Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 12:17 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis á von á átökum í pólitíkinni framundan. Vísir/Vilhelm Það er viðbúið að átakavetur sé framundan í stjórnmálum að sögn forseta Alþingis, sem vonar þó að þingstörf fari fram með skikkanlegum hætti. Síðasti þingvetur fyrir alþingiskosningar hefst í dag þegar þing verður sett síðdegis. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá. Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent