„Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 09:00 Það fór erfiðlega af stað hjá Heimi og hans mönnum í írska landsliðinu. Getty Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. „Það virðist sem írska landsliðið hafi algjörlega gleymt því hvernig á að vinna fótboltaleiki,“ segir í umfjöllun Gavin Cummiskey á Irish Times. „Það er sama gamla sagan fyrir nýjan írskan þjálfara í keppnisleikjum þar sem þjálfaratíð Heimis Hallgrímssonar hefst á tveimur gríðarlega þunglyndislegum töpum,“ bætir hann við. Heimir hóf þjálfaratíð sína á tveimur heimaleikjum í Þjóðadeildinni en báðir töpuðust 2-0, annars vegar gegn Englandi á laugardag, og hins vegar gegn Grikkjum í gær. Misstu tökin eftir hlé Cummiskey segir í umfjöllun sinni þó vera bjarta punkta sem hægt sé að byggja á. Írar hafi spilað nýtt kerfi, 3-5-1-1, og hafi verið nokkuð öflugir framan af leik. Liðið hafi spilað fínan fótbolta en ekki haft neitt upp úr krafsinu. Skallamark Fotis Ioannidis veitti Grikkjum forystu strax í byrjun síðari hálfleiks. Spilamennskan versnaði hjá leikmönnum Heimis eftir það og ógnuðu Írar hvað helst úr föstum leikatriðum. Tilraunir til að ógna með löngum innköstum voru til einskis þar sem köst Dara O'Shea komust aldrei lengra en á fremsta varnarmann Grikkja. Írar hafa engan Aron Einar Gunnarsson til að fleygja knettinum inn á teiginn og töluvert er síðan Rory Delap hætti. Aviva-völlurinn í Dyflinn tæmdist þá snögglega eftir að Christos Tzolis innsiglaði 2-0 sigur Grikkja undir lokin í kjölfar mistaka Alans Browne. Þeir sem ekki gengu á dyr og sátu eftir á vellinum til loka leiks bauluðu hressilega á írska liðið sem er án stiga eftir tvo leiki. Treyjan of þung Heimir sat fyrir svörum eftir leik gærkvöldsins og kallar eftir því að leikmenn í írska liðinu stigi upp. Menn sýni ekki sömu gæði í grænu treyjunni og þeir geri með félagsliðum sínum. Þegar sem best gekk hjá íslenska landsliðinu virtist oft engu máli skipta hvar strákarnir okkar spiluðu. Eða hvort þeir væru að spila reglulega yfirhöfuð. Alltaf smullu hlutirnir þegar í landsliðsverkefni var komið. „Manni líður eins og treyjan sé kannski aðeins of þung fyrir vissa leikmenn. Þegar þeir spila fyrir okkur sýna þeir ekki sömu gæði og þeir gera hjá félögum sínum. Við þurfum að breyta því,“ sagði Heimir á blaðamannafundi eftir leik og bætti við: Strong words from Republic of Ireland manager Heimir Hallgrimsson 👀#BBCFootball pic.twitter.com/hTpsTDyr22— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) September 10, 2024 „Ég hef sagt það áður að sjálfstraust kemur með þekkingu á liðsfélögum. Menn þurfa að vita að ef þeir gera eitthvað, að liðsfélaginn sé tilbúinn að hjálpa til og bakka upp. Menn skortir tengingu sín á milli.“ Erfið staða í riðlinum „Grískur harmleikur“ segja einhverjir í írskum fjölmiðlum og fallið niður í C-deild hangir yfir liðinu segja aðrir. Ljóst er að Írar þurfa að byggja á góðum fyrri hálfleik og rýna í hvað varð þess valdandi að þeir misstu tökin á miðsvæðinu eftir hléið. Verkefnið verður ekki einfaldara fyrir Heimi og félaga þar sem heimsóknir til Helsinki og Aþenu bíða í október áður en haldið verður á Wembley í Lundúnum í nóvember. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
