Órætt tíst Ísaks vekur athygli Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 15:01 Ísak Snær virðist ósáttur samræmi í lengd leikbanna ef litið er til banns fyrrum liðsfélaga hans fyrir tveimur árum síðan. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X sem hefur vakið athygli. Meining færslunnar er þó óljós. Í morgun var Guðmundur Kristjánsson dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá Böðvar Böðvarsson, leikmann FH, í leik liðanna í upphafi mánaðar. Böðvar slapp alfarið við bann en hann gaf Guðmundi olnbogaskot áður en Guðmundur svaraði með kjaftshöggi. Dómari leiksins missti af atvikinu en aga- og úrskurðarnefnd tók það fyrir og studdist við myndbandsupptökur Stöðvar 2 Sport af atvikinu. Einhverjir vildu lengra bann á Guðmund fyrir að slá Böðvar í andlitið með þessum hætti og aðrir vildu sjá Böðvar fara í bann fyrir olnbogaskotið. Það virðist sem Ísak Snær sé þar á meðal en hvað hann er nákvæmlega ósáttur við liggur ekki ljóst fyrir. Í færslu sinni á X í dag birtir Ísak Snær skjáskot af frétt um Guðmund og Böðvar annars vegar, og skjáskot tveggja ára gamalli frétt um Omar Sowe, þáverandi liðsfélaga hans í Breiðabliki, hins vegar. Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann eftir samskonar skoðun aga- og úrskurðarnefndar á atviki sem dómari leiks missti af. Sowe veitti þá Brynjari Hlöðverssyni, þáverandi leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik Leiknis og Blika í Bestu deildinni. ??🤧 pic.twitter.com/0NNNu7CWSc— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) September 11, 2024 Ísak Snær setur við myndirnar tvær tvö spurningamerki auk tjákns. Yfir fjögur þúsund manns hafa séð færsluna og yfir hundrað lækað hana. Ísak virðist því óánægður með misræmi í lengd banns Sowe og Guðmundar, eða það misræmi að Sowe hafi farið í tveggja leikja bann og Böðvar sloppið alfarið. Ísak vildi ekki ræða málið við íþróttadeild Vísis þegar tal náðist af honum í dag og veitti ekki frekari skýringar á tísti dagsins. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan FH Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Í morgun var Guðmundur Kristjánsson dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá Böðvar Böðvarsson, leikmann FH, í leik liðanna í upphafi mánaðar. Böðvar slapp alfarið við bann en hann gaf Guðmundi olnbogaskot áður en Guðmundur svaraði með kjaftshöggi. Dómari leiksins missti af atvikinu en aga- og úrskurðarnefnd tók það fyrir og studdist við myndbandsupptökur Stöðvar 2 Sport af atvikinu. Einhverjir vildu lengra bann á Guðmund fyrir að slá Böðvar í andlitið með þessum hætti og aðrir vildu sjá Böðvar fara í bann fyrir olnbogaskotið. Það virðist sem Ísak Snær sé þar á meðal en hvað hann er nákvæmlega ósáttur við liggur ekki ljóst fyrir. Í færslu sinni á X í dag birtir Ísak Snær skjáskot af frétt um Guðmund og Böðvar annars vegar, og skjáskot tveggja ára gamalli frétt um Omar Sowe, þáverandi liðsfélaga hans í Breiðabliki, hins vegar. Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann eftir samskonar skoðun aga- og úrskurðarnefndar á atviki sem dómari leiks missti af. Sowe veitti þá Brynjari Hlöðverssyni, þáverandi leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik Leiknis og Blika í Bestu deildinni. ??🤧 pic.twitter.com/0NNNu7CWSc— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) September 11, 2024 Ísak Snær setur við myndirnar tvær tvö spurningamerki auk tjákns. Yfir fjögur þúsund manns hafa séð færsluna og yfir hundrað lækað hana. Ísak virðist því óánægður með misræmi í lengd banns Sowe og Guðmundar, eða það misræmi að Sowe hafi farið í tveggja leikja bann og Böðvar sloppið alfarið. Ísak vildi ekki ræða málið við íþróttadeild Vísis þegar tal náðist af honum í dag og veitti ekki frekari skýringar á tísti dagsins.
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan FH Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn