Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2024 10:20 Airbus A321-þotan í útliti Icelandair við flugvélaverksmiðjurnar í Hamborg í gærkvöldi. Icelandair/Airbus TF-IAA, fyrsta Airbus-þotan sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Áætlað er að þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 LR, komi til landsins í nóvember og verði fáum dögum síðar tekin í notkun á áætlunarleiðum Icelandair. Flugvélinni rennt út af málningarverkstæðinu í Hamborg í gærkvöldi. Icelandair gat valið um hvíta eða svarta gluggaramma á framgluggunum og valdi svarta, eins konar gleraugu.Icelandair/Airbus Hér fylgja fyrstu myndir af vélinni í litum Icelandair. Næst á dagskrá í framleiðsluferlinu er að koma fyrir hreyflum á vængjunum og setja sæti og afþreyingarkerfi um borð, samkvæmt upplýsingum Icelandair. Því næst fer hún í flugprófanir á vegum Airbus áður en félagið fær hana formlega afhenta eftir um það bil tvo mánuði. Frá málun þotunnar.Icelandair/Airbus Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu kynningu síðastliðinn fimmtudag frá fulltrúa Icelandair á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því viðamikla verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun áhafna og annars starfsfólks, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. Eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku munu fjórar Airbus A321 bætast við flota Icelandair fyrir sumarið 2025. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Nafn Icelandair komið á skrokkinn.Icelandair/Airbus Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Ein af frumgerðum þeirrar tegundar kom hingað til lands í fyrra til flugprófana í sterkum hliðarvindi á Keflavíkurflugvelli, sem sjá má hér: Icelandair Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Flugvélinni rennt út af málningarverkstæðinu í Hamborg í gærkvöldi. Icelandair gat valið um hvíta eða svarta gluggaramma á framgluggunum og valdi svarta, eins konar gleraugu.Icelandair/Airbus Hér fylgja fyrstu myndir af vélinni í litum Icelandair. Næst á dagskrá í framleiðsluferlinu er að koma fyrir hreyflum á vængjunum og setja sæti og afþreyingarkerfi um borð, samkvæmt upplýsingum Icelandair. Því næst fer hún í flugprófanir á vegum Airbus áður en félagið fær hana formlega afhenta eftir um það bil tvo mánuði. Frá málun þotunnar.Icelandair/Airbus Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu kynningu síðastliðinn fimmtudag frá fulltrúa Icelandair á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því viðamikla verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun áhafna og annars starfsfólks, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. Eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku munu fjórar Airbus A321 bætast við flota Icelandair fyrir sumarið 2025. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Nafn Icelandair komið á skrokkinn.Icelandair/Airbus Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Ein af frumgerðum þeirrar tegundar kom hingað til lands í fyrra til flugprófana í sterkum hliðarvindi á Keflavíkurflugvelli, sem sjá má hér:
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21
Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20