Þaggaði niður í sínum bestu vinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 10:32 Kristall Máni Ingason fagnar einu af þremur mörkum sínum í sigurleiknum á Dönum fyrir helgi. Vísir/Anton Kristall Máni Ingason sló markamet 21 árs landsliðsins þegar hann skoraði þrennu í sigri á Dönum í síðustu viku og hann verður aftur í sviðsljósinu með íslenska 21 árs landsliðinu í dag. Íslensku strákarnir mæta þá Wales í Víkinni í undankeppni EM 2025 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 16.20. Valur Páll Eiríksson hitti Kristal á æfingu íslenska liðsins í gær. Honum leiddist ekkert að skora þrennu á móti Dönum. „Þetta var fjör. Ég get ekki sagt annað. Það var skemmtilegt að vinna þá og skora,“ sagði Kristall. Hann talaði um það fyrir leikinn að hann ætlaði að láta Danina finna fyrir sér en Kristall spilar í dönsku deildinni. Hann stóð við stóru orðin. Stóð við stóru orðin „Ég gat ekki gert annað því ég fékk mikið af skilaboðum um þetta viðtal. Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin,“ sagði Kristall. Hefur síminn hans stoppað eftir leikinn? „Þetta var meira bara fyrir leik. Menn að hlæja að þessum orðum og senda mér fréttina. Svo hlógu menn að þessu eftir á og höfðu gaman af þessu,“ sagði Kristall. Klippa: „Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin“ „Ég þaggaði niðri í nokkrum og sérstaklega mínum bestu vinum. Ég þaggaði aðeins niðri í þeim,“ sagði Kristall. Í okkar höndum Sigurinn á Dönum var gríðarlega mikilvægur og hélt íslenska liðinu á lífi í riðlinum. „Ef við gerum það sem við ætlum okkur á morgun [í dag] þá er þetta í okkar höndum. Ég myndi segja að þetta sé í okkar höndum eins og staðan er núna,“ sagði Kristall. Kristall Máni bætti markamet Emils Atlasonar með 21 árs landsliðinu. Kristall er nú kominn með ellefu mörk i átján leikjum með U21.Vísir/Anton „Þetta er hörku riðlill og það eru fjögur lið að berjast um fyrsta sætið og umspilssætið. Þetta er krefjandi,“ sagði Kristall. Hvernig líst honum á leikinn við Wales? Alltaf markmiðið að hækka töluna „Ég get ekki beðið. Spila annan leik hérna á heimavelli. Wales er með sterkt lið, líkamlega sterkir og öðruvísi en Danirnir. Ég held að þetta verði hörku leikur en við þurfum bara þessa þrjá punkta,“ sagði Kristall. Mun hann bæta við mörkum í dag? „Það er alltaf planið. Það er alltaf markmiðið að hækka þessa tölu,“ sagði Kristall sem hefur skorað 11 mörk í 18 leikjum fyrir íslenska 21 árs landsliðið. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Íslensku strákarnir mæta þá Wales í Víkinni í undankeppni EM 2025 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 16.20. Valur Páll Eiríksson hitti Kristal á æfingu íslenska liðsins í gær. Honum leiddist ekkert að skora þrennu á móti Dönum. „Þetta var fjör. Ég get ekki sagt annað. Það var skemmtilegt að vinna þá og skora,“ sagði Kristall. Hann talaði um það fyrir leikinn að hann ætlaði að láta Danina finna fyrir sér en Kristall spilar í dönsku deildinni. Hann stóð við stóru orðin. Stóð við stóru orðin „Ég gat ekki gert annað því ég fékk mikið af skilaboðum um þetta viðtal. Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin,“ sagði Kristall. Hefur síminn hans stoppað eftir leikinn? „Þetta var meira bara fyrir leik. Menn að hlæja að þessum orðum og senda mér fréttina. Svo hlógu menn að þessu eftir á og höfðu gaman af þessu,“ sagði Kristall. Klippa: „Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin“ „Ég þaggaði niðri í nokkrum og sérstaklega mínum bestu vinum. Ég þaggaði aðeins niðri í þeim,“ sagði Kristall. Í okkar höndum Sigurinn á Dönum var gríðarlega mikilvægur og hélt íslenska liðinu á lífi í riðlinum. „Ef við gerum það sem við ætlum okkur á morgun [í dag] þá er þetta í okkar höndum. Ég myndi segja að þetta sé í okkar höndum eins og staðan er núna,“ sagði Kristall. Kristall Máni bætti markamet Emils Atlasonar með 21 árs landsliðinu. Kristall er nú kominn með ellefu mörk i átján leikjum með U21.Vísir/Anton „Þetta er hörku riðlill og það eru fjögur lið að berjast um fyrsta sætið og umspilssætið. Þetta er krefjandi,“ sagði Kristall. Hvernig líst honum á leikinn við Wales? Alltaf markmiðið að hækka töluna „Ég get ekki beðið. Spila annan leik hérna á heimavelli. Wales er með sterkt lið, líkamlega sterkir og öðruvísi en Danirnir. Ég held að þetta verði hörku leikur en við þurfum bara þessa þrjá punkta,“ sagði Kristall. Mun hann bæta við mörkum í dag? „Það er alltaf planið. Það er alltaf markmiðið að hækka þessa tölu,“ sagði Kristall sem hefur skorað 11 mörk í 18 leikjum fyrir íslenska 21 árs landsliðið. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira