Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 12:06 Landsréttur segir systkinin ekki skulda dánarbúi foreldra sinna krónu. Vísir/Vilhelm Fjögur systkini þurfa ekki að endurgreiða dánarbúi móður sinnar um 200 milljónir króna sem börn látins bróður þeirra kröfðust. Systkinin fengu samanlagt um einum milljarði króna meira í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp úrskurð í málinu þann 4. september síðastliðinn. Í úrskurðinum segir að við opinber skipti á dánarbúi móðurinnar, sem hefði setið í óskiptu búi eftir andlát eiginmanns síns og föður systkinanna frá árinu 2017 til andláts árið 2020, hafi dánarbúið krafist þess að systkinin fjögur endurgreiddu á bilinu 59 til 60 milljónir á mann. Það hafi búið gert að undirlagi tveggja barna bróður systkinanna tveggja, sem hafi látist árið 2019. Óumdeilt að systkinin hafi fengið meira Óumdeilt hafi verið í málinu að systkinin fjögur hefði fengið talsvert hærri fjárhæðir í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem hafnaði einnig kröfu dánarbúsins, segir að systkinin hafi frá árinu 2010 öll fengið fyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum. Fram til ársins 2015 hafi rúmlega 550 milljónum króna verið ráðstafað úr búinu til systkinanna allra, þar af 112 milljónum til föður barnabarnanna sem höfðuðu málið. Á árunum 2016 til 2019 hafi systkinin fjögur fengið 254,2 milljónir króna í fyrirframgreiddan arf á mann í þremur færslum. Fimmti bróðirinn hafi á þeim tíma ekki fengið krónu. Eftir þessar ráðstafanir hafi dánarbúið nánast verið eignalaust. Tvö systkinanna með umboð Tvö systkinanna hafi árið 2015 fengið fullt og ótakmarkað umboð frá foreldrum sínum til þess að sjá um fjármál þeirra. Barnabörnin tvö hafi haldið því fram að ráðstafanir sem framkvæmdar voru eftir það hafi verið þvert á vilja hjónanna og efni sameiginlegrar erfðaskrár þeirra. Hjónin hafi alla tíð passað upp á að mismuna börnum sínum ekki þegar kom að fyrirframgreiðslu arfs. Þau hafi byggt á því að faðir þeirra hafi verið skylduerfingi hjónanna og hefði því átt að fá jafnan hlut úr búinu. Þá hafi barnabörnin einnig byggt á því að í aðdraganda þess að systkinin fjögur fengu fyrst greiddan arf en ekki bróðirinn árin 2016 hafi vitrænni getu ömmu þeirra farið mjög hrakandi. Þá hafi verið ljóst að afi þeirra hefði ekki heldur verið heill heilsu andlega þegar arfinum var ráðstafað. Ekki sannað að ráðstafanirnar hafi verið þvert á vilja hjónanna Í niðurstöðu Landsréttar segir að dánarbúinu hafi ekki tekist að færa sönnur á það að vilji arfleiðenda, foreldra systkinanna, hefði verið að börn þeirra fengu jafnan arf. Þá hafi ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinunum yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn að þessu leyti. Í 32. grein erfðalaga segir að erfingi sem hlýtur fyrirfram meira fé frá arfleifanda en nemur erfðahluta hans verði hann ekki skyldaður til að standa búinu skil á mismuninum, nema hann hafi sérstaklega skuldbundið sig til þess. Systkinin fjögur hafi ekki skuldbundið sig til þess. Í fyrri dómum Hæstaréttar hafi ákvæðið verið skýrt eftir orðanna hljóðan og því væri engin ástæða til þess að bregða út frá því. Því var öllum kröfum dánarbúsins hafnað og því gert að greiða systkinunum 150 þúsund krónur í kærumálskostnað, hverju fyrir sig. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp úrskurð í málinu þann 4. september síðastliðinn. Í úrskurðinum segir að við opinber skipti á dánarbúi móðurinnar, sem hefði setið í óskiptu búi eftir andlát eiginmanns síns og föður systkinanna frá árinu 2017 til andláts árið 2020, hafi dánarbúið krafist þess að systkinin fjögur endurgreiddu á bilinu 59 til 60 milljónir á mann. Það hafi búið gert að undirlagi tveggja barna bróður systkinanna tveggja, sem hafi látist árið 2019. Óumdeilt að systkinin hafi fengið meira Óumdeilt hafi verið í málinu að systkinin fjögur hefði fengið talsvert hærri fjárhæðir í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem hafnaði einnig kröfu dánarbúsins, segir að systkinin hafi frá árinu 2010 öll fengið fyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum. Fram til ársins 2015 hafi rúmlega 550 milljónum króna verið ráðstafað úr búinu til systkinanna allra, þar af 112 milljónum til föður barnabarnanna sem höfðuðu málið. Á árunum 2016 til 2019 hafi systkinin fjögur fengið 254,2 milljónir króna í fyrirframgreiddan arf á mann í þremur færslum. Fimmti bróðirinn hafi á þeim tíma ekki fengið krónu. Eftir þessar ráðstafanir hafi dánarbúið nánast verið eignalaust. Tvö systkinanna með umboð Tvö systkinanna hafi árið 2015 fengið fullt og ótakmarkað umboð frá foreldrum sínum til þess að sjá um fjármál þeirra. Barnabörnin tvö hafi haldið því fram að ráðstafanir sem framkvæmdar voru eftir það hafi verið þvert á vilja hjónanna og efni sameiginlegrar erfðaskrár þeirra. Hjónin hafi alla tíð passað upp á að mismuna börnum sínum ekki þegar kom að fyrirframgreiðslu arfs. Þau hafi byggt á því að faðir þeirra hafi verið skylduerfingi hjónanna og hefði því átt að fá jafnan hlut úr búinu. Þá hafi barnabörnin einnig byggt á því að í aðdraganda þess að systkinin fjögur fengu fyrst greiddan arf en ekki bróðirinn árin 2016 hafi vitrænni getu ömmu þeirra farið mjög hrakandi. Þá hafi verið ljóst að afi þeirra hefði ekki heldur verið heill heilsu andlega þegar arfinum var ráðstafað. Ekki sannað að ráðstafanirnar hafi verið þvert á vilja hjónanna Í niðurstöðu Landsréttar segir að dánarbúinu hafi ekki tekist að færa sönnur á það að vilji arfleiðenda, foreldra systkinanna, hefði verið að börn þeirra fengu jafnan arf. Þá hafi ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinunum yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn að þessu leyti. Í 32. grein erfðalaga segir að erfingi sem hlýtur fyrirfram meira fé frá arfleifanda en nemur erfðahluta hans verði hann ekki skyldaður til að standa búinu skil á mismuninum, nema hann hafi sérstaklega skuldbundið sig til þess. Systkinin fjögur hafi ekki skuldbundið sig til þess. Í fyrri dómum Hæstaréttar hafi ákvæðið verið skýrt eftir orðanna hljóðan og því væri engin ástæða til þess að bregða út frá því. Því var öllum kröfum dánarbúsins hafnað og því gert að greiða systkinunum 150 þúsund krónur í kærumálskostnað, hverju fyrir sig.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira