Nafn hópsins vísar til DC 6-flugvélanna, sem Flugfélagið rak. Það eru þó fleiri tegundir sem þær halda upp á. Þristurinn Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi.Snorri Snorrason „Mér fannst voða gaman að þristi af því að ég fékk einu sinni að stýra,“ sagði Inga Norðdahl en bætti snarlega við að það hafi ekki mátt. Tvær Flugfélagsvélar á Ísafjarðarflugvelli, Vickers Viscount og Douglas Dakota.Snorri Snorrason Þær Guðný Jónasdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir sögðu þó að Fokkerinn hefði verið mikið betri. Þá nefndi Guðný að Viscountinn hefði verið ljúfur. Guðný Jónasdóttir lýsir því hvernig Viscountinn vaggaði.Egill Aðalsteinsson „Og vaggaði svo mikið, mjúkur. Mjög gaman að fljúga á honum,“ sagði Guðný. Mannfjöldi fagnaði komu Gullfaxa árið 1967.Snorri Snorrason Þær voru fyrsta kynslóð íslenskra flugfreyja sem fór á þotu. Þegar við spurðum hópinn hverjar hefðu farið á Þotuna, með stórum staf, réttu allar upp hönd. Sögðust meira að segja hafa mætt út á Reykjavíkurflugvöll daginn sem hún kom í júní 1967. Sexurnar réttu allar upp hönd þegar spurt var hverjar hefðu farið á „Þotuna“. Inga Norðdahl rifjaði upp sögu af því hvernig orðheppin starfssystir skilaði skömminni til dónans. Það hafi verið í flugi til Mallorca. „Það er einn karl í gangsæti sem klípur hana í afturendann. Og hún snýr sér svona við, beint að manninum, og þá fær hún athygli allra í kring: „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum.“.“ Og bætti við að viðkomandi hefði lippast niður í sæti sitt og ekki sést það sem eftir lifði ferðar. Ég var ekki tilbúin að hætta 67 ára. Ég var í banastuði, sagði Kristín Bernhöft.Egill Aðalsteinsson „Þetta var yndislegur tími. Ég var ekki tilbúin að hætta 67 ára. Ég var bara í banastuði að halda áfram,“ sagði Kristín Bernhöft. Fjallað var um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973 í öðrum þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2 í kvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þáttinn í streymisveitu Stöðvar 2. Í þriðja þætti, mánudagskvöldið 16. september, verður fjallað um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Kynferðisofbeldi Einu sinni var... Tengdar fréttir Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Flugfélag Íslands númer tvö, sem starfaði á árunum 1928 til 1931, lifði ekki af kreppuna. Gjaldþrot félagsins varð hins vegar til þess að fyrstu íslensku flugvirkjarnir gerðust flugvélasmiðir. Þeir smíðuðu flugvél, þá fyrstu sem alfarið var hönnuð og smíðuð á Íslandi. 8. september 2024 07:37 Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. 3. september 2024 22:44 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt brot úr þættinum. Þar var farið var á fund með „sexunum“ en þær hittast venjulega einu sinni í mánuði. Nafn hópsins vísar til DC 6-flugvélanna, sem Flugfélagið rak. Það eru þó fleiri tegundir sem þær halda upp á. Þristurinn Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi.Snorri Snorrason „Mér fannst voða gaman að þristi af því að ég fékk einu sinni að stýra,“ sagði Inga Norðdahl en bætti snarlega við að það hafi ekki mátt. Tvær Flugfélagsvélar á Ísafjarðarflugvelli, Vickers Viscount og Douglas Dakota.Snorri Snorrason Þær Guðný Jónasdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir sögðu þó að Fokkerinn hefði verið mikið betri. Þá nefndi Guðný að Viscountinn hefði verið ljúfur. Guðný Jónasdóttir lýsir því hvernig Viscountinn vaggaði.Egill Aðalsteinsson „Og vaggaði svo mikið, mjúkur. Mjög gaman að fljúga á honum,“ sagði Guðný. Mannfjöldi fagnaði komu Gullfaxa árið 1967.Snorri Snorrason Þær voru fyrsta kynslóð íslenskra flugfreyja sem fór á þotu. Þegar við spurðum hópinn hverjar hefðu farið á Þotuna, með stórum staf, réttu allar upp hönd. Sögðust meira að segja hafa mætt út á Reykjavíkurflugvöll daginn sem hún kom í júní 1967. Sexurnar réttu allar upp hönd þegar spurt var hverjar hefðu farið á „Þotuna“. Inga Norðdahl rifjaði upp sögu af því hvernig orðheppin starfssystir skilaði skömminni til dónans. Það hafi verið í flugi til Mallorca. „Það er einn karl í gangsæti sem klípur hana í afturendann. Og hún snýr sér svona við, beint að manninum, og þá fær hún athygli allra í kring: „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum.“.“ Og bætti við að viðkomandi hefði lippast niður í sæti sitt og ekki sést það sem eftir lifði ferðar. Ég var ekki tilbúin að hætta 67 ára. Ég var í banastuði, sagði Kristín Bernhöft.Egill Aðalsteinsson „Þetta var yndislegur tími. Ég var ekki tilbúin að hætta 67 ára. Ég var bara í banastuði að halda áfram,“ sagði Kristín Bernhöft. Fjallað var um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973 í öðrum þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2 í kvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þáttinn í streymisveitu Stöðvar 2. Í þriðja þætti, mánudagskvöldið 16. september, verður fjallað um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Kynferðisofbeldi Einu sinni var... Tengdar fréttir Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Flugfélag Íslands númer tvö, sem starfaði á árunum 1928 til 1931, lifði ekki af kreppuna. Gjaldþrot félagsins varð hins vegar til þess að fyrstu íslensku flugvirkjarnir gerðust flugvélasmiðir. Þeir smíðuðu flugvél, þá fyrstu sem alfarið var hönnuð og smíðuð á Íslandi. 8. september 2024 07:37 Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. 3. september 2024 22:44 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Flugfélag Íslands númer tvö, sem starfaði á árunum 1928 til 1931, lifði ekki af kreppuna. Gjaldþrot félagsins varð hins vegar til þess að fyrstu íslensku flugvirkjarnir gerðust flugvélasmiðir. Þeir smíðuðu flugvél, þá fyrstu sem alfarið var hönnuð og smíðuð á Íslandi. 8. september 2024 07:37
Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. 3. september 2024 22:44
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00