Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. september 2024 11:34 Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn munu fara yfir kappræður næturinnar í beinni útsendingu. Vísir/Vilhelm Kamala Harris og Donald Trump mættust í gærkvöldi í sínum fyrstu, og mögulega einu, kappræðum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar verða krufnar til mergjar í Baráttan um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. ATH: Útsendingin höktir í spilaranum að neðan. Hún er hins vegar í lagi í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Upptaka í þættinum lendir hér á Vísi þegar útsendingu er lokið. Greinendur vestanhafs eru flestir á því að Harris hafi haft sigur en hún kom ítrekað höggi á Trump og hrakti hann í vörn á meðan honum hefur ekki enn tekist að finna höggstað á andstæðingi sínum. Harris mætti augljóslega undirbúin og var nokkuð „æfð“ til að byrja með, á meðan Trump var Trump og hjólaði beint í það mál sem hann og varaforsetaefnið hans J.D. Vance hafa hamrað á; ólöglega innflytjendur og glæpi. Trump fór mikinn; sagði hælisleitendur drepa og éta gæludýr, kallaði Harris „Marxista“ og sakaði Demókrata um að vilja heimila þungunarrof fram eftir meðgöngu og jafnvel eftir fæðingu. Harris sagði Trump á móti meðfærilegan lepp einræðisherra og að menn væru orðnir þreyttir á ræðum hans um Hannibal Lecter. Efnahagsmál, útlendingamál, heilbrigðismál og ýmislegt fleira var til umræðu. Mikið er í húfi en forsetaefnin eru svo til jöfn í skoðanakönnunum, bæði á landsvísu og í barátturíkjunum svokölluðu. Harris varð að standa sig vel í kappræðunum, bæði vegna fyrri frammistöðu og í kjölfar kappræðna Trump og Joe Biden, sem urðu til þess að forsetinn neyddist til að stíga til hliðar fyrir Harris. En hversu miklu máli skipta úrslit kappræðanna þegar kemur að fylgi? Kappræðurnar, staðan og framhaldið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13, þar sem Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn fara yfir málin. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02 Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
ATH: Útsendingin höktir í spilaranum að neðan. Hún er hins vegar í lagi í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Upptaka í þættinum lendir hér á Vísi þegar útsendingu er lokið. Greinendur vestanhafs eru flestir á því að Harris hafi haft sigur en hún kom ítrekað höggi á Trump og hrakti hann í vörn á meðan honum hefur ekki enn tekist að finna höggstað á andstæðingi sínum. Harris mætti augljóslega undirbúin og var nokkuð „æfð“ til að byrja með, á meðan Trump var Trump og hjólaði beint í það mál sem hann og varaforsetaefnið hans J.D. Vance hafa hamrað á; ólöglega innflytjendur og glæpi. Trump fór mikinn; sagði hælisleitendur drepa og éta gæludýr, kallaði Harris „Marxista“ og sakaði Demókrata um að vilja heimila þungunarrof fram eftir meðgöngu og jafnvel eftir fæðingu. Harris sagði Trump á móti meðfærilegan lepp einræðisherra og að menn væru orðnir þreyttir á ræðum hans um Hannibal Lecter. Efnahagsmál, útlendingamál, heilbrigðismál og ýmislegt fleira var til umræðu. Mikið er í húfi en forsetaefnin eru svo til jöfn í skoðanakönnunum, bæði á landsvísu og í barátturíkjunum svokölluðu. Harris varð að standa sig vel í kappræðunum, bæði vegna fyrri frammistöðu og í kjölfar kappræðna Trump og Joe Biden, sem urðu til þess að forsetinn neyddist til að stíga til hliðar fyrir Harris. En hversu miklu máli skipta úrslit kappræðanna þegar kemur að fylgi? Kappræðurnar, staðan og framhaldið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13, þar sem Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn fara yfir málin.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02 Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. 23. ágúst 2024 12:02
Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. 4. september 2024 19:53