„Það virðist sem írska landsliðið hafi algjörlega gleymt því hvernig á að vinna fótboltaleiki,“ segir í umfjöllun Gavin Cummiskey á Irish Times. „Það er sama gamla sagan fyrir nýjan írskan þjálfara í keppnisleikjum þar sem þjálfaratíð Heimis Hallgrímssonar hefst á tveimur gríðarlega þunglyndislegum töpum,“ bætir hann við. Heimir hóf þjálfaratíð sína á tveimur heimaleikjum í Þjóðadeildinni en báðir töpuðust 2-0, annars vegar gegn Englandi á laugardag, og hins vegar gegn Grikkjum í gær. Misstu tökin eftir hlé Cummiskey segir í umfjöllun sinni þó vera bjarta punkta sem hægt sé að byggja á. Írar hafi spilað nýtt kerfi, 3-5-1-1, og hafi verið nokkuð öflugir framan af leik. Liðið hafi spilað fínan fótbolta en ekki haft neitt upp úr krafsinu. Skallamark Fotis Ioannidis veitti Grikkjum forystu strax í byrjun síðari hálfleiks. Spilamennskan versnaði hjá leikmönnum Heimis eftir það og ógnuðu Írar hvað helst úr föstum leikatriðum. Tilraunir til að ógna með löngum innköstum voru til einskis þar sem köst Dara O'Shea komust aldrei lengra en á fremsta varnarmann Grikkja. Írar hafa engan Aron Einar Gunnarsson til að fleygja knettinum inn á teiginn og töluvert er síðan Rory Delap hætti. Aviva-völlurinn í Dyflinn tæmdist þá snögglega eftir að Christos Tzolis innsiglaði 2-0 sigur Grikkja undir lokin í kjölfar mistaka Alans Browne. Þeir sem ekki gengu á dyr og sátu eftir á vellinum til loka leiks bauluðu hressilega á írska liðið sem er án stiga eftir tvo leiki. Treyjan of þung Heimir sat fyrir svörum eftir leik gærkvöldsins og kallar eftir því að leikmenn í írska liðinu stigi upp. Menn sýni ekki sömu gæði í grænu treyjunni og þeir geri með félagsliðum sínum. Þegar sem best gekk hjá íslenska landsliðinu virtist oft engu máli skipta hvar strákarnir okkar spiluðu. Eða hvort þeir væru að spila reglulega yfirhöfuð. Alltaf smullu hlutirnir þegar í landsliðsverkefni var komið. „Manni líður eins og treyjan sé kannski aðeins of þung fyrir vissa leikmenn. Þegar þeir spila fyrir okkur sýna þeir ekki sömu gæði og þeir gera hjá félögum sínum. Við þurfum að breyta því,“ sagði Heimir á blaðamannafundi eftir leik og bætti við: Strong words from Republic of Ireland manager Heimir Hallgrimsson 👀#BBCFootball pic.twitter.com/hTpsTDyr22— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) September 10, 2024 „Ég hef sagt það áður að sjálfstraust kemur með þekkingu á liðsfélögum. Menn þurfa að vita að ef þeir gera eitthvað, að liðsfélaginn sé tilbúinn að hjálpa til og bakka upp. Menn skortir tengingu sín á milli.“ Erfið staða í riðlinum „Grískur harmleikur“ segja einhverjir í írskum fjölmiðlum og fallið niður í C-deild hangir yfir liðinu segja aðrir. Ljóst er að Írar þurfa að byggja á góðum fyrri hálfleik og rýna í hvað varð þess valdandi að þeir misstu tökin á miðsvæðinu eftir hléið. Verkefnið verður ekki einfaldara fyrir Heimi og félaga þar sem heimsóknir til Helsinki og Aþenu bíða í október áður en haldið verður á Wembley í Lundúnum í nóvember.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